Fótbolti

EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni

Ritstjórn skrifar
Hver einasti Íslendingur var svekktur en stoltur á Tjarnarhæðinni í gær.
Hver einasti Íslendingur var svekktur en stoltur á Tjarnarhæðinni í gær. Vísir
Áfram heldur Ramona Bachmann að leggja Ísland í einelti með marki og stoðsendingu í 2-1 sigri á Íslandi. Eftir jafntefli Austurríkis og Frakka eru möguleikar Íslands á sæti í átta liða úrslitum úr sögunni.

Strákarnir fara yfir yndislegan dag í Doetinchem sem lauk með grátlegu tapi á Tjarnarhæðinni. Dómgæslan á mótinu hingað til fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina af hverju gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið.

Þátturinn var skotinn á Tjarnarhæðinni í gærkvöldi um þremur klukkustundum eftir að leik lauk. Þáttinn má sjá hér að neðan.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×