Norsku stelpurnar máttu ekki skiptast á treyjum eins og strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2017 12:30 Hin íslensk ættaða María Þórisdóttir eftir leik norska liðsins á EM. Hún sést hér í teyjunni sem hún þurfti að nota aftur og aftur á EM. Vísir/Getty Norska kvennalandsliðið er á heimleið frá Evrópumótinu í Hollandi eins og það íslenska. Noregur og Ísland náðu hvorugt í stig á EM í ár og norska tókst ekki einu sinni að skora mark. Norðmenn eru óvanir slíku gengi enda höfðu norsku stelpurnar komist í undanúrslit á fjórum Evrópumótum í röð. Norska knattspyrnusambandið hefur fengið hluta af gagnrýninni og þá einkum hvað varðar umgjörðina í kringum liðið. Norska landsliðskonan Emilie Haavi, sem spilar með Boston Breakers í Bandaríkjunum, var til dæmis mjög ósátt með misræmi á milli karla- og kvennalandsliðsins í Noregi. Norska ríkissjónvarpið fjallar um þetta á vef sínum, nrk.no. Norsku stelpurnar máttu nefnilega ekki skiptast á treyjum við mótherja sína eftir leiki liðsins á Evrópumótinu. Hollensku stelpurnar komu til þeirra norsku eftir fyrsta leik mótsins og vildu skiptast á treyjum. „Ég varð að segja: Fyrirgefðu en við megum það ekki,“ sagði Emilie Haavi í viðtalið við NRK. Hollensku treyjurnar voru merktar fánum Noregs og Hollands sem og dagsetningu leiksins. Þær voru bara fyrir þennan leik. Það var engin slík merking á norsku treyjunum því þær átti liðið að nota áfram. Í síðasta leik norska karlalandsliðsins í undankeppni HM þá var treyjan merkt leiknum og leikmenn norska liðsins máttu skiptast á treyjum eftir leikinn. Engum datt í hug að banna strákunum að skiptast á treyjum. Forráðamenn norska sambandsins afsökuðu sig með því að það væri lítið eftir að treyjum hjá sambandinu þar sem að norsku liðin eigi að fá nýjar treyjur á næsta ári. „Þetta er einfalt. Það ætti að vera enginn munur á fjöldi búningasetta hjá okkur og hjá strákunum. Þetta gæti ekki verið einfaldara,“ sagði Haavi. „Við höfum rætt þetta og þeir sem eru í kringum í liðið vilja að við fáum búning fyrir hvern leik. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin,“ sagði Haavi. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Norska kvennalandsliðið er á heimleið frá Evrópumótinu í Hollandi eins og það íslenska. Noregur og Ísland náðu hvorugt í stig á EM í ár og norska tókst ekki einu sinni að skora mark. Norðmenn eru óvanir slíku gengi enda höfðu norsku stelpurnar komist í undanúrslit á fjórum Evrópumótum í röð. Norska knattspyrnusambandið hefur fengið hluta af gagnrýninni og þá einkum hvað varðar umgjörðina í kringum liðið. Norska landsliðskonan Emilie Haavi, sem spilar með Boston Breakers í Bandaríkjunum, var til dæmis mjög ósátt með misræmi á milli karla- og kvennalandsliðsins í Noregi. Norska ríkissjónvarpið fjallar um þetta á vef sínum, nrk.no. Norsku stelpurnar máttu nefnilega ekki skiptast á treyjum við mótherja sína eftir leiki liðsins á Evrópumótinu. Hollensku stelpurnar komu til þeirra norsku eftir fyrsta leik mótsins og vildu skiptast á treyjum. „Ég varð að segja: Fyrirgefðu en við megum það ekki,“ sagði Emilie Haavi í viðtalið við NRK. Hollensku treyjurnar voru merktar fánum Noregs og Hollands sem og dagsetningu leiksins. Þær voru bara fyrir þennan leik. Það var engin slík merking á norsku treyjunum því þær átti liðið að nota áfram. Í síðasta leik norska karlalandsliðsins í undankeppni HM þá var treyjan merkt leiknum og leikmenn norska liðsins máttu skiptast á treyjum eftir leikinn. Engum datt í hug að banna strákunum að skiptast á treyjum. Forráðamenn norska sambandsins afsökuðu sig með því að það væri lítið eftir að treyjum hjá sambandinu þar sem að norsku liðin eigi að fá nýjar treyjur á næsta ári. „Þetta er einfalt. Það ætti að vera enginn munur á fjöldi búningasetta hjá okkur og hjá strákunum. Þetta gæti ekki verið einfaldara,“ sagði Haavi. „Við höfum rætt þetta og þeir sem eru í kringum í liðið vilja að við fáum búning fyrir hvern leik. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin,“ sagði Haavi.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira