Larsen C íshellan hefur nú tapað um tíu prósentum af flatarmáli sínu og hefur aldrei mælst minni, samkvæmt frétt Guardian.
Sjá einnig: Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum
Talið er að jökullinn hafi brotnað af á síðustu dögum, en vísindamenn við Swansea háskólann hafa staðfest það með gervihnattarmyndum. Talið er að ísjökullinn sé með þeim tíu stærstu sem hafa mælst.
Ef allur ís suðurskautsins myndi bráðna er talið að sjávarmál gæti hækkað um allt að 60 metra. Hins vegar er ekki talið að sjávarmál muni hækka vegna þessa, þar sem þessi hluti hellunnar var þegar á floti.
The Larsen-C rift opening over the last 2 years from #Sentinel1 pic.twitter.com/MT9d3HAw1M
— Adrian Luckman (@adrian_luckman) January 31, 2017