Bænin Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 12. júlí 2017 09:00 Ég finn að þegar ég ætla að tala um bænina verð ég svolítið feimin. Við erum mörg sem lifum bænalífi en erum ekki mikið að deila því. Kannski vegna þess að við höfum komist að því að bænir breyta ekki Guði. – En þær breyta þeim sem biður! Það er alltaf mikilvægt að rækta sinn innri mann, en ekki síst í erfiðleikum. Í slíkum aðstæðum er hugurinn undir svo miklu álagi, hugsanir á fleygiferð og oft erfitt að hugsa skýrt. Það er líka oft þannig að undir álagi festist fólk í þráhyggjukenndum hugsunum. Margir uppgötva bæn og íhugun í þannig aðstæðum. Í bæninni getum við borið angist okkar fram fyrir æðri mátt, lýst umhyggju fyrir öðrum, sett fram einlægar óskir og ekki síður orðað þakklæti okkar. Danski guðfræðingurinn Sören Kierkegaard sagði eitt sinn: „Þegar hafið beitir öllum krafti sínum, megnar það ekki að endurspegla mynd himinsins?… En þegar það stillist og dýpkar sökkvir mynd himinsins sér niður í tóm þess. Sál mannsins er haf.“ Við bænaiðkun tölum við ekki bara heldur hlustum líka, hlustum eftir hvísli andans. Í kyrrðinni og auðmýktinni sem bænaiðkunin felur í sér skapast hlustun og nýjar víddir opnast og nýjar hugsanir koma til okkar. Stundum er það þannig að ég upplifi bænalífið sem endalaus andvörp, ekki einu sinni í samhengi. Þá er bænin nokkurs konar verkfæri til að komast í tengsl við innri hugsanir. Þó er fyrirbænin mögnuðust af öllu. Hún eykur á kærleika og samkennd sem mildar og skapar rými fyrir nýja möguleika og fyrirgefningu í samskiptum. Hér er dæmi um bæn andvarpsins: „Vertu loftið tæra sem ég anda að mér, og höndin sem ég fæ að hvíla í þegar allt, þegar allt er byrði.“ (Vera Sæther) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Ég finn að þegar ég ætla að tala um bænina verð ég svolítið feimin. Við erum mörg sem lifum bænalífi en erum ekki mikið að deila því. Kannski vegna þess að við höfum komist að því að bænir breyta ekki Guði. – En þær breyta þeim sem biður! Það er alltaf mikilvægt að rækta sinn innri mann, en ekki síst í erfiðleikum. Í slíkum aðstæðum er hugurinn undir svo miklu álagi, hugsanir á fleygiferð og oft erfitt að hugsa skýrt. Það er líka oft þannig að undir álagi festist fólk í þráhyggjukenndum hugsunum. Margir uppgötva bæn og íhugun í þannig aðstæðum. Í bæninni getum við borið angist okkar fram fyrir æðri mátt, lýst umhyggju fyrir öðrum, sett fram einlægar óskir og ekki síður orðað þakklæti okkar. Danski guðfræðingurinn Sören Kierkegaard sagði eitt sinn: „Þegar hafið beitir öllum krafti sínum, megnar það ekki að endurspegla mynd himinsins?… En þegar það stillist og dýpkar sökkvir mynd himinsins sér niður í tóm þess. Sál mannsins er haf.“ Við bænaiðkun tölum við ekki bara heldur hlustum líka, hlustum eftir hvísli andans. Í kyrrðinni og auðmýktinni sem bænaiðkunin felur í sér skapast hlustun og nýjar víddir opnast og nýjar hugsanir koma til okkar. Stundum er það þannig að ég upplifi bænalífið sem endalaus andvörp, ekki einu sinni í samhengi. Þá er bænin nokkurs konar verkfæri til að komast í tengsl við innri hugsanir. Þó er fyrirbænin mögnuðust af öllu. Hún eykur á kærleika og samkennd sem mildar og skapar rými fyrir nýja möguleika og fyrirgefningu í samskiptum. Hér er dæmi um bæn andvarpsins: „Vertu loftið tæra sem ég anda að mér, og höndin sem ég fæ að hvíla í þegar allt, þegar allt er byrði.“ (Vera Sæther)
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun