Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs síðar á árinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2017 08:10 Kosið verður um sameiningu Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs í nóvember næstkomandi. Fulltrúar bæjanna segja að efla þurfi stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Frá því í september á síðasta ári hafa sveitarfélögin rætt sameiningu og vonast er til að kosið verði um það nú í nóvember. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir að þessi umræða hafi verið viðvarandi ansi lengi. „Bæjarfulltrúar í þessum sveitarfélögum hér ræddu saman fyrir rúmlega ári síðan, um það hvort ætti að fara að skoða þessa sameiningu hér.“ Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, segir marga sjá það í svolítið rómantísku ljósi að þessir bæir munu byggjast saman. „Ég sjálfur er ekki alveg að sjá það. Ég held að þetta verði – ef þessi sveitarfélög sameinast – að þetta verði tveir sterkir byggðakjarnar sem munu spila og starfa saman í einu sveitarfélagi.“ Sveitarfélögin eru lík í uppbyggingu og svipað stór. Garður með um fimmtán hundruð íbúa og Sandgerði með sautján hundruð íbúa. „Að mínu mati snýst þetta fyrst og fremst um stjórnsýsluna, efla hana og auka þjónustu við íbúana,“ segir Magnús. Til að mynda þurfi að efla póst- og bankaþjónustu og fá heilsugæslu. „Við á Suðurnesjum höfum upplifað einstakan tíma síðustu tvö ár. Mikil fjölgun. Bara í mínu sveitarfélagi, Sandgerði, það var það sveitarfélag þar sem fjölgaði mest á síðasta ári, rúm átta prósent fjölgun íbúa. Við erum að takast á við ýmis vaxtaverkefni sem eru bæði flókin og erfið en líka spennandi. Spennandi tímar til að takast á við. Hvernig ætlum við að veita þjónustu, hvar og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Kosið verður um sameiningu Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs í nóvember næstkomandi. Fulltrúar bæjanna segja að efla þurfi stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Frá því í september á síðasta ári hafa sveitarfélögin rætt sameiningu og vonast er til að kosið verði um það nú í nóvember. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir að þessi umræða hafi verið viðvarandi ansi lengi. „Bæjarfulltrúar í þessum sveitarfélögum hér ræddu saman fyrir rúmlega ári síðan, um það hvort ætti að fara að skoða þessa sameiningu hér.“ Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, segir marga sjá það í svolítið rómantísku ljósi að þessir bæir munu byggjast saman. „Ég sjálfur er ekki alveg að sjá það. Ég held að þetta verði – ef þessi sveitarfélög sameinast – að þetta verði tveir sterkir byggðakjarnar sem munu spila og starfa saman í einu sveitarfélagi.“ Sveitarfélögin eru lík í uppbyggingu og svipað stór. Garður með um fimmtán hundruð íbúa og Sandgerði með sautján hundruð íbúa. „Að mínu mati snýst þetta fyrst og fremst um stjórnsýsluna, efla hana og auka þjónustu við íbúana,“ segir Magnús. Til að mynda þurfi að efla póst- og bankaþjónustu og fá heilsugæslu. „Við á Suðurnesjum höfum upplifað einstakan tíma síðustu tvö ár. Mikil fjölgun. Bara í mínu sveitarfélagi, Sandgerði, það var það sveitarfélag þar sem fjölgaði mest á síðasta ári, rúm átta prósent fjölgun íbúa. Við erum að takast á við ýmis vaxtaverkefni sem eru bæði flókin og erfið en líka spennandi. Spennandi tímar til að takast á við. Hvernig ætlum við að veita þjónustu, hvar og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira