Ekkert mál að vera báðum megin borðsins Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 25. júlí 2017 17:30 Sonný Lára Þráinsdóttir er markvörður Breiðabliks og þriðji markvörður íslenska landsliðsins. Vísir/Tom Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ekki áhyggjur af aldri þeirra markvarðar sem standa vaktina fyrir Ísland á Evrópumótinu í Hollandi. Allir markverðir liðsins eru skriðnir yfir á fertugsaldur og aðalmarkvörðurinn, Guðbjörg Gunnarsdóttir, þeirra elst 32 ára. Ólafur er markvarðarþjálfari hjá Breiðabliki, bæði karla- og kvennaliðunum, heima á Íslandi. Hann segir það ekki erfitt að vera beggja vegna borðsins þegar kemur að því að velja í landsliðið hverju sinni. „Það svo sem gengur ágætlega. Ég skil bara þarna á milli. Ég fylgist vel með öllum markvörðum á landinu,“ sagði Ólafur á fundi með blaðamönnum í gær. Sandra Sig spilaði um tíma í atvinnumennsku en er nú markvörður Vals í Pepsi-deild kvenna.Vísir/Tom Auk Guðbjargar eru Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, í hópnum. Ólafur þekkir því vel til Sonnýjar sem hann þjálfar á hverjum degi. „Þegar kemur að því að velja liðið þá vel ég bara þá þrjá sem við teljum besta hverju sinni,“ sagði Ólafur og benti á að hann veldi markverðina í samvinnu við hina þjálfarana, þá Frey Alexandersson og Ásmund Guðna Haraldsson. „Nú erum við með þrjá bestu hér, svo er bara spurningin hvað gerist í framtíðinni.“ Ólafur telur landsliðið ágætlega sett með markverði. „Við erum með efnilega markverði heima. Berglindi í Stjörnunni og Bryndísi Láru sem bankaði hressilega á dyrnar í sumar,“ sagði Ólafur. „Eins og þið vitið er ég að þjálfa einn sem er rúmlega fertugur í Breiðabliki og er ennþá í toppstandi.“ Vísaði Ólafur þar til Gunnleifs Gunnleifssonar sem var fastamaður í A-landsliðshópi Íslands allt þar til í fyrra. Freyr Alexandersson ræðir við Guðbjörgu Gunnarsdóttur markvörð á æfingu landsliðsins í Hollandi.Vísir/Tom „Þetta eru allt markmenn á góðum aldri, geta haldið áfram en við erum líka með efnilega markverði sem bíða og banka á dyrnar.“ Freyr bætti við að það væri mikilvægt að halda áfram að framleiða góða leikmenn í markmannsstöðuna. „Ég held það sé eins með markverði og aðrar leikstöður. Við þurfum að vera á tánum, passa okkur að búa til framúrskarandi leikmenn. Leggja mikla vinnu á okkur til þess. Við eigum yngri markverði en þá sem Ólafur nefnir sem eru efnilegir. En það er eitt að vera efnilegur sem unglingur og taka svo þetta stóra skref sem við erum að sjá hvert fótboltinn er að þróast. Umræðuna um markmannsstöðuna má sjá eftir tæpar sjö mínútur í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Fleiri fréttir Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ekki áhyggjur af aldri þeirra markvarðar sem standa vaktina fyrir Ísland á Evrópumótinu í Hollandi. Allir markverðir liðsins eru skriðnir yfir á fertugsaldur og aðalmarkvörðurinn, Guðbjörg Gunnarsdóttir, þeirra elst 32 ára. Ólafur er markvarðarþjálfari hjá Breiðabliki, bæði karla- og kvennaliðunum, heima á Íslandi. Hann segir það ekki erfitt að vera beggja vegna borðsins þegar kemur að því að velja í landsliðið hverju sinni. „Það svo sem gengur ágætlega. Ég skil bara þarna á milli. Ég fylgist vel með öllum markvörðum á landinu,“ sagði Ólafur á fundi með blaðamönnum í gær. Sandra Sig spilaði um tíma í atvinnumennsku en er nú markvörður Vals í Pepsi-deild kvenna.Vísir/Tom Auk Guðbjargar eru Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, í hópnum. Ólafur þekkir því vel til Sonnýjar sem hann þjálfar á hverjum degi. „Þegar kemur að því að velja liðið þá vel ég bara þá þrjá sem við teljum besta hverju sinni,“ sagði Ólafur og benti á að hann veldi markverðina í samvinnu við hina þjálfarana, þá Frey Alexandersson og Ásmund Guðna Haraldsson. „Nú erum við með þrjá bestu hér, svo er bara spurningin hvað gerist í framtíðinni.“ Ólafur telur landsliðið ágætlega sett með markverði. „Við erum með efnilega markverði heima. Berglindi í Stjörnunni og Bryndísi Láru sem bankaði hressilega á dyrnar í sumar,“ sagði Ólafur. „Eins og þið vitið er ég að þjálfa einn sem er rúmlega fertugur í Breiðabliki og er ennþá í toppstandi.“ Vísaði Ólafur þar til Gunnleifs Gunnleifssonar sem var fastamaður í A-landsliðshópi Íslands allt þar til í fyrra. Freyr Alexandersson ræðir við Guðbjörgu Gunnarsdóttur markvörð á æfingu landsliðsins í Hollandi.Vísir/Tom „Þetta eru allt markmenn á góðum aldri, geta haldið áfram en við erum líka með efnilega markverði sem bíða og banka á dyrnar.“ Freyr bætti við að það væri mikilvægt að halda áfram að framleiða góða leikmenn í markmannsstöðuna. „Ég held það sé eins með markverði og aðrar leikstöður. Við þurfum að vera á tánum, passa okkur að búa til framúrskarandi leikmenn. Leggja mikla vinnu á okkur til þess. Við eigum yngri markverði en þá sem Ólafur nefnir sem eru efnilegir. En það er eitt að vera efnilegur sem unglingur og taka svo þetta stóra skref sem við erum að sjá hvert fótboltinn er að þróast. Umræðuna um markmannsstöðuna má sjá eftir tæpar sjö mínútur í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Fleiri fréttir Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira