Fordæmir ræsi frá Vegagerðinni á „heilögu svæði“ í Landmannalaugum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2017 06:00 Nýju ræsin tvö í Landmannalaugum og raskið í kring um þau þykja lítil staðarprýði. Mynd/Smári Róbertsson „Það eina rétta í stöðunni er að þetta verði fjarlægt þegar í stað,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, um ræsi sem fyrirvaralaust voru sett ofan í Laugalæk við Landmannalaugar um þarsíðustu helgi. Ræsunum var komið fyrir af verktaka á vegum Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Óhætt er að segja að framkvæmdin hafi farið illa í þá sem starfa í Landmannalaugum eða tengjast staðnum á einhvern hátt. Forundran og hörð gagnrýni einkennir umræðu um málið. „Það er mikil reiði og hneykslan meðal ferðaþjónustuaðila á svæðinu,“ segir Páll. Hann bendir á að mannvirkið breyti upplifun fólks af óspilltri náttúru og því að keyra yfir ár og læki. Þarna kemur þessi stórfellda framkvæmd mitt inn í þetta heilaga svæði.“Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.vísir/stefánLaugalækur rennur úr Landmannalaugum og er fyrir innan Námskvísl sem enn er óbrúuð. „Við höfðum enga hugmynd um þetta og enginn sem við heyrðum í virtist vita nokkuð um þetta. Að því er virðist var þetta gert án vitundar og samráðs við nokkurn mann,“ segir Páll sem kveðst hafa fengið haldlitlar skýringu á málinu hjá Vegagerðinni. „Hún var á þeim nótum að þarna væru bílar að festa sig og yrðu drullugir,“ Páll segir slæmt að framkvæmdin sé þvert á öll áform í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu þar sem færa eigi bílastæði og rýma. Landmannalaugar af mannvirkjum. „Allar aðrar framkvæmdir hafa verið óheimilar á meðan og þarna kemur allt í einu þessi stórgerða framkvæmd sem virðist einhvern veginn fara fram hjá öllu kerfinu. Það er verið að bæta aðgengi og gefa möguleika á að Yaris bílaleigubílar streymi þarna inn eftir. Og þetta er líka algerlega þvert gegn sýninni um óspillta náttúru á svæðinu.“Fara þarf yfir Námskvísl áður en komið er að ræsunum yfir Laugalæk.Mynd/Smári RóbertssonPáll segir umferð inn á svæðið ekki hafa aukist enn vegna framkvæmdarinnar. „En þetta býður hættunni heim að einhverjir freistist til að keyra á fólksbílum yfir Námskvíslina þegar þeir sjá þessi ræsi í Laugalæk hinum megin við ána. Þegar þú ert kominn á hinn bakkann og sérð að þarna er kominn vegur eru meiri líkur á að þú leggir af stað. Þar væri bæði hætta fyrir fólk og farartæki því Námskvísl getur verið erfið viðureignar.“ Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir Vegagerðina hafa rætt hugmyndina við stofnunina. „Svo hefur farið framhjá þeim að þetta þyrfti að fara í gegnum leyfisveitingu,“ segir Hákon og bætir við að fólk átti sig ekki oft á því hvað sé leyfisskilt. Hvorki náðist í gær tal af Svani G. Bjarnasyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi, né Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra sem fer með skipulagsvald á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
„Það eina rétta í stöðunni er að þetta verði fjarlægt þegar í stað,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, um ræsi sem fyrirvaralaust voru sett ofan í Laugalæk við Landmannalaugar um þarsíðustu helgi. Ræsunum var komið fyrir af verktaka á vegum Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Óhætt er að segja að framkvæmdin hafi farið illa í þá sem starfa í Landmannalaugum eða tengjast staðnum á einhvern hátt. Forundran og hörð gagnrýni einkennir umræðu um málið. „Það er mikil reiði og hneykslan meðal ferðaþjónustuaðila á svæðinu,“ segir Páll. Hann bendir á að mannvirkið breyti upplifun fólks af óspilltri náttúru og því að keyra yfir ár og læki. Þarna kemur þessi stórfellda framkvæmd mitt inn í þetta heilaga svæði.“Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.vísir/stefánLaugalækur rennur úr Landmannalaugum og er fyrir innan Námskvísl sem enn er óbrúuð. „Við höfðum enga hugmynd um þetta og enginn sem við heyrðum í virtist vita nokkuð um þetta. Að því er virðist var þetta gert án vitundar og samráðs við nokkurn mann,“ segir Páll sem kveðst hafa fengið haldlitlar skýringu á málinu hjá Vegagerðinni. „Hún var á þeim nótum að þarna væru bílar að festa sig og yrðu drullugir,“ Páll segir slæmt að framkvæmdin sé þvert á öll áform í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu þar sem færa eigi bílastæði og rýma. Landmannalaugar af mannvirkjum. „Allar aðrar framkvæmdir hafa verið óheimilar á meðan og þarna kemur allt í einu þessi stórgerða framkvæmd sem virðist einhvern veginn fara fram hjá öllu kerfinu. Það er verið að bæta aðgengi og gefa möguleika á að Yaris bílaleigubílar streymi þarna inn eftir. Og þetta er líka algerlega þvert gegn sýninni um óspillta náttúru á svæðinu.“Fara þarf yfir Námskvísl áður en komið er að ræsunum yfir Laugalæk.Mynd/Smári RóbertssonPáll segir umferð inn á svæðið ekki hafa aukist enn vegna framkvæmdarinnar. „En þetta býður hættunni heim að einhverjir freistist til að keyra á fólksbílum yfir Námskvíslina þegar þeir sjá þessi ræsi í Laugalæk hinum megin við ána. Þegar þú ert kominn á hinn bakkann og sérð að þarna er kominn vegur eru meiri líkur á að þú leggir af stað. Þar væri bæði hætta fyrir fólk og farartæki því Námskvísl getur verið erfið viðureignar.“ Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir Vegagerðina hafa rætt hugmyndina við stofnunina. „Svo hefur farið framhjá þeim að þetta þyrfti að fara í gegnum leyfisveitingu,“ segir Hákon og bætir við að fólk átti sig ekki oft á því hvað sé leyfisskilt. Hvorki náðist í gær tal af Svani G. Bjarnasyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi, né Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra sem fer með skipulagsvald á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira