Svaraðu nú Benedikt Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 13. júlí 2017 07:00 Opið bréf til Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra. Hæstvirtur ráðherra. Við sem þessi orð ritum rekum ferðaheildsölufyrirtæki í Þýskalandi sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands og ferðaskrifstofu á Íslandi, sem skipuleggur bæði hóp- og einstaklingsferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Þessa dagana sitjum við við það verkefni að verðleggja þjónustu okkar fyrir árið 2018. Við erum frekar seint á ferðinni með þetta, höfum dregið þetta verkefni á langinn. Enda er það óvenju flókið og þó höfum við séð ýmislegt á þeim aldarfjórðungi sem við höfum starfað við þetta. Ástæðan fyrir því eru óvissuþættir í rekstrarumhverfinu sem við störfum í. Einkum og sér í lagi er þar um að ræða ofursterkt gengi krónunnar, sem þvingar okkur til að hækka verð á milli ára um tugi prósenta. En eins og það væri ekki nóg, þá hanga fyrirætlanir þínar og ríkisstjórnarinnar um að færa ferðaþjónustuna upp í efsta þrep virðisaukaskattsins þann 1. júlí 2018 eins og fallöxi yfir greininni. Hvað sem mönnum kann að finnast um þessa fyrirhuguðu hækkun, þá er það auðvitað óásættanlegt með öllu að ekki sé búið að útkljá þetta mál, nú þegar ferðaþjónustan þarf að ganga frá sínum samningum fyrir næsta ár. Við vitum ekki hvað þú þekkir vel til starfsumhverfis alþjóðlegrar ferðaþjónustu – en kaupin gerast þannig á eyrinni, að það þarf að fastsetja verð langt fram í tímann. Verðhækkunum vegna skattahækkana á einstökum áfangastöðum er samkvæmt evrópskum neytendaverndarlögum EKKI hægt að velta út í verðlag á alferðum eftir á. Enginn þingmaður eða ráðherra í ríkisstjórninni hefur tekið undir þessa hugmynd þína að hækka virðisaukaskattinn á miðju árinu 2018, þú ert einn eftir sem ekki hefur dregið í land í þessu máli. Nú þarft þú að svara okkur, svara okkur skýrt og þannig að við getum treyst orðum þínum.Höfundar eru eigendur Katla Travel og Katla DMI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra. Hæstvirtur ráðherra. Við sem þessi orð ritum rekum ferðaheildsölufyrirtæki í Þýskalandi sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands og ferðaskrifstofu á Íslandi, sem skipuleggur bæði hóp- og einstaklingsferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Þessa dagana sitjum við við það verkefni að verðleggja þjónustu okkar fyrir árið 2018. Við erum frekar seint á ferðinni með þetta, höfum dregið þetta verkefni á langinn. Enda er það óvenju flókið og þó höfum við séð ýmislegt á þeim aldarfjórðungi sem við höfum starfað við þetta. Ástæðan fyrir því eru óvissuþættir í rekstrarumhverfinu sem við störfum í. Einkum og sér í lagi er þar um að ræða ofursterkt gengi krónunnar, sem þvingar okkur til að hækka verð á milli ára um tugi prósenta. En eins og það væri ekki nóg, þá hanga fyrirætlanir þínar og ríkisstjórnarinnar um að færa ferðaþjónustuna upp í efsta þrep virðisaukaskattsins þann 1. júlí 2018 eins og fallöxi yfir greininni. Hvað sem mönnum kann að finnast um þessa fyrirhuguðu hækkun, þá er það auðvitað óásættanlegt með öllu að ekki sé búið að útkljá þetta mál, nú þegar ferðaþjónustan þarf að ganga frá sínum samningum fyrir næsta ár. Við vitum ekki hvað þú þekkir vel til starfsumhverfis alþjóðlegrar ferðaþjónustu – en kaupin gerast þannig á eyrinni, að það þarf að fastsetja verð langt fram í tímann. Verðhækkunum vegna skattahækkana á einstökum áfangastöðum er samkvæmt evrópskum neytendaverndarlögum EKKI hægt að velta út í verðlag á alferðum eftir á. Enginn þingmaður eða ráðherra í ríkisstjórninni hefur tekið undir þessa hugmynd þína að hækka virðisaukaskattinn á miðju árinu 2018, þú ert einn eftir sem ekki hefur dregið í land í þessu máli. Nú þarft þú að svara okkur, svara okkur skýrt og þannig að við getum treyst orðum þínum.Höfundar eru eigendur Katla Travel og Katla DMI.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar