Svona er gjaldtakan á landinu Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júlí 2017 06:00 Gjaldtaka hófst á föstudag við bílastæðin við Seljalandsfoss. Mynd/Jóhannes K. Kristjánsson Gjaldtaka hófst við bílastæði Seljalandsfoss á föstudag og hefur gengið vel að sögn Kristjáns Ólafssonar, bónda og formanns landeigendafélagsins við Seljalandsfoss. Kristján segir að verið sé að innheimta gjald til að byggja upp svæðið og varna frekari skemmdum. Hann segist ekki vita hversu margir gestir borguðu gjald á þessum tíma, en árlega koma 600 til 800 þúsund gestir að Seljalandsfossi. „Það var ekkert annað í boði. Við höfum sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða síðustu tvö ár og fengum neitun í bæði skiptin til að gera bílastæði og koma upp salernisaðstöðu. Rangárþing eystra hefur séð um að reka þetta svæði algjörlega og það er ekki réttlætanlegt að svona fámennt sveitarfélag standi undir svona miklum útgjöldum,“ segir Kristján.Seljalandsfoss er sá síðasti í röð ferðamannastaða þar sem nú er rukkað annaðhvort fyrir inngöngu, bílastæði eða salernisaðstöðu. Meðal annarra staða þar sem það er gert eru Kerið, Þingvellir og Helgafell á Snæfellsnesi. Fyrir nokkrum árum hófst gjaldtaka við nokkra hella. Nú síðast hófst slík gjaldtaka í Raufarhólshelli þar sem kostar tæpar 5.000 krónur inn í sumar en hækkar í haust í 6.500 krónur. Gjöldin hafa skilað milljónum í kassann. En á Þingvöllum skiluðu bílastæðagjöld um 70 milljónum króna á hálfsárstímabili í fyrra. Þar er rukkað um fimm hundruð krónur á hvern fólksbíl, en 3.000 fyrir rútur. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Hún verður hafin í Skaftafelli og við Dettifoss. Síðsumars hefst gjaldtaka þjónustugjalds í Skaftafelli sem mun nema 600 krónum fyrir fólksbifreið í sólarhring. Gjaldið verður hærra fyrir rútur. Fleiri staðir hafa skoðað að gera það en ekki fengið leyfi eða verið bannað að rukka inn eftir að gjaldtaka hófst, til að mynda Leirhnjúkur í Mývatnssveit, Geysir og Hraunfossar. Annars staðar er gjaldtaka til athugunar, til dæmis á bílastæðum hjá Sólheimajökli. Málið er í vinnslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær af henni verður. Einnig er unnið að gjaldtöku vegna bílastæða við Jökulsárlón. Svo virðist sem mest sé um gjaldtöku þessa stundina á Suðurlandi, en einnig eru nokkur svæði á Vesturlandi. Lítið sem ekkert er um gjaldtökur á Austurlandi eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Hundrað krónu klósettgjald er við Egilsstaðastofu, en ekki virðist vera gjaldtaka við náttúruperlur á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Sjá meira
Gjaldtaka hófst við bílastæði Seljalandsfoss á föstudag og hefur gengið vel að sögn Kristjáns Ólafssonar, bónda og formanns landeigendafélagsins við Seljalandsfoss. Kristján segir að verið sé að innheimta gjald til að byggja upp svæðið og varna frekari skemmdum. Hann segist ekki vita hversu margir gestir borguðu gjald á þessum tíma, en árlega koma 600 til 800 þúsund gestir að Seljalandsfossi. „Það var ekkert annað í boði. Við höfum sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða síðustu tvö ár og fengum neitun í bæði skiptin til að gera bílastæði og koma upp salernisaðstöðu. Rangárþing eystra hefur séð um að reka þetta svæði algjörlega og það er ekki réttlætanlegt að svona fámennt sveitarfélag standi undir svona miklum útgjöldum,“ segir Kristján.Seljalandsfoss er sá síðasti í röð ferðamannastaða þar sem nú er rukkað annaðhvort fyrir inngöngu, bílastæði eða salernisaðstöðu. Meðal annarra staða þar sem það er gert eru Kerið, Þingvellir og Helgafell á Snæfellsnesi. Fyrir nokkrum árum hófst gjaldtaka við nokkra hella. Nú síðast hófst slík gjaldtaka í Raufarhólshelli þar sem kostar tæpar 5.000 krónur inn í sumar en hækkar í haust í 6.500 krónur. Gjöldin hafa skilað milljónum í kassann. En á Þingvöllum skiluðu bílastæðagjöld um 70 milljónum króna á hálfsárstímabili í fyrra. Þar er rukkað um fimm hundruð krónur á hvern fólksbíl, en 3.000 fyrir rútur. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Hún verður hafin í Skaftafelli og við Dettifoss. Síðsumars hefst gjaldtaka þjónustugjalds í Skaftafelli sem mun nema 600 krónum fyrir fólksbifreið í sólarhring. Gjaldið verður hærra fyrir rútur. Fleiri staðir hafa skoðað að gera það en ekki fengið leyfi eða verið bannað að rukka inn eftir að gjaldtaka hófst, til að mynda Leirhnjúkur í Mývatnssveit, Geysir og Hraunfossar. Annars staðar er gjaldtaka til athugunar, til dæmis á bílastæðum hjá Sólheimajökli. Málið er í vinnslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær af henni verður. Einnig er unnið að gjaldtöku vegna bílastæða við Jökulsárlón. Svo virðist sem mest sé um gjaldtöku þessa stundina á Suðurlandi, en einnig eru nokkur svæði á Vesturlandi. Lítið sem ekkert er um gjaldtökur á Austurlandi eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Hundrað krónu klósettgjald er við Egilsstaðastofu, en ekki virðist vera gjaldtaka við náttúruperlur á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Sjá meira