Sport

Hrafnhildur í undanúrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Getty
Hrafnhildur Lúthersdóttir komst í morgun í undanúrslit í 50 m bringusundi á HM í Búdapest í Ungverjalandi.

Hún synti á 30,88 sekúndum sem var ellefti besti tími undanrásanna. Hún var 1,12 sekúndum á eftir Lilly King frá Bandaríkjunum sem náði besta tímanum.

Hrafnhildur hjó nærri Íslandsmeti sínu í greininni sem er 30,83 sekúndur og var sett á EM í London í fyrra, er hún vann silfurverðlaun í þessari grein.

Þetta er fyrsta grein Hrafnhildar þar sem hún kemst í undanúrslit á HM í Búdapest. Undanúrslitin fara fram síðar í dag.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir keppti í 50 m skriðsundi í morgun og hafnaði í 41. sæti á 26,24 sekúndum. Hún var sléttri sekúndu frá Íslandsmeti Sarah Blake Bateman í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×