Norsku stelpurnar máttu ekki skiptast á treyjum eins og strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2017 12:30 Hin íslensk ættaða María Þórisdóttir eftir leik norska liðsins á EM. Hún sést hér í teyjunni sem hún þurfti að nota aftur og aftur á EM. Vísir/Getty Norska kvennalandsliðið er á heimleið frá Evrópumótinu í Hollandi eins og það íslenska. Noregur og Ísland náðu hvorugt í stig á EM í ár og norska tókst ekki einu sinni að skora mark. Norðmenn eru óvanir slíku gengi enda höfðu norsku stelpurnar komist í undanúrslit á fjórum Evrópumótum í röð. Norska knattspyrnusambandið hefur fengið hluta af gagnrýninni og þá einkum hvað varðar umgjörðina í kringum liðið. Norska landsliðskonan Emilie Haavi, sem spilar með Boston Breakers í Bandaríkjunum, var til dæmis mjög ósátt með misræmi á milli karla- og kvennalandsliðsins í Noregi. Norska ríkissjónvarpið fjallar um þetta á vef sínum, nrk.no. Norsku stelpurnar máttu nefnilega ekki skiptast á treyjum við mótherja sína eftir leiki liðsins á Evrópumótinu. Hollensku stelpurnar komu til þeirra norsku eftir fyrsta leik mótsins og vildu skiptast á treyjum. „Ég varð að segja: Fyrirgefðu en við megum það ekki,“ sagði Emilie Haavi í viðtalið við NRK. Hollensku treyjurnar voru merktar fánum Noregs og Hollands sem og dagsetningu leiksins. Þær voru bara fyrir þennan leik. Það var engin slík merking á norsku treyjunum því þær átti liðið að nota áfram. Í síðasta leik norska karlalandsliðsins í undankeppni HM þá var treyjan merkt leiknum og leikmenn norska liðsins máttu skiptast á treyjum eftir leikinn. Engum datt í hug að banna strákunum að skiptast á treyjum. Forráðamenn norska sambandsins afsökuðu sig með því að það væri lítið eftir að treyjum hjá sambandinu þar sem að norsku liðin eigi að fá nýjar treyjur á næsta ári. „Þetta er einfalt. Það ætti að vera enginn munur á fjöldi búningasetta hjá okkur og hjá strákunum. Þetta gæti ekki verið einfaldara,“ sagði Haavi. „Við höfum rætt þetta og þeir sem eru í kringum í liðið vilja að við fáum búning fyrir hvern leik. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin,“ sagði Haavi. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Norska kvennalandsliðið er á heimleið frá Evrópumótinu í Hollandi eins og það íslenska. Noregur og Ísland náðu hvorugt í stig á EM í ár og norska tókst ekki einu sinni að skora mark. Norðmenn eru óvanir slíku gengi enda höfðu norsku stelpurnar komist í undanúrslit á fjórum Evrópumótum í röð. Norska knattspyrnusambandið hefur fengið hluta af gagnrýninni og þá einkum hvað varðar umgjörðina í kringum liðið. Norska landsliðskonan Emilie Haavi, sem spilar með Boston Breakers í Bandaríkjunum, var til dæmis mjög ósátt með misræmi á milli karla- og kvennalandsliðsins í Noregi. Norska ríkissjónvarpið fjallar um þetta á vef sínum, nrk.no. Norsku stelpurnar máttu nefnilega ekki skiptast á treyjum við mótherja sína eftir leiki liðsins á Evrópumótinu. Hollensku stelpurnar komu til þeirra norsku eftir fyrsta leik mótsins og vildu skiptast á treyjum. „Ég varð að segja: Fyrirgefðu en við megum það ekki,“ sagði Emilie Haavi í viðtalið við NRK. Hollensku treyjurnar voru merktar fánum Noregs og Hollands sem og dagsetningu leiksins. Þær voru bara fyrir þennan leik. Það var engin slík merking á norsku treyjunum því þær átti liðið að nota áfram. Í síðasta leik norska karlalandsliðsins í undankeppni HM þá var treyjan merkt leiknum og leikmenn norska liðsins máttu skiptast á treyjum eftir leikinn. Engum datt í hug að banna strákunum að skiptast á treyjum. Forráðamenn norska sambandsins afsökuðu sig með því að það væri lítið eftir að treyjum hjá sambandinu þar sem að norsku liðin eigi að fá nýjar treyjur á næsta ári. „Þetta er einfalt. Það ætti að vera enginn munur á fjöldi búningasetta hjá okkur og hjá strákunum. Þetta gæti ekki verið einfaldara,“ sagði Haavi. „Við höfum rætt þetta og þeir sem eru í kringum í liðið vilja að við fáum búning fyrir hvern leik. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin,“ sagði Haavi.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira