Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ 11. júlí 2017 15:00 Sigríður Lára Garðarsdóttir er ein af EM-nýliðunum. vísir/vilhelm Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild kvenna, vann sér inn sæti í EM-hóp íslenska landsliðsins með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. Þessi 23 ára gamli nagli á miðjunni fékk kall í landsliðið fyrir Algarve-mótið og hefur ekki litið um öxl síðan. Hún var í byrjunarliðinu á móti Brasilíu í síðasta leik fyrir mót. „Þetta er búið að vera geggjað. Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni,“ segir Sigríður Lára um dagana með landsliðinu eftir að æfingar hófust en stelpurnar fóru á Selfoss um helgina þar sem þær æfðu og skemmtu sér.„Það var mjög gaman. Helgin var frábær. Liðið náði að þjappa sér saman. Æfingarnar voru skemmtilegar og í heildina var bara mjög gaman. Áhuginn er mjög mikill á liðinu og fjölmiðlaumfjöllun um liðið mikil. Það er gaman að vera hluti af þessu.“ Ísland á sem betur fer nóg af góðum miðjumönnum og er Sísí, eins og hún er kölluð, ein af þeim. Leyfir hún sér að dreyma um byrjunarliðssæti á móti Frakklandi í fyrsta leik? „Auðvitað leyfir maður sér að dreyma en samkeppnin er mikil og það eru sterkir leikmenn í minni stöðu. Ég er bara hluti af liðinu og við þurfum að vinna saman. Þetta er liðsheild,“ segir hún. Sigríður Lára hefur spilað frábærlega á árinu fyrir ÍBV og nýtt tækifæri sín með íslenska landsliðinu. Spilamennska hennar á þessu ári er engin tilviljun. „Ég æfði með meistaraflokki karla í vetur. Það var alveg geggjað. Þar var hátt tempó og ég æfði mikið aukalega. Ég fór líka í einkaþjálfun þannig ég er að uppskera núna fyrir það sem ég sáði,“ segir hún. „Markmiðið var að komast í þennan hóp og fá að vera í landsliðinu. Það er bara alveg geggjað,“ segir Sigríður Lára Garðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild kvenna, vann sér inn sæti í EM-hóp íslenska landsliðsins með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. Þessi 23 ára gamli nagli á miðjunni fékk kall í landsliðið fyrir Algarve-mótið og hefur ekki litið um öxl síðan. Hún var í byrjunarliðinu á móti Brasilíu í síðasta leik fyrir mót. „Þetta er búið að vera geggjað. Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni,“ segir Sigríður Lára um dagana með landsliðinu eftir að æfingar hófust en stelpurnar fóru á Selfoss um helgina þar sem þær æfðu og skemmtu sér.„Það var mjög gaman. Helgin var frábær. Liðið náði að þjappa sér saman. Æfingarnar voru skemmtilegar og í heildina var bara mjög gaman. Áhuginn er mjög mikill á liðinu og fjölmiðlaumfjöllun um liðið mikil. Það er gaman að vera hluti af þessu.“ Ísland á sem betur fer nóg af góðum miðjumönnum og er Sísí, eins og hún er kölluð, ein af þeim. Leyfir hún sér að dreyma um byrjunarliðssæti á móti Frakklandi í fyrsta leik? „Auðvitað leyfir maður sér að dreyma en samkeppnin er mikil og það eru sterkir leikmenn í minni stöðu. Ég er bara hluti af liðinu og við þurfum að vinna saman. Þetta er liðsheild,“ segir hún. Sigríður Lára hefur spilað frábærlega á árinu fyrir ÍBV og nýtt tækifæri sín með íslenska landsliðinu. Spilamennska hennar á þessu ári er engin tilviljun. „Ég æfði með meistaraflokki karla í vetur. Það var alveg geggjað. Þar var hátt tempó og ég æfði mikið aukalega. Ég fór líka í einkaþjálfun þannig ég er að uppskera núna fyrir það sem ég sáði,“ segir hún. „Markmiðið var að komast í þennan hóp og fá að vera í landsliðinu. Það er bara alveg geggjað,“ segir Sigríður Lára Garðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30