Dómarinn breytti vítaspyrnudómi eftir ábendingu frá leikmanni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2017 15:15 Vitulano útskýrir ákvörðun sína. Vísir/Getty Afar óvenjuleg uppákoma var í leik Englands og Spánar á EM kvenna í Hollandi í gær en þá breytti dómari vítaspyrnudómi eftir ábendingu frá leikmanni um hvernig reglurnar væru. Umræddur dómari er Carina Vitulano, ítalskur dómari sem var einnig við störf á leik Íslands og Frakklands og fékk mikla gagnrýni fyrir, enda vildu Íslendingar fá víti í þeim leik. Vitulano dæmdi vítaspyrnu í leiknum í gær, þegar staðan var 1-0 fyrir Englandi. Hún dæmdi hendi á enska varnarmanninn Ellen White en dró svo dóminn skyndilega til baka. Sjá einnig: Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Það gerði hún eftir að Lucy Bronze, varnarmaður Englands, benti henni á að samkvæmt reglunum ætti ekki að dæma víti þegar leikmaður fær boltann óviljandi í höndina. „UEFA sendir dómara á fundi með leikmönnum fyrir mót og þetta kom fram á þeim fundi,“ sagði Bronze í samtali við fjölmiðla eftir leikinn. Hún hrósaði Vitulano fyrir að hafa hugrekki til að breyta ákvörðuninni. „Ég sá þetta gerast. Boltinn fór í fótinn hennar og svo upp í höndina. Ég sagði dómaranum þetta og hún sagði að þetta væri rétt, þetta væru hennar mistök.“ „Ég held að fáir dómarar hafi hugrekki til að viðurkenna svona og breyta dómi í svo mikilvægum leik. Spánverjarnir voru svolítið vonsviknar og pirraðar en ef þær horfa aftur á atvikið sjá þær að þetta var algert óviljaverk.“ Leiknum lauk með 2-0 sigri Englands. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti. 18. júlí 2017 19:11 Stelpurnar spila í hvítu og dómarinn frá Ítalíu Von er á tæplega 5000 áhorfendum á leikvanginn sem tekur rétt tæplega fimmtán þúsund áhorfendur í sæti. 18. júlí 2017 14:00 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. 22. júlí 2017 18:28 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Afar óvenjuleg uppákoma var í leik Englands og Spánar á EM kvenna í Hollandi í gær en þá breytti dómari vítaspyrnudómi eftir ábendingu frá leikmanni um hvernig reglurnar væru. Umræddur dómari er Carina Vitulano, ítalskur dómari sem var einnig við störf á leik Íslands og Frakklands og fékk mikla gagnrýni fyrir, enda vildu Íslendingar fá víti í þeim leik. Vitulano dæmdi vítaspyrnu í leiknum í gær, þegar staðan var 1-0 fyrir Englandi. Hún dæmdi hendi á enska varnarmanninn Ellen White en dró svo dóminn skyndilega til baka. Sjá einnig: Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Það gerði hún eftir að Lucy Bronze, varnarmaður Englands, benti henni á að samkvæmt reglunum ætti ekki að dæma víti þegar leikmaður fær boltann óviljandi í höndina. „UEFA sendir dómara á fundi með leikmönnum fyrir mót og þetta kom fram á þeim fundi,“ sagði Bronze í samtali við fjölmiðla eftir leikinn. Hún hrósaði Vitulano fyrir að hafa hugrekki til að breyta ákvörðuninni. „Ég sá þetta gerast. Boltinn fór í fótinn hennar og svo upp í höndina. Ég sagði dómaranum þetta og hún sagði að þetta væri rétt, þetta væru hennar mistök.“ „Ég held að fáir dómarar hafi hugrekki til að viðurkenna svona og breyta dómi í svo mikilvægum leik. Spánverjarnir voru svolítið vonsviknar og pirraðar en ef þær horfa aftur á atvikið sjá þær að þetta var algert óviljaverk.“ Leiknum lauk með 2-0 sigri Englands.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti. 18. júlí 2017 19:11 Stelpurnar spila í hvítu og dómarinn frá Ítalíu Von er á tæplega 5000 áhorfendum á leikvanginn sem tekur rétt tæplega fimmtán þúsund áhorfendur í sæti. 18. júlí 2017 14:00 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. 22. júlí 2017 18:28 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti. 18. júlí 2017 19:11
Stelpurnar spila í hvítu og dómarinn frá Ítalíu Von er á tæplega 5000 áhorfendum á leikvanginn sem tekur rétt tæplega fimmtán þúsund áhorfendur í sæti. 18. júlí 2017 14:00
Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00
Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. 22. júlí 2017 18:28