Chiara Ferragni opnar verslun Ritstjórn skrifar 24. júlí 2017 10:00 Glamour/Getty Chiara Ferragni hefur notið mikillar velgengi á internetinu sem og á samfélagsmiðlum og segist treysta mikið á framtíðina í þeim heimi. Þrátt fyrir það mun hún opna eigin verslun í Milano í vikunni. Chiara Ferragni er ítalskur bloggari, fatahönnuður og viðskiptakona. Fatamerki hennar ber nafnið Chiara Ferragni og hefur fengist í verslunum eins og Selfridges, Le Bon Marché og Luisa Via Roma. Nú vill hún geta boðið viðskiptavinum í sinn líflega og skemmtilega heim. Síðustu ár hefur hún og hennar teymi prófað sig áfram í svokölluðum ,,pop-up" eða tímabundnum verslunum sem hafa verið mjög vinsælar, og hafa þau því ákveðið næstu skref. Chiara hyggst opna Chiara Ferragni búðir um allan heim, í Evrópu, Asíu, Ameríku og Mið-Austurlöndum. Á áætlun er að hafa opnað 14 búðir í Kína fyrir lok árs 2019. Chiara Ferragni hefur aldeilis látið til sín taka í tískuheiminum síðustu ár, en hún byrjaði með bloggið sitt, The Blonde Salad árið 2009. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og á síðasta ári var hún á lista Forbes 30 undir 30. Chiara rekur vinsælt fatamerki, er eigandi vefsíðunnar The Blonde Salad og hefur verið andlit og talskona margra fyrirtækja í tískuheiminum. Chiara er með 10 milljónir fylgjenda á Instagram. Glamour/Skjáskot This is insane! We're opening our first @chiaraferragnicollection store in Milan next Wednesday in Corso Como And this is only the beginning.. #ChiaraFerragniShoes #ChiaraFerragniCollection A post shared by Chiara Ferragni (@chiaraferragni) on Jul 22, 2017 at 9:13am PDT Mest lesið Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour NYX Professional Makeup bauð í veislu í Kaupmannahöfn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Gwyneth Paltrow prýðir forsíðu InStyle Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour Guðdómlegar yfirhafnir frá Burberry Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour
Chiara Ferragni hefur notið mikillar velgengi á internetinu sem og á samfélagsmiðlum og segist treysta mikið á framtíðina í þeim heimi. Þrátt fyrir það mun hún opna eigin verslun í Milano í vikunni. Chiara Ferragni er ítalskur bloggari, fatahönnuður og viðskiptakona. Fatamerki hennar ber nafnið Chiara Ferragni og hefur fengist í verslunum eins og Selfridges, Le Bon Marché og Luisa Via Roma. Nú vill hún geta boðið viðskiptavinum í sinn líflega og skemmtilega heim. Síðustu ár hefur hún og hennar teymi prófað sig áfram í svokölluðum ,,pop-up" eða tímabundnum verslunum sem hafa verið mjög vinsælar, og hafa þau því ákveðið næstu skref. Chiara hyggst opna Chiara Ferragni búðir um allan heim, í Evrópu, Asíu, Ameríku og Mið-Austurlöndum. Á áætlun er að hafa opnað 14 búðir í Kína fyrir lok árs 2019. Chiara Ferragni hefur aldeilis látið til sín taka í tískuheiminum síðustu ár, en hún byrjaði með bloggið sitt, The Blonde Salad árið 2009. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og á síðasta ári var hún á lista Forbes 30 undir 30. Chiara rekur vinsælt fatamerki, er eigandi vefsíðunnar The Blonde Salad og hefur verið andlit og talskona margra fyrirtækja í tískuheiminum. Chiara er með 10 milljónir fylgjenda á Instagram. Glamour/Skjáskot This is insane! We're opening our first @chiaraferragnicollection store in Milan next Wednesday in Corso Como And this is only the beginning.. #ChiaraFerragniShoes #ChiaraFerragniCollection A post shared by Chiara Ferragni (@chiaraferragni) on Jul 22, 2017 at 9:13am PDT
Mest lesið Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour NYX Professional Makeup bauð í veislu í Kaupmannahöfn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Gwyneth Paltrow prýðir forsíðu InStyle Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour Guðdómlegar yfirhafnir frá Burberry Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour