Heimtar að Putin láti af stuðningi við aðskilnaðarsinna Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2017 23:33 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. Vísir/EPA Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, fór fram á í dag að Vladimir Putin, forseti Rússlands, léti af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Leiðtogarnir ræddu saman í síma í dag í um tvær klukkustundir ásamt þeim Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Átök hafa blossað upp að nýju í mánuðinum, eins og þau hafa gert á hverju sumri frá því að átökin hófust í apríl 2014, og Rússar eru sagðir hafa flutt herdeildir að landamærum Úkraínu. Talsmaður Putin neitaði því ekki í dag, heldur sagði Rússa hafa rétt á því að flytja herdeildir innan landamæra sinna. Erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, Kurt Volker, segir að ástandið sé farið að líkjast hefðbundnu stríði.Volker segir einnig að yfirvöld í Bandaríkjunum séu að íhuga að senda stjórnvöldum í Kænugarði vopn til að berjast gegn aðskilnaðarsinnunum. Sameinuðu þjóðirnar segja minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum frá því að þau hófust, skömmu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu. Rúmlega 1,6 milljón manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt þrætt fyrir að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnunum með bæði vopnum og mönnum. Fjölmargir rússneskir hermenn hafa látið lífið í Úkraínu og verið handsamaðir, en yfirvöld hafa meðal annars sagt þá hafa farið til Úkraínu í fríi sínu, eða þeir hafi verið hættir í hernum. Æðsti yfirmaður aðskilnaðarsinnanna, Alexander Zakharchenko, sagði í síðustu viku að hann vildi byggja nýtt ríki á grunni Úkraínu. Það ætti að heita „Malorossiya“ eða Litla Rússland. Friðarsamkomulag var undirritað í Hvíta-Rússlandi í febrúar 2015. Það hefur þó margsinnis verið brotið af báðum aðilum. Enn er þó talið að það sé besta leiðin að friði í Úkraínu og var áðurnefnt símtal liður í að reyna að endurvekja það. Úkraína Tengdar fréttir Úkraína vill inn í NATO Ríkisstjórn Úkraínu tilkynnti í dag að viðræður við Atlantshafsbandalagið munu hefjast á næstunni. 10. júlí 2017 14:38 Níu hermenn létu lífið í Úkraínu Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. 20. júlí 2017 15:44 Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson. 9. júlí 2017 20:04 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, fór fram á í dag að Vladimir Putin, forseti Rússlands, léti af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Leiðtogarnir ræddu saman í síma í dag í um tvær klukkustundir ásamt þeim Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Átök hafa blossað upp að nýju í mánuðinum, eins og þau hafa gert á hverju sumri frá því að átökin hófust í apríl 2014, og Rússar eru sagðir hafa flutt herdeildir að landamærum Úkraínu. Talsmaður Putin neitaði því ekki í dag, heldur sagði Rússa hafa rétt á því að flytja herdeildir innan landamæra sinna. Erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, Kurt Volker, segir að ástandið sé farið að líkjast hefðbundnu stríði.Volker segir einnig að yfirvöld í Bandaríkjunum séu að íhuga að senda stjórnvöldum í Kænugarði vopn til að berjast gegn aðskilnaðarsinnunum. Sameinuðu þjóðirnar segja minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum frá því að þau hófust, skömmu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu. Rúmlega 1,6 milljón manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt þrætt fyrir að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnunum með bæði vopnum og mönnum. Fjölmargir rússneskir hermenn hafa látið lífið í Úkraínu og verið handsamaðir, en yfirvöld hafa meðal annars sagt þá hafa farið til Úkraínu í fríi sínu, eða þeir hafi verið hættir í hernum. Æðsti yfirmaður aðskilnaðarsinnanna, Alexander Zakharchenko, sagði í síðustu viku að hann vildi byggja nýtt ríki á grunni Úkraínu. Það ætti að heita „Malorossiya“ eða Litla Rússland. Friðarsamkomulag var undirritað í Hvíta-Rússlandi í febrúar 2015. Það hefur þó margsinnis verið brotið af báðum aðilum. Enn er þó talið að það sé besta leiðin að friði í Úkraínu og var áðurnefnt símtal liður í að reyna að endurvekja það.
Úkraína Tengdar fréttir Úkraína vill inn í NATO Ríkisstjórn Úkraínu tilkynnti í dag að viðræður við Atlantshafsbandalagið munu hefjast á næstunni. 10. júlí 2017 14:38 Níu hermenn létu lífið í Úkraínu Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. 20. júlí 2017 15:44 Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson. 9. júlí 2017 20:04 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Úkraína vill inn í NATO Ríkisstjórn Úkraínu tilkynnti í dag að viðræður við Atlantshafsbandalagið munu hefjast á næstunni. 10. júlí 2017 14:38
Níu hermenn létu lífið í Úkraínu Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. 20. júlí 2017 15:44
Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson. 9. júlí 2017 20:04
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10