Slegist um alla iðnnema Sæunn Gísladóttir skrifar 24. júlí 2017 06:00 Sérstaklega mikill skortur er á kjötiðnaðarmönnum í atvinnulífinu, þó er skortur á iðnaðarmönnum í nánast öllum greinum. vísir/stefán Atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi er minna en þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi og mun minna en meðal þeirra sem hafa lokið háskólanámi. Þetta sýna tölur Vinnumálastofnunar. Skólameistari Borgarholtsskóla segir hringt í skólann og beðið eftir iðnmenntuðum nemendum. Í öllum löndum OECD er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi á framhaldsskólastigi en þeirra sem lokið hafa almennu bóknámi á framhaldsskólastigi. Þetta kemur fram í skýrslu OECD, Menntun í hnotskurn 2016. Samkvæmt Vinnumálastofnun voru 315 manns sem lokið hafa iðnnámi atvinnulausir í júní, samanborið við 428 sem lokið höfðu stúdentsprófi. Síðustu tvö ár má sjá að fleiri sem eru með stúdentspróf hafa verið atvinnulausir en þeir sem eru iðnmenntaðir. Jafnframt eru mun fleiri atvinnulausir sem lokið hafa háskólanámi en þeir sem hafa lokið iðnnámi eða stúdentsprófi. Á síðustu tveimur árum nam hlutfall atvinnulausra sem lokið höfðu iðnnámi átta til níu prósentum, stúdentsprófi ellefu til tólf prósentum og háskólanámi 21 til 29 prósentum.Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla.vísir/GVA„Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir nemendum sem eru að brautskrást í málmiðngreinum og bíliðngreinum líka. Það er hringt og beðið eftir öllum nemendunum sem eru að ljúka námi. Það er augljóst að það vantar miklu meira af iðnmenntuðu fólki út í atvinnulífið,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. „Það er mikil eftirspurn eftir því og miklu minni eftirspurn eftir þeim sem eru í akademísku bóklegu námi.“ Það er tvímælalaust mikil ásókn í fólk sem er að klára iðnnám í Tækniskólanum að mati Jóns B. Stefánssonar, skólameistara Tækniskólans. „Allir sem vilja vinna fara að vinna, það er frekar vandamál að verið sé að taka fólk of snemma.“ Jón segir að í uppsveiflu í efnahagslífinu sé eftirspurn eftir því fólki og það hafi áhrif á skólann og aðsóknina. Jóns B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.„Í uppsveiflunni eykst þrýstingurinn á að fá unga fólkið út í vinnu en svo er fólk líka að koma aftur til baka. Því flestir sem fara í iðngreinar ná sér í réttindi, það er langalgengast, þannig að þetta jafnast út,“ segir Jón. Mismunur sé milli greina og sveifla milli tímabila. „Í iðnnáminu hefur verið meiri sókn í byggingagreinar en ekki samt allar. Það vantar fólk í múrsmíði og dúklagnir.“ Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins, segir þetta í raun eina af stóru áskorununum. „Sumt horfir maður á til skemmri tíma og sér grafalvarlega stöðu sem blasir við, það er til dæmis varðandi fólk sem tengist framreiðslustörfum og öðru í ferðaþjónustu. Gríðarlegur skortur er einnig í hefðbundnum tækni- og byggingagreinum. Við sjáum þetta líka í greinum eins og kjötiðn og bakaragreinum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi er minna en þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi og mun minna en meðal þeirra sem hafa lokið háskólanámi. Þetta sýna tölur Vinnumálastofnunar. Skólameistari Borgarholtsskóla segir hringt í skólann og beðið eftir iðnmenntuðum nemendum. Í öllum löndum OECD er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi á framhaldsskólastigi en þeirra sem lokið hafa almennu bóknámi á framhaldsskólastigi. Þetta kemur fram í skýrslu OECD, Menntun í hnotskurn 2016. Samkvæmt Vinnumálastofnun voru 315 manns sem lokið hafa iðnnámi atvinnulausir í júní, samanborið við 428 sem lokið höfðu stúdentsprófi. Síðustu tvö ár má sjá að fleiri sem eru með stúdentspróf hafa verið atvinnulausir en þeir sem eru iðnmenntaðir. Jafnframt eru mun fleiri atvinnulausir sem lokið hafa háskólanámi en þeir sem hafa lokið iðnnámi eða stúdentsprófi. Á síðustu tveimur árum nam hlutfall atvinnulausra sem lokið höfðu iðnnámi átta til níu prósentum, stúdentsprófi ellefu til tólf prósentum og háskólanámi 21 til 29 prósentum.Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla.vísir/GVA„Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir nemendum sem eru að brautskrást í málmiðngreinum og bíliðngreinum líka. Það er hringt og beðið eftir öllum nemendunum sem eru að ljúka námi. Það er augljóst að það vantar miklu meira af iðnmenntuðu fólki út í atvinnulífið,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. „Það er mikil eftirspurn eftir því og miklu minni eftirspurn eftir þeim sem eru í akademísku bóklegu námi.“ Það er tvímælalaust mikil ásókn í fólk sem er að klára iðnnám í Tækniskólanum að mati Jóns B. Stefánssonar, skólameistara Tækniskólans. „Allir sem vilja vinna fara að vinna, það er frekar vandamál að verið sé að taka fólk of snemma.“ Jón segir að í uppsveiflu í efnahagslífinu sé eftirspurn eftir því fólki og það hafi áhrif á skólann og aðsóknina. Jóns B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.„Í uppsveiflunni eykst þrýstingurinn á að fá unga fólkið út í vinnu en svo er fólk líka að koma aftur til baka. Því flestir sem fara í iðngreinar ná sér í réttindi, það er langalgengast, þannig að þetta jafnast út,“ segir Jón. Mismunur sé milli greina og sveifla milli tímabila. „Í iðnnáminu hefur verið meiri sókn í byggingagreinar en ekki samt allar. Það vantar fólk í múrsmíði og dúklagnir.“ Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins, segir þetta í raun eina af stóru áskorununum. „Sumt horfir maður á til skemmri tíma og sér grafalvarlega stöðu sem blasir við, það er til dæmis varðandi fólk sem tengist framreiðslustörfum og öðru í ferðaþjónustu. Gríðarlegur skortur er einnig í hefðbundnum tækni- og byggingagreinum. Við sjáum þetta líka í greinum eins og kjötiðn og bakaragreinum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira