Linda Wenzel gæti hlotið dauðadóm í Írak: „Mig langar bara að komast burt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 11:15 Talið er að Linda hafi gengið til liðs við hin alræmdu hryðjuverkasamtök ISIS. Hún fannst heil á húfi í Írak. Vísir/AP Það var fyrir um ári sem foreldrar Lindu Wenzel, þýskrar unglingsstúlku sem handtekin var á meðal ISIS-liða í Mósúl í Írak í síðustu viku, byrjuðu að leita að dóttur sinni eftir að hún hvarf frá heimabæ þeirra Pulsnitz nálægt borginni Dresden. Þýsk yfirvöld staðfestu í gær að Linda væri fundin heil á húfi, það er ekkert amar að henni líkamlega en óljóst er hvernig andleg líðan stúlkunnar er. Talið er að Linda hafi flúið að heiman fyrir ári síðan til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS en hún var ein af fimm konum sem öryggissveit írakska hersins handtók þegar herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl. En hver er Linda, þessi unglingsstúlka frá smábænum Pulsnitz, sem gekk, að því virðist, til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök?Gríðarleg eyðilegging blasir við í borginni Mósúl eftir bardagana þar undanfarið.vísir/gettyGóður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á netinu Írakski blaðamaðurinn Amir Musawy heimsótti Lindu í síðustu viku en hann var hluti af rannsóknarteymi þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung og ríkisstöðvanna NDR og WDR. Musawy segir að hann hafi verið fyrsti blaðamaðurinn til að hitta Lindu eftir að öryggissveitirnar fundu hana. „Mér virtist sem hún skildi ekki alveg hvað hafði komið fyrir hana eða hvað hún hafði gert,“ er haft eftir Musawy á vef CNN. Þar er vísað í umfjöllun Süddeutsche Zeitung og viðtals Musawy við Lindu. „Mig langar bara að komast burt. Mig langar að komast burt frá þessu stríði, burt frá öllum þessu vopnum, burt úr hávaðanum,“ sagði Linda. Þá kvaðst hún einnig vera tilbúin að bera vitni. Talið er að Linda hafa flúið að heiman stuttu eftir að hún tók upp íslamstrú. Hún var góður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á internetinu. Hún var allt í einu að hlusta á arabíska tónlist í staðinn fyrir rapp og ekki leið á löngu þar til hún var farin að ganga með slæðu.Giftist vígamanni ISIS sem lést skömmu eftir brúðkaupið Linda hitti tilvonandi eiginmann sinn, vígamann fyrir ISIS-samtökin, á netinu. Hún ferðaðist til Istanbúl í Tyrklandi í júlí í fyrra og sagði við Musawy að það hafi hún verið flutt, gegn vilja sínum, til Mósúl. Þegar þangað var komið giftist hún vígamanni ISIS en hann lét lífið í bardaga skömmu síðar. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times var Linda í felum í kjallara í Mósúl þegar öryggissveitirnar fundu hana og handtóku. Hún var þá með sár á fótlegg sem hún sagði vera eftir loftárás en kvaðst að öðru leyti hafa það ágætt. Haft var eftir föður Lindu í þýskum fjölmiðlum að hann hefði brotnað saman þegar hann fékk fregnir af því að hún væri á lífi. „Ég vona svo sannarlega að Linda komist heilu og höldnu heim. Ég mun alltaf vera til staðar fyrir hana.“ Ekki liggur enn fyrir hvort að Linda muni snúa heim til Þýskalands þar sem hennar gætu beðið réttarhöld í Írak verði það staðfest að hún hafi gengið til liðs við ISIS. Þá er hugsanlegt að hún verði dæmd til dauða. Meira en 930 manns, þar á meðal börn, hafa farið frá Þýskalandi til Íraks og Sýrlands til að berjast með ISIS. Þýsk yfirvöld telja að um 20 prósent af þessum fjölda séu ungar stúlkar og konur. Tengdar fréttir Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. 24. júlí 2017 20:20 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Það var fyrir um ári sem foreldrar Lindu Wenzel, þýskrar unglingsstúlku sem handtekin var á meðal ISIS-liða í Mósúl í Írak í síðustu viku, byrjuðu að leita að dóttur sinni eftir að hún hvarf frá heimabæ þeirra Pulsnitz nálægt borginni Dresden. Þýsk yfirvöld staðfestu í gær að Linda væri fundin heil á húfi, það er ekkert amar að henni líkamlega en óljóst er hvernig andleg líðan stúlkunnar er. Talið er að Linda hafi flúið að heiman fyrir ári síðan til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS en hún var ein af fimm konum sem öryggissveit írakska hersins handtók þegar herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl. En hver er Linda, þessi unglingsstúlka frá smábænum Pulsnitz, sem gekk, að því virðist, til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök?Gríðarleg eyðilegging blasir við í borginni Mósúl eftir bardagana þar undanfarið.vísir/gettyGóður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á netinu Írakski blaðamaðurinn Amir Musawy heimsótti Lindu í síðustu viku en hann var hluti af rannsóknarteymi þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung og ríkisstöðvanna NDR og WDR. Musawy segir að hann hafi verið fyrsti blaðamaðurinn til að hitta Lindu eftir að öryggissveitirnar fundu hana. „Mér virtist sem hún skildi ekki alveg hvað hafði komið fyrir hana eða hvað hún hafði gert,“ er haft eftir Musawy á vef CNN. Þar er vísað í umfjöllun Süddeutsche Zeitung og viðtals Musawy við Lindu. „Mig langar bara að komast burt. Mig langar að komast burt frá þessu stríði, burt frá öllum þessu vopnum, burt úr hávaðanum,“ sagði Linda. Þá kvaðst hún einnig vera tilbúin að bera vitni. Talið er að Linda hafa flúið að heiman stuttu eftir að hún tók upp íslamstrú. Hún var góður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á internetinu. Hún var allt í einu að hlusta á arabíska tónlist í staðinn fyrir rapp og ekki leið á löngu þar til hún var farin að ganga með slæðu.Giftist vígamanni ISIS sem lést skömmu eftir brúðkaupið Linda hitti tilvonandi eiginmann sinn, vígamann fyrir ISIS-samtökin, á netinu. Hún ferðaðist til Istanbúl í Tyrklandi í júlí í fyrra og sagði við Musawy að það hafi hún verið flutt, gegn vilja sínum, til Mósúl. Þegar þangað var komið giftist hún vígamanni ISIS en hann lét lífið í bardaga skömmu síðar. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times var Linda í felum í kjallara í Mósúl þegar öryggissveitirnar fundu hana og handtóku. Hún var þá með sár á fótlegg sem hún sagði vera eftir loftárás en kvaðst að öðru leyti hafa það ágætt. Haft var eftir föður Lindu í þýskum fjölmiðlum að hann hefði brotnað saman þegar hann fékk fregnir af því að hún væri á lífi. „Ég vona svo sannarlega að Linda komist heilu og höldnu heim. Ég mun alltaf vera til staðar fyrir hana.“ Ekki liggur enn fyrir hvort að Linda muni snúa heim til Þýskalands þar sem hennar gætu beðið réttarhöld í Írak verði það staðfest að hún hafi gengið til liðs við ISIS. Þá er hugsanlegt að hún verði dæmd til dauða. Meira en 930 manns, þar á meðal börn, hafa farið frá Þýskalandi til Íraks og Sýrlands til að berjast með ISIS. Þýsk yfirvöld telja að um 20 prósent af þessum fjölda séu ungar stúlkar og konur.
Tengdar fréttir Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. 24. júlí 2017 20:20 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. 24. júlí 2017 20:20