Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júlí 2017 07:00 Það er líklega enginn frasi vinsælli í dægurmenningu í dag heldur en að lifa í núinu. Hver er svo annar vinsælasti frasinn? Nú að njóta auðvitað. Ég velti því oft fyrir mér hvað honum langafa mínum, ofvirkum sjómanni sem prjónaði sokka þá fáu tíma sem hann var í landi, hefði fundist um það að fólk þyrfti að keyra lengst út í buskann, jú eða hoppa upp í flugvél, stilla upp vel völdum mat/víni/bók til hins eins að sýna að það væri svo sannarlega að lifa í núinu og NJÓTA. Róttæk pæling er þessi, erum við ekki bara að lifa ágætlega mikið í núinu eins og er? Mér finnst til dæmis unaður stundum að þvo og ganga frá þvotti. Þá verða föt sem mér þykir afar vænt um eins og ný og ég hlakka til að vera aftur í þeim. Ætli mér myndi finnast þetta jafn ágæt dægradvöl ef ég myndi hugsa um það hversu oft þessi endurtekning biði mín á lífsleiðinni. Það myndi svo sannarlega skemma upplifunina að hugsa allt of mikið um þetta. Sannleikurinn er sá að við brjótum nú þegar líf okkar upp í áfanga og lifum í þeim á hverjum tíma. Það hugsa fæstir um næstu fjörutíu árin á skrifstofunni, bara um næstu mánuði fram að jólafríinu, eða sumarfríinu, eða frídögunum sem á að verja á Tenerife. Annars myndi líklega öllum fallast hendur í raunveruleikanum. Maður þarf ekki endilega að fara neitt til að njóta eða vera í núinu. Hversdagsleikinn hefur líka upp á það að bjóða ef að maður gefur sér tíma til að sjá það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sæunn Gísladóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun
Það er líklega enginn frasi vinsælli í dægurmenningu í dag heldur en að lifa í núinu. Hver er svo annar vinsælasti frasinn? Nú að njóta auðvitað. Ég velti því oft fyrir mér hvað honum langafa mínum, ofvirkum sjómanni sem prjónaði sokka þá fáu tíma sem hann var í landi, hefði fundist um það að fólk þyrfti að keyra lengst út í buskann, jú eða hoppa upp í flugvél, stilla upp vel völdum mat/víni/bók til hins eins að sýna að það væri svo sannarlega að lifa í núinu og NJÓTA. Róttæk pæling er þessi, erum við ekki bara að lifa ágætlega mikið í núinu eins og er? Mér finnst til dæmis unaður stundum að þvo og ganga frá þvotti. Þá verða föt sem mér þykir afar vænt um eins og ný og ég hlakka til að vera aftur í þeim. Ætli mér myndi finnast þetta jafn ágæt dægradvöl ef ég myndi hugsa um það hversu oft þessi endurtekning biði mín á lífsleiðinni. Það myndi svo sannarlega skemma upplifunina að hugsa allt of mikið um þetta. Sannleikurinn er sá að við brjótum nú þegar líf okkar upp í áfanga og lifum í þeim á hverjum tíma. Það hugsa fæstir um næstu fjörutíu árin á skrifstofunni, bara um næstu mánuði fram að jólafríinu, eða sumarfríinu, eða frídögunum sem á að verja á Tenerife. Annars myndi líklega öllum fallast hendur í raunveruleikanum. Maður þarf ekki endilega að fara neitt til að njóta eða vera í núinu. Hversdagsleikinn hefur líka upp á það að bjóða ef að maður gefur sér tíma til að sjá það.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun