Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2017 21:05 Freyr Alexandersson þakkar fyrir leikinn. vísir/getty „Fyrst og síðast vonbrigði. Þetta kláraðist ekki í kvöld. Þetta var erfiðasti leikurinn tilfinningalega séð,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir 0-3 tap Íslands fyrir Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2017. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit en þangað var stefnan sett fyrir mót. „Þegar við fengum á okkur þetta fyrsta mark var ég hræddur um að þetta myndi gerast; að við myndum fá á okkur annað mark fljótlega aftur því við vorum ekki vel stemmdar í dag. Þetta var mjög lærdómsríkur leikur og allt í kringum hann,“ sagði Freyr. „Við ætluðum okkur að fara áfram og sjáum ekkert eftir því. Leikurinn í dag var undarlegur og erfiður,“ bætti þjálfarinn við. En var þetta ekki slakasti leikur Ísland á mótinu? „Jú, örugglega. Ég átta mig ekki á því. Það er mjög erfitt að spila við þær og við ekki í lagi í kollinum og náum ekki að vinna okkur út úr því. Þá verður leikurinn bara lélegur. Þær refsuðu og voru miklu betri,“ sagði Freyr. Frammistaða Íslands á EM olli vonbrigðum og niðurstaðan var í samræmi í það. Íslendingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum og enduðu í neðsta sæti riðilsins. „Niðurstaðan er margþætt. Í fyrsta lagi vorum við nálægt því að fá eitthvað út úr fyrstu tveimur leikjunum og sýndum að við getum alveg verið nálægt þessum betri þjóðum,“ sagði Freyr. „Við þurfum samt að hafa ofboðslega mikið fyrir öllum hlutum og það er stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini. Það er rosalega mikil vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að fá eitthvað út úr þessu á þessum vettvangi. Við þurfum að leggjast yfir það hvað er best fyrir okkur til að halda dampi.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47 Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16 Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Mikil stemning var á meðal íslenskra stuðningsmanna á Fan Zone í Rotterdam í dag. 26. júlí 2017 17:12 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
„Fyrst og síðast vonbrigði. Þetta kláraðist ekki í kvöld. Þetta var erfiðasti leikurinn tilfinningalega séð,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir 0-3 tap Íslands fyrir Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2017. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit en þangað var stefnan sett fyrir mót. „Þegar við fengum á okkur þetta fyrsta mark var ég hræddur um að þetta myndi gerast; að við myndum fá á okkur annað mark fljótlega aftur því við vorum ekki vel stemmdar í dag. Þetta var mjög lærdómsríkur leikur og allt í kringum hann,“ sagði Freyr. „Við ætluðum okkur að fara áfram og sjáum ekkert eftir því. Leikurinn í dag var undarlegur og erfiður,“ bætti þjálfarinn við. En var þetta ekki slakasti leikur Ísland á mótinu? „Jú, örugglega. Ég átta mig ekki á því. Það er mjög erfitt að spila við þær og við ekki í lagi í kollinum og náum ekki að vinna okkur út úr því. Þá verður leikurinn bara lélegur. Þær refsuðu og voru miklu betri,“ sagði Freyr. Frammistaða Íslands á EM olli vonbrigðum og niðurstaðan var í samræmi í það. Íslendingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum og enduðu í neðsta sæti riðilsins. „Niðurstaðan er margþætt. Í fyrsta lagi vorum við nálægt því að fá eitthvað út úr fyrstu tveimur leikjunum og sýndum að við getum alveg verið nálægt þessum betri þjóðum,“ sagði Freyr. „Við þurfum samt að hafa ofboðslega mikið fyrir öllum hlutum og það er stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini. Það er rosalega mikil vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að fá eitthvað út úr þessu á þessum vettvangi. Við þurfum að leggjast yfir það hvað er best fyrir okkur til að halda dampi.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47 Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16 Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Mikil stemning var á meðal íslenskra stuðningsmanna á Fan Zone í Rotterdam í dag. 26. júlí 2017 17:12 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47
Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16
Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir Mikil stemning var á meðal íslenskra stuðningsmanna á Fan Zone í Rotterdam í dag. 26. júlí 2017 17:12
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30