Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 27. júlí 2017 11:15 Harpa vonsvikin eftir tapið gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Vísir/Getty Harpa Þorsteinsdóttir var jafnsvekkt og aðrir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi eftir 3-0 tap gegn Austurríki. Harpa byrjaði leikinn sem segja má að hafi markað lokahnykkinn á endurkomu hennar eftir barnsburð í lok febrúar. Harpa, sem var markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, segir að sér hafi liðið vel á vellinum og ekki fundist neitt vanta upp á formið eða hraðann. „Það sem mig vantar á móti er að ég er ekki búin að spila þessa æfingaleiki,“ segir Harpa og telur upp æfingaleikina í janúar, Algarve mótið árlega, æfingaleikina í apríl og aftur í júní. „Auðvitað telur þetta. Ég hefði auðvitað verið betur í stakk búin hefði ég tekið þátt í þessu öllu.“Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum.VÍSIR/VILHELMFraman af leik í kvöld var Harpa töluvert í boltanum en hún hefur þann styrk og eiginleika að geta skýlt bolta vel, haldið honum og skilað frá sér. Eitthvað sem hefur vantað í íslenska liðið á mótinu. Harpa hefur lagt mikið á sig til að vera klár en fimm mánuðir sléttir eru í dag síðan Ýmir, yngri sonur hennar, fæddist. „Ég hef gert allt sem ég mögulega gat gert, ég hefði ekki getað dropa í viðbót. Ég hef gert allt til þess að vera tilbúin.“ Hún segist jafnsvekkt með niðurstöðuna og allar hinar stelpurnar. Jóhannes Karl Sigursteinsson, maður Hörpu, ásamt Ými og Steinari, við sumarhúsið þar sem strákarnir héldu til nærri hóteli landsliðsins á meðan á dvölinni stóð.vísir/björn G. SigurðssonHarpa er nýorðin 31 árs. Hún hefur raðað inn mörkunum í Pepsi-deild kvenna undanfarin ár og verið fyrsti kosturinn í framlínu Íslands sömuleiðis. Freyr hefur kallað eftir meiri fórnfýsi frá leikmönnum að stíga skrefið, fara utan til að æfa og spila með stærri liðum. Harpa hefur nokkrum sinnum farið utan, bæði til Englands og Noregs, en staldrað stutt við. Hún segist samt alltaf opin fyrir að skoða það ef eitthvað spennandi kemur upp að fara í atvinnumennsku. „Algjörlega, það er eitthvað sem ég myndi alltaf skoða. En ég er alltaf með sama svarið. Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu,“ segir Harpa. „Því miður. Ég væri löngu farin út en þetta er bara staðreyndin.“ Harpa segist hafa farið utan með fjögurra ára gamlan son sinn fyrir tveimur árum en það hafi bara ekki gengið.Harpa ásamt Steinari, Ágústu Ýr og Ými.Úr einkasafni„Það er eins og liðin þekki þetta ekki að þurfa að díla við erlendan leikmann sem er með fjölskyldu. Það er ógeðslega erfitt að koma sér út og á framfæri, sérstaklega þegar maður er ekki inni í samfélaginu neins staðar úti,“ segir Harpa. „Ég þyrfti alltaf góðan stuðning og góðan samning. Þetta er ógeðslega erfitt, því miður.“ Harpa fór eins og allir leikmenn Íslands til stuðningsmanna eftir leik. Hún fann mann sinn og börn í stúkunni og fékk glaðning frá Ágústu Ýr, stjúpdóttur sinni. Verðlaunapening um hálsinn númer eitt. „Ég fór alveg að gráta. Það minnti mig á að þó að við stöndum hérna og maður er með blóð og tár úti á velli, og hugsar að fótboltinn sé allt, þá er það ekki allt,“ segir Harpa. „Hún faðmaði mig og sagðist elska mig. Hún gerði það sama hvort leikurinn hefði tapast eða unnist.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir var jafnsvekkt og aðrir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi eftir 3-0 tap gegn Austurríki. Harpa byrjaði leikinn sem segja má að hafi markað lokahnykkinn á endurkomu hennar eftir barnsburð í lok febrúar. Harpa, sem var markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, segir að sér hafi liðið vel á vellinum og ekki fundist neitt vanta upp á formið eða hraðann. „Það sem mig vantar á móti er að ég er ekki búin að spila þessa æfingaleiki,“ segir Harpa og telur upp æfingaleikina í janúar, Algarve mótið árlega, æfingaleikina í apríl og aftur í júní. „Auðvitað telur þetta. Ég hefði auðvitað verið betur í stakk búin hefði ég tekið þátt í þessu öllu.“Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum.VÍSIR/VILHELMFraman af leik í kvöld var Harpa töluvert í boltanum en hún hefur þann styrk og eiginleika að geta skýlt bolta vel, haldið honum og skilað frá sér. Eitthvað sem hefur vantað í íslenska liðið á mótinu. Harpa hefur lagt mikið á sig til að vera klár en fimm mánuðir sléttir eru í dag síðan Ýmir, yngri sonur hennar, fæddist. „Ég hef gert allt sem ég mögulega gat gert, ég hefði ekki getað dropa í viðbót. Ég hef gert allt til þess að vera tilbúin.“ Hún segist jafnsvekkt með niðurstöðuna og allar hinar stelpurnar. Jóhannes Karl Sigursteinsson, maður Hörpu, ásamt Ými og Steinari, við sumarhúsið þar sem strákarnir héldu til nærri hóteli landsliðsins á meðan á dvölinni stóð.vísir/björn G. SigurðssonHarpa er nýorðin 31 árs. Hún hefur raðað inn mörkunum í Pepsi-deild kvenna undanfarin ár og verið fyrsti kosturinn í framlínu Íslands sömuleiðis. Freyr hefur kallað eftir meiri fórnfýsi frá leikmönnum að stíga skrefið, fara utan til að æfa og spila með stærri liðum. Harpa hefur nokkrum sinnum farið utan, bæði til Englands og Noregs, en staldrað stutt við. Hún segist samt alltaf opin fyrir að skoða það ef eitthvað spennandi kemur upp að fara í atvinnumennsku. „Algjörlega, það er eitthvað sem ég myndi alltaf skoða. En ég er alltaf með sama svarið. Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu,“ segir Harpa. „Því miður. Ég væri löngu farin út en þetta er bara staðreyndin.“ Harpa segist hafa farið utan með fjögurra ára gamlan son sinn fyrir tveimur árum en það hafi bara ekki gengið.Harpa ásamt Steinari, Ágústu Ýr og Ými.Úr einkasafni„Það er eins og liðin þekki þetta ekki að þurfa að díla við erlendan leikmann sem er með fjölskyldu. Það er ógeðslega erfitt að koma sér út og á framfæri, sérstaklega þegar maður er ekki inni í samfélaginu neins staðar úti,“ segir Harpa. „Ég þyrfti alltaf góðan stuðning og góðan samning. Þetta er ógeðslega erfitt, því miður.“ Harpa fór eins og allir leikmenn Íslands til stuðningsmanna eftir leik. Hún fann mann sinn og börn í stúkunni og fékk glaðning frá Ágústu Ýr, stjúpdóttur sinni. Verðlaunapening um hálsinn númer eitt. „Ég fór alveg að gráta. Það minnti mig á að þó að við stöndum hérna og maður er með blóð og tár úti á velli, og hugsar að fótboltinn sé allt, þá er það ekki allt,“ segir Harpa. „Hún faðmaði mig og sagðist elska mig. Hún gerði það sama hvort leikurinn hefði tapast eða unnist.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn