Óttast að þolendur vilji ekki skemma partíið með kæru Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. júlí 2017 07:00 Eistnaflug hefur verið haldin árlega síðan sumarið 2005. Mynd/Freyja Gylfadóttir Yfirlýsingar um að þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupsstað leggist af verði kynferðisbrot framið þar fæla þolendur frá því að kæra. Þetta segir verkefnastjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, og gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Eistnaflugs síðustu ár. „Þetta hefur áhrif á þolendur, það er alveg klárt mál. Þolendur eru alltaf í sjálfsásökun og það er mjög ríkt í þeim að vilja ekki skemma partýið og þarna er beinlínis um það að ræða því skilaboðin eru: „þú skemmir partíið ef þú kærir." Þetta getur haft alvarleg áhrif fyrir þolendur kynferðisofbeldis og því er brýnt að þeir dragi yfirlýsinguna afdráttarlaust til baka,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri hjá Aflinu, en samtökin voru með viðveru á Eistnaflugi fyrr í mánuðinum. Í kjölfar umræddrar yfirlýsinga Stefáns Magnússonar, upphafsmanns Eistnaflugs, hafa, á liðnum árum, gengið áskoranir á samfélagsmiðlum til skipuleggjenda annarra útihátíða með hvatningu um sams konar stefnu. Í svörum forsvarsmanna Eistnaflugs til Fréttablaðsins, vegna gagnrýni Aflsins, kemur fram að unnið sé náið með lögreglu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og starfsmönnum Aflsins meðan á hátíðinni stendur. Þá séu gestir hennar óspart minntir á að leita eigi aðstoðar og kæra hvers kyns ofbeldi til lögreglu. „Ég gerði mér strax grein fyrir þeirri ábyrgð sem þessi yfirlýsing hafði og henni hefur ekki verið flaggað síðan ég kom fyrst að framkvæmd hátíðarinnar árið 2014 þótt hún lifi kannski einhvers staðar áfram,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri Eistnaflugs. „Það er hins vegar alveg ljóst að hátíðinni verður ekki sjálfkrafa hætt í kjölfar eins kynferðisbrots. Örlög hátíðarinnar eru hvorki í höndum eins manns né einangraðs atviks heldur yrði slík ákvörðun alltaf tekin í stærra samhengi," segir Karl Óttar. Hann ítrekar áherslu Eistnaflugs gegn ofbeldi og að þeir sem beiti því skemmi hátíðina en ekki þolandinn sem kærir ofbeldið. Aðspurður hvort starfsfólk Aflsins hafi aðstoðað gesti hátíðarinnar vegna kynferðisofbeldis á Eistnaflugi segist Hjalti ekki geta tjáð sig um það. „Okkar hlutverk er alltaf að vernda skjólstæðinga og við erum ekki að fara í opinbera umræðu um það sem kemur fyrir þá. Vandamálið með Eistnaflug til dæmis er að þegar á sér stað nauðgun þar og hún er ekki kærð til lögreglu, þá er enginn vettvangur til að ræða málið öðruvísi en að það komi mjög illa við fólk því þá fara menn að grennslast fyrir um hver hafi orðið fyrir ofbeldinu og þá er þolandinn settur í mjög vonda stöðu." Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Yfirlýsingar um að þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupsstað leggist af verði kynferðisbrot framið þar fæla þolendur frá því að kæra. Þetta segir verkefnastjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, og gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Eistnaflugs síðustu ár. „Þetta hefur áhrif á þolendur, það er alveg klárt mál. Þolendur eru alltaf í sjálfsásökun og það er mjög ríkt í þeim að vilja ekki skemma partýið og þarna er beinlínis um það að ræða því skilaboðin eru: „þú skemmir partíið ef þú kærir." Þetta getur haft alvarleg áhrif fyrir þolendur kynferðisofbeldis og því er brýnt að þeir dragi yfirlýsinguna afdráttarlaust til baka,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri hjá Aflinu, en samtökin voru með viðveru á Eistnaflugi fyrr í mánuðinum. Í kjölfar umræddrar yfirlýsinga Stefáns Magnússonar, upphafsmanns Eistnaflugs, hafa, á liðnum árum, gengið áskoranir á samfélagsmiðlum til skipuleggjenda annarra útihátíða með hvatningu um sams konar stefnu. Í svörum forsvarsmanna Eistnaflugs til Fréttablaðsins, vegna gagnrýni Aflsins, kemur fram að unnið sé náið með lögreglu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og starfsmönnum Aflsins meðan á hátíðinni stendur. Þá séu gestir hennar óspart minntir á að leita eigi aðstoðar og kæra hvers kyns ofbeldi til lögreglu. „Ég gerði mér strax grein fyrir þeirri ábyrgð sem þessi yfirlýsing hafði og henni hefur ekki verið flaggað síðan ég kom fyrst að framkvæmd hátíðarinnar árið 2014 þótt hún lifi kannski einhvers staðar áfram,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri Eistnaflugs. „Það er hins vegar alveg ljóst að hátíðinni verður ekki sjálfkrafa hætt í kjölfar eins kynferðisbrots. Örlög hátíðarinnar eru hvorki í höndum eins manns né einangraðs atviks heldur yrði slík ákvörðun alltaf tekin í stærra samhengi," segir Karl Óttar. Hann ítrekar áherslu Eistnaflugs gegn ofbeldi og að þeir sem beiti því skemmi hátíðina en ekki þolandinn sem kærir ofbeldið. Aðspurður hvort starfsfólk Aflsins hafi aðstoðað gesti hátíðarinnar vegna kynferðisofbeldis á Eistnaflugi segist Hjalti ekki geta tjáð sig um það. „Okkar hlutverk er alltaf að vernda skjólstæðinga og við erum ekki að fara í opinbera umræðu um það sem kemur fyrir þá. Vandamálið með Eistnaflug til dæmis er að þegar á sér stað nauðgun þar og hún er ekki kærð til lögreglu, þá er enginn vettvangur til að ræða málið öðruvísi en að það komi mjög illa við fólk því þá fara menn að grennslast fyrir um hver hafi orðið fyrir ofbeldinu og þá er þolandinn settur í mjög vonda stöðu."
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira