Svona er gjaldtakan á landinu Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júlí 2017 06:00 Gjaldtaka hófst á föstudag við bílastæðin við Seljalandsfoss. Mynd/Jóhannes K. Kristjánsson Gjaldtaka hófst við bílastæði Seljalandsfoss á föstudag og hefur gengið vel að sögn Kristjáns Ólafssonar, bónda og formanns landeigendafélagsins við Seljalandsfoss. Kristján segir að verið sé að innheimta gjald til að byggja upp svæðið og varna frekari skemmdum. Hann segist ekki vita hversu margir gestir borguðu gjald á þessum tíma, en árlega koma 600 til 800 þúsund gestir að Seljalandsfossi. „Það var ekkert annað í boði. Við höfum sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða síðustu tvö ár og fengum neitun í bæði skiptin til að gera bílastæði og koma upp salernisaðstöðu. Rangárþing eystra hefur séð um að reka þetta svæði algjörlega og það er ekki réttlætanlegt að svona fámennt sveitarfélag standi undir svona miklum útgjöldum,“ segir Kristján.Seljalandsfoss er sá síðasti í röð ferðamannastaða þar sem nú er rukkað annaðhvort fyrir inngöngu, bílastæði eða salernisaðstöðu. Meðal annarra staða þar sem það er gert eru Kerið, Þingvellir og Helgafell á Snæfellsnesi. Fyrir nokkrum árum hófst gjaldtaka við nokkra hella. Nú síðast hófst slík gjaldtaka í Raufarhólshelli þar sem kostar tæpar 5.000 krónur inn í sumar en hækkar í haust í 6.500 krónur. Gjöldin hafa skilað milljónum í kassann. En á Þingvöllum skiluðu bílastæðagjöld um 70 milljónum króna á hálfsárstímabili í fyrra. Þar er rukkað um fimm hundruð krónur á hvern fólksbíl, en 3.000 fyrir rútur. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Hún verður hafin í Skaftafelli og við Dettifoss. Síðsumars hefst gjaldtaka þjónustugjalds í Skaftafelli sem mun nema 600 krónum fyrir fólksbifreið í sólarhring. Gjaldið verður hærra fyrir rútur. Fleiri staðir hafa skoðað að gera það en ekki fengið leyfi eða verið bannað að rukka inn eftir að gjaldtaka hófst, til að mynda Leirhnjúkur í Mývatnssveit, Geysir og Hraunfossar. Annars staðar er gjaldtaka til athugunar, til dæmis á bílastæðum hjá Sólheimajökli. Málið er í vinnslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær af henni verður. Einnig er unnið að gjaldtöku vegna bílastæða við Jökulsárlón. Svo virðist sem mest sé um gjaldtöku þessa stundina á Suðurlandi, en einnig eru nokkur svæði á Vesturlandi. Lítið sem ekkert er um gjaldtökur á Austurlandi eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Hundrað krónu klósettgjald er við Egilsstaðastofu, en ekki virðist vera gjaldtaka við náttúruperlur á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Gjaldtaka hófst við bílastæði Seljalandsfoss á föstudag og hefur gengið vel að sögn Kristjáns Ólafssonar, bónda og formanns landeigendafélagsins við Seljalandsfoss. Kristján segir að verið sé að innheimta gjald til að byggja upp svæðið og varna frekari skemmdum. Hann segist ekki vita hversu margir gestir borguðu gjald á þessum tíma, en árlega koma 600 til 800 þúsund gestir að Seljalandsfossi. „Það var ekkert annað í boði. Við höfum sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða síðustu tvö ár og fengum neitun í bæði skiptin til að gera bílastæði og koma upp salernisaðstöðu. Rangárþing eystra hefur séð um að reka þetta svæði algjörlega og það er ekki réttlætanlegt að svona fámennt sveitarfélag standi undir svona miklum útgjöldum,“ segir Kristján.Seljalandsfoss er sá síðasti í röð ferðamannastaða þar sem nú er rukkað annaðhvort fyrir inngöngu, bílastæði eða salernisaðstöðu. Meðal annarra staða þar sem það er gert eru Kerið, Þingvellir og Helgafell á Snæfellsnesi. Fyrir nokkrum árum hófst gjaldtaka við nokkra hella. Nú síðast hófst slík gjaldtaka í Raufarhólshelli þar sem kostar tæpar 5.000 krónur inn í sumar en hækkar í haust í 6.500 krónur. Gjöldin hafa skilað milljónum í kassann. En á Þingvöllum skiluðu bílastæðagjöld um 70 milljónum króna á hálfsárstímabili í fyrra. Þar er rukkað um fimm hundruð krónur á hvern fólksbíl, en 3.000 fyrir rútur. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Hún verður hafin í Skaftafelli og við Dettifoss. Síðsumars hefst gjaldtaka þjónustugjalds í Skaftafelli sem mun nema 600 krónum fyrir fólksbifreið í sólarhring. Gjaldið verður hærra fyrir rútur. Fleiri staðir hafa skoðað að gera það en ekki fengið leyfi eða verið bannað að rukka inn eftir að gjaldtaka hófst, til að mynda Leirhnjúkur í Mývatnssveit, Geysir og Hraunfossar. Annars staðar er gjaldtaka til athugunar, til dæmis á bílastæðum hjá Sólheimajökli. Málið er í vinnslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær af henni verður. Einnig er unnið að gjaldtöku vegna bílastæða við Jökulsárlón. Svo virðist sem mest sé um gjaldtöku þessa stundina á Suðurlandi, en einnig eru nokkur svæði á Vesturlandi. Lítið sem ekkert er um gjaldtökur á Austurlandi eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Hundrað krónu klósettgjald er við Egilsstaðastofu, en ekki virðist vera gjaldtaka við náttúruperlur á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira