Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss hækkað í gult stig Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. júlí 2017 21:06 Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var hækkað í gult stig í morgun, eftir að Jökulhlaup hófst í Múlakvísl seint í gærkvöldi. Hlaupið náði svo hámarki í dag, en áfram verður fylgst með svæðinu. Mönnum er efst í huga hamfaraflóðin sem áttu sér stað í Múlakvísl árið 2011 og viðbragðsaðilar voru viðbúnir ef það skyldi gerast aftur. Líkindi voru með hlaupinu í dag og hlaupinu þá. Rafleiðni í Múlakvísl hefur verið að aukast jafnt og þétt frá því að skjálfti varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í vikunni. Hann mældist 4,5 í stærð. Í gærkvöldi tók rafleiðnin kipp og snemma í morgun var komið það mikið jarðhitavatn í ánna að Veðurstofan og Almannavarnir hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss upp í gult og tilkynntu að jökulhlaup væri hafið. Tveir jarðskjálftar urðu norðarlega í Kötluöskjunni rétt eftir miðnætti og voru þeir að stærðinni 2,5 og þrír. Frá því að rafleiðnin náði toppi í morgun, hefur hún verið að síga hægt niður aftur og vatnshæð hefur einnig minnkað. Liturinn í ánni hefur verið dökkur sem segir að töluverð drulla er að skila sér úr jöklinum. Þó nokkur fjöldi ferðamanna er á svæðinu og það voru margir í Þakgili í nótt. Að sögn þeirra sem fréttastofa ræddi við var varla vært út sökum brennisteinslyktar. Veðurstofan varaði í dag fólk við því að vera nærri ánni vegna mengunar.Sjá einnig: Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinuVegagerðin og lögreglan hafa vaktað ánna frá því í gærkvöldi og stóðu sjónpóst á brúnni austan við Vík. Brúin er nýleg og á að standa jökulhlaup en árið 2011 sópaðist gamla brúin í burtu. Nú er vegurinn hannaður svo vatn flæði yfir hann til að hlífa brúnni. Ekkert sig hefur mælst í jöklinum en flogið var yfir svæðið í morgun. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í dag vegna hlaupsins og um miðjan dag kom tilkynning um að hlaupið hefði náð hámarki. Áfram verður fylgst með svæðinu. Enn er fólk beðið um að fara varlega á þessum slóðum. Þá barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning ofan af Sólheimajökli í dag frá leiðsögumönnum. Þar var tilkynnt um brennisteinslykt, sérkennileg hljóð og vatn á stöðum þar sem það á ekki að vera. Hins vegar hafi komið í ljós að ekkert óvenjulegt væri að gerast. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að brugðist hafi verið við því með að hafa samband við ferðaþjónustuaðila. Þeir fóru allir með sína hópa af jöklinum. Ástandinu hafi svo verið aflétt þegar í ljós kom að ekkert óeðlilegt væri á seiði. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var hækkað í gult stig í morgun, eftir að Jökulhlaup hófst í Múlakvísl seint í gærkvöldi. Hlaupið náði svo hámarki í dag, en áfram verður fylgst með svæðinu. Mönnum er efst í huga hamfaraflóðin sem áttu sér stað í Múlakvísl árið 2011 og viðbragðsaðilar voru viðbúnir ef það skyldi gerast aftur. Líkindi voru með hlaupinu í dag og hlaupinu þá. Rafleiðni í Múlakvísl hefur verið að aukast jafnt og þétt frá því að skjálfti varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í vikunni. Hann mældist 4,5 í stærð. Í gærkvöldi tók rafleiðnin kipp og snemma í morgun var komið það mikið jarðhitavatn í ánna að Veðurstofan og Almannavarnir hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss upp í gult og tilkynntu að jökulhlaup væri hafið. Tveir jarðskjálftar urðu norðarlega í Kötluöskjunni rétt eftir miðnætti og voru þeir að stærðinni 2,5 og þrír. Frá því að rafleiðnin náði toppi í morgun, hefur hún verið að síga hægt niður aftur og vatnshæð hefur einnig minnkað. Liturinn í ánni hefur verið dökkur sem segir að töluverð drulla er að skila sér úr jöklinum. Þó nokkur fjöldi ferðamanna er á svæðinu og það voru margir í Þakgili í nótt. Að sögn þeirra sem fréttastofa ræddi við var varla vært út sökum brennisteinslyktar. Veðurstofan varaði í dag fólk við því að vera nærri ánni vegna mengunar.Sjá einnig: Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinuVegagerðin og lögreglan hafa vaktað ánna frá því í gærkvöldi og stóðu sjónpóst á brúnni austan við Vík. Brúin er nýleg og á að standa jökulhlaup en árið 2011 sópaðist gamla brúin í burtu. Nú er vegurinn hannaður svo vatn flæði yfir hann til að hlífa brúnni. Ekkert sig hefur mælst í jöklinum en flogið var yfir svæðið í morgun. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í dag vegna hlaupsins og um miðjan dag kom tilkynning um að hlaupið hefði náð hámarki. Áfram verður fylgst með svæðinu. Enn er fólk beðið um að fara varlega á þessum slóðum. Þá barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning ofan af Sólheimajökli í dag frá leiðsögumönnum. Þar var tilkynnt um brennisteinslykt, sérkennileg hljóð og vatn á stöðum þar sem það á ekki að vera. Hins vegar hafi komið í ljós að ekkert óvenjulegt væri að gerast. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að brugðist hafi verið við því með að hafa samband við ferðaþjónustuaðila. Þeir fóru allir með sína hópa af jöklinum. Ástandinu hafi svo verið aflétt þegar í ljós kom að ekkert óeðlilegt væri á seiði.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent