Kvaddi Skota með sigri eftir tólf ár sem landsliðsþjálfari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2017 13:45 Signeul hughreystir hér Vaila Barsley sem var svekkt eftir að Skotar féllu úr leik á EM í Hollandi þrátt fyrir sigur í gær. Vísir/Getty Anna Signeul stýrði skoska landsliðinu í síðasta sinn í gær er liðið vann 1-0 sigur á Spáni á EM kvenna í Hollandi. Þrátt fyrir frækinn sigur, þann fyrsta hjá Skotum á stórmóti, dugði það ekki til að komast áfram í 8-liða úrslitin. Spánverjar komust áfram á markatölu í innbyrðisviðureignum sínum við Skotland og Portúgal, sem tapaði fyrir Englandi á sama tíma í gær. Englendingar fengu fullt hús stiga í riðlinum og rúlluðu yfir Skota, 6-0, í fyrsta leik riðilsins en Skotar töpuðu svo næsta leik fyrir Portúgal, 2-1. Hin sænska Signeul hefur verið lykilmaður í uppgangi skoskrar kvennaknattspyrnu en hún tók við landsliðinu árið 2005. Undir hennar stjórn vann liðið sig upp styrkleikalista FIFA og komst að lokum inn á sitt fyrsta stórmót þegar það tryggði sér farseðilinn til Hollands. „Leikmenn spiluðu frábærlega í gær og hugarfar þeirra er það besta sem ég hef séð,“ sagði Signeul við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég er svo stolt af þeim. Við áttum ekki skilið að fara heim.“ Ísland og Skotland voru saman í riðli í undankeppni EM en okkar konur unnu fyrstu níu leiki sína í undankeppninni, þar af 4-0 gegn Skotum ytra, en töpuðu svo fyrir þeim á Laugardalsvelli í lokaleik riðilsins þegar Ísland var þegar komið á EM. Liðin enduðu jöfn að stigum en Ísland vann riðiilnn á betri markatölu. Þrátt fyrir skellinn í fyrsta leiknum í Hollandi náðu Skotar að sýna sitt rétta andlit. „Ef að fólk hélt eftir fyrstu tvo leikina að Skotland væri ekki með gott lið þá veit það núna fyrir hvað við stöndum.“ „Við leggjum allt í sölurnar en spilum líka góðan fótbolta. Við erum tæknilega góðar og líkamlega sterkar. Ég er algjörlega sannfærð um að þetta lið haldi áfram og komist inn á HM 2019.“ Signeul mun nú taka við landsliði Finnlands frá og með haustinu. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
Anna Signeul stýrði skoska landsliðinu í síðasta sinn í gær er liðið vann 1-0 sigur á Spáni á EM kvenna í Hollandi. Þrátt fyrir frækinn sigur, þann fyrsta hjá Skotum á stórmóti, dugði það ekki til að komast áfram í 8-liða úrslitin. Spánverjar komust áfram á markatölu í innbyrðisviðureignum sínum við Skotland og Portúgal, sem tapaði fyrir Englandi á sama tíma í gær. Englendingar fengu fullt hús stiga í riðlinum og rúlluðu yfir Skota, 6-0, í fyrsta leik riðilsins en Skotar töpuðu svo næsta leik fyrir Portúgal, 2-1. Hin sænska Signeul hefur verið lykilmaður í uppgangi skoskrar kvennaknattspyrnu en hún tók við landsliðinu árið 2005. Undir hennar stjórn vann liðið sig upp styrkleikalista FIFA og komst að lokum inn á sitt fyrsta stórmót þegar það tryggði sér farseðilinn til Hollands. „Leikmenn spiluðu frábærlega í gær og hugarfar þeirra er það besta sem ég hef séð,“ sagði Signeul við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég er svo stolt af þeim. Við áttum ekki skilið að fara heim.“ Ísland og Skotland voru saman í riðli í undankeppni EM en okkar konur unnu fyrstu níu leiki sína í undankeppninni, þar af 4-0 gegn Skotum ytra, en töpuðu svo fyrir þeim á Laugardalsvelli í lokaleik riðilsins þegar Ísland var þegar komið á EM. Liðin enduðu jöfn að stigum en Ísland vann riðiilnn á betri markatölu. Þrátt fyrir skellinn í fyrsta leiknum í Hollandi náðu Skotar að sýna sitt rétta andlit. „Ef að fólk hélt eftir fyrstu tvo leikina að Skotland væri ekki með gott lið þá veit það núna fyrir hvað við stöndum.“ „Við leggjum allt í sölurnar en spilum líka góðan fótbolta. Við erum tæknilega góðar og líkamlega sterkar. Ég er algjörlega sannfærð um að þetta lið haldi áfram og komist inn á HM 2019.“ Signeul mun nú taka við landsliði Finnlands frá og með haustinu.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30