Ísland átti eitt skot á mark allt mótið í Hollandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2017 12:00 Fanndís Friðriksdóttir fagnar hér marki sínu á móti Sviss. Það reyndist eina skot Íslands á mótinu sem fór á mark andstæðingsins. Vísir/Getty Sóknarleikur íslenska landsliðsins á EM í Hollandi skilaði aðeins einu skoti sem hitti á mark andstæðingsins. Það var mark Fanndísar Friðriksdóttur í 2-1 tapi Íslands gegn Sviss. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu, þeim síðasta gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Þegar opinber tölfræði leikjanna er skoðuð, upplýsingar sem má finna á heimasíðu mótsins, kemur í ljós að Ísland átti 21 skot í leikjunum þremur en aðeins eitt sem rataði á mark andstæðingsins. Það þýðir einnig að markverðir andstæðinganna eru ekki með nein skráð varin skot í leikjunum gegn okkar stelpum. Íslendingar sköpuðu sér þó hættuleg færi í leikjunum þremur, sér í lagi í fyrstu tveimur. Dagný fékk dauðafæri gegn Frökkum er hún skallaði rétt yfir markið á 37. mínútu og hún fékk einnig fínt skallafæri snemma í leiknum gegn Sviss. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti einnig skalla yfir markið gegn Sviss og undir lokin stýrði Sara Björk Gunnarsdóttir skoti Öglu Maríu Albertsdóttur að marki en varnarmaður Sviss bjargaði á síðustu stundu. Tilraun Söru Bjarkar er þó ekki skráð sem skot á mark á heimasíðu UEFA, heldur skot sem er varið af varnarmanni. Það var þó annað uppi á teningnum gegn Austurríki í gær en íslensku leikmennirnir náðu í raun ekki að skapa sér nein hættuleg færi í leiknum. Ísland skoraði næstflest mörk allra liða í undankeppni mótsins en meiðsli settu stórt strik í undirbúning liðsins fyrir lokamótið í Hollandi, auk þess sem að Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Íslands í undankeppninni missti af síðustu leikjum keppninnar sem og stórum hluta undirbúningins þar sem hún var barnshafandi. Þegar tölfræði Ísland er borin saman við önnur lið á mótinu kemur í ljós að Ísland á fæst skot á mark. Portúgal kemur næst með fjögur skot á mark og Skotland með fimm en bæði eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni.Skot Íslands á EM í Hollandi:Ísland - Austurríki Skot (á mark): 10-29 (0-16)Ísland - Sviss Skot (á mark): 7-7 (1-3)Ísland - Frakkland Skot (á mark): 4-21 (0-5)Samtals Skot Íslands (á mark): 21 (1) Skot andstæðinga (á mark): 57 (24) EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Brasilíuleikurinn vakti falskar vonir Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. 27. júlí 2017 10:45 Dætur Evrópu númeri of litlar Stelpurnar okkar kvöddu Evrópumótið í fótbolta í gærkvöldi með þriðja tapinu en þær lágu í valnum gegn Austurríki í Rotterdam, 3-0. Íslenska liðið var einfaldlega ekki nógu gott til að ná markmiðum sínum á þessu móti. Íslendingarnir heilluðu samt álfuna. 27. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Sóknarleikur íslenska landsliðsins á EM í Hollandi skilaði aðeins einu skoti sem hitti á mark andstæðingsins. Það var mark Fanndísar Friðriksdóttur í 2-1 tapi Íslands gegn Sviss. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu, þeim síðasta gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Þegar opinber tölfræði leikjanna er skoðuð, upplýsingar sem má finna á heimasíðu mótsins, kemur í ljós að Ísland átti 21 skot í leikjunum þremur en aðeins eitt sem rataði á mark andstæðingsins. Það þýðir einnig að markverðir andstæðinganna eru ekki með nein skráð varin skot í leikjunum gegn okkar stelpum. Íslendingar sköpuðu sér þó hættuleg færi í leikjunum þremur, sér í lagi í fyrstu tveimur. Dagný fékk dauðafæri gegn Frökkum er hún skallaði rétt yfir markið á 37. mínútu og hún fékk einnig fínt skallafæri snemma í leiknum gegn Sviss. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti einnig skalla yfir markið gegn Sviss og undir lokin stýrði Sara Björk Gunnarsdóttir skoti Öglu Maríu Albertsdóttur að marki en varnarmaður Sviss bjargaði á síðustu stundu. Tilraun Söru Bjarkar er þó ekki skráð sem skot á mark á heimasíðu UEFA, heldur skot sem er varið af varnarmanni. Það var þó annað uppi á teningnum gegn Austurríki í gær en íslensku leikmennirnir náðu í raun ekki að skapa sér nein hættuleg færi í leiknum. Ísland skoraði næstflest mörk allra liða í undankeppni mótsins en meiðsli settu stórt strik í undirbúning liðsins fyrir lokamótið í Hollandi, auk þess sem að Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Íslands í undankeppninni missti af síðustu leikjum keppninnar sem og stórum hluta undirbúningins þar sem hún var barnshafandi. Þegar tölfræði Ísland er borin saman við önnur lið á mótinu kemur í ljós að Ísland á fæst skot á mark. Portúgal kemur næst með fjögur skot á mark og Skotland með fimm en bæði eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni.Skot Íslands á EM í Hollandi:Ísland - Austurríki Skot (á mark): 10-29 (0-16)Ísland - Sviss Skot (á mark): 7-7 (1-3)Ísland - Frakkland Skot (á mark): 4-21 (0-5)Samtals Skot Íslands (á mark): 21 (1) Skot andstæðinga (á mark): 57 (24)
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Brasilíuleikurinn vakti falskar vonir Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. 27. júlí 2017 10:45 Dætur Evrópu númeri of litlar Stelpurnar okkar kvöddu Evrópumótið í fótbolta í gærkvöldi með þriðja tapinu en þær lágu í valnum gegn Austurríki í Rotterdam, 3-0. Íslenska liðið var einfaldlega ekki nógu gott til að ná markmiðum sínum á þessu móti. Íslendingarnir heilluðu samt álfuna. 27. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
EM í dag: Brasilíuleikurinn vakti falskar vonir Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. 27. júlí 2017 10:45
Dætur Evrópu númeri of litlar Stelpurnar okkar kvöddu Evrópumótið í fótbolta í gærkvöldi með þriðja tapinu en þær lágu í valnum gegn Austurríki í Rotterdam, 3-0. Íslenska liðið var einfaldlega ekki nógu gott til að ná markmiðum sínum á þessu móti. Íslendingarnir heilluðu samt álfuna. 27. júlí 2017 06:00
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37