Degi styttra í næsta gos Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2017 20:00 Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld. Almannavarnir hafa þegar lokað áningarstað við Múlakvísl og takmarkað umferð á leiðinni um gamla Mýrdalssand. Skjálfti af stærðinni 4,5 varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli í fyrrakvöld og sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í gær að skjálftinn væri að mörgu leyti óvenjulegur. Lítil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í dag og engin merki eru um gosóróa. Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi hefur jafnt og þétt farið hækkandi en þær segja til um magn jarðhitavatns í ánni og þegar hlaup af jarðhitavöldum eru í uppsiglingu tekur leiðnin í ánni að stíga. Þetta ástand getur varað í nokkra daga áður en hlaupið hefst en eftir skjálftann í fyrradag hafa tilkynningar borist um aukna brennisteinslykt á svæðinu.Hafa takmarkað umferð „Það er þessi aukna leiðni og aukið rennsli í ánni sem gefur vísbendingar um að eitthvað sé að gerast og það verður bara fylgst náið með því. Það er ómögulegt að segja hvort þetta leiði til einhvers meira heldur en er akkúrat núna,“ segir Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi almannavarna á Suðurlandi. Almannavarnir og Vegagerðin hafa þegar gripið til ráðstafana á svæðinu. „Við lokuðum áningarstað við brúnna við Múlakvísl og erum búnir að takmarka umferð inn á gömlu leiðina inn á Mýrdalssand en þjóðvegurinn er alveg opinn og öll eðlileg umferð, hún hefur bara sinn vanagang,“ segir Víðir.Degi styttra í næsta gos Víðir segist ekki hafa upplýsingar um hvort Vísindaráð hafi komið saman vegna skjálftans en Veðurstofan fylgist grannt með gangi mála og Almannavarnir og Vegagerðin eru meðvituð um hættuna. „Eins og góður maður sagði einu sinni um Kötlu. Það eina sem við getum sagt um það hvenær næsta gos verður að þegar að þessi dagur er búinn þá er einum degi styttra í næsta gos,“ segir Víðir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld. Almannavarnir hafa þegar lokað áningarstað við Múlakvísl og takmarkað umferð á leiðinni um gamla Mýrdalssand. Skjálfti af stærðinni 4,5 varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli í fyrrakvöld og sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í gær að skjálftinn væri að mörgu leyti óvenjulegur. Lítil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í dag og engin merki eru um gosóróa. Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi hefur jafnt og þétt farið hækkandi en þær segja til um magn jarðhitavatns í ánni og þegar hlaup af jarðhitavöldum eru í uppsiglingu tekur leiðnin í ánni að stíga. Þetta ástand getur varað í nokkra daga áður en hlaupið hefst en eftir skjálftann í fyrradag hafa tilkynningar borist um aukna brennisteinslykt á svæðinu.Hafa takmarkað umferð „Það er þessi aukna leiðni og aukið rennsli í ánni sem gefur vísbendingar um að eitthvað sé að gerast og það verður bara fylgst náið með því. Það er ómögulegt að segja hvort þetta leiði til einhvers meira heldur en er akkúrat núna,“ segir Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi almannavarna á Suðurlandi. Almannavarnir og Vegagerðin hafa þegar gripið til ráðstafana á svæðinu. „Við lokuðum áningarstað við brúnna við Múlakvísl og erum búnir að takmarka umferð inn á gömlu leiðina inn á Mýrdalssand en þjóðvegurinn er alveg opinn og öll eðlileg umferð, hún hefur bara sinn vanagang,“ segir Víðir.Degi styttra í næsta gos Víðir segist ekki hafa upplýsingar um hvort Vísindaráð hafi komið saman vegna skjálftans en Veðurstofan fylgist grannt með gangi mála og Almannavarnir og Vegagerðin eru meðvituð um hættuna. „Eins og góður maður sagði einu sinni um Kötlu. Það eina sem við getum sagt um það hvenær næsta gos verður að þegar að þessi dagur er búinn þá er einum degi styttra í næsta gos,“ segir Víðir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14
Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03
Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28