Guðbjörg: Ef einhver hnerraði einhvers staðar þá var aukaspyrna Elías Orri Njarðarson skrifar 22. júlí 2017 19:59 Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð vaktina í marki Íslands í 2-1 tapi á móti Sviss á Evrópumótinu í Hollandi. Ísland fékk á sig tvö mörk í leiknum en aðspurð um mörkin fannst henni þau vera mjög álíka. Guðbjörg fór yfir mörkin með Tómasi Þór Þórðarsyni eftir leik. „Þau voru mjög álíka hvor öðru, þær komast upp að endalínu og gefa boltann út og skora. Í fyrra markinu veit ég ekki hvort ég átti að vera sneggri að koma út. Þetta er svo týpískt svona; boltinn fer í olnbogann á mér og niður, ég sá ekki hvernig hann fór inn, ég var með á tilfinningunni að ég hafi náð að halda boltanum réttu megin við línuna en eins og margt annað í þessu móti þá fellur það bara ekki með okkur. Svo átta ég mig ekki á hvað gerðsist í öðru markinu, ég geri mér ekki grein fyrir hvernig ég var staðsett, hvort ég hafi átt að vera framar eða aftar, ég þarf bara að sjá þetta á vídeói,“ sagði Guðbjörg. Leikurinn var kannski ekki alveg sá skemmtilegasti til að horfa á en dómari leiksins eyddi oft miklum tíma í að stoppa leikinn en Guðbjörg var sammála því. „Þetta var erfitt fyrir mann sem spilara, ég er í marki og leikurinn var oft stopp og það er svo erfitt að komast svona lítið í takt við boltann. Í leiknum á móti Frökkum var ég af og til að taka niður fyrirgjafir og var miklu meira inn í leiknum allan tímann, ég held að ég hafi ekki snert boltann fyrsta korterið í leiknum. Þegar að þær skora fyrsta markið er ég varla búin að snerta boltann með höndum. Þá er erfitt að halda fókus og auðvitað vill maður geta bjargað liðinu þegar á því þarf, þannig að mér fannst þetta hrikalega erfiður leikur til að spila og finnst ég einhvernvegin ekki hafa getað gert hrikalega mikið en ég fékk á mig tvö mörk og gerði einhvernveginn ekki neitt. Þannig þetta var erfitt,“ sagði Guðbjörg. Leikmenn Sviss náðu oft í leiknum að plata dómara leiksins í gildrur og fengu ódýrar aukaspyrnur með því að fleygja sér niður á völlinn við litla hrifningu Íslendinga. „Ég er eiginlega bara alveg orðlaus yfir hvernig þessi leikur var - hann var stopp jafn mikið og boltinn var í leik. Ef boltinn var í leik þá var það útaf því að það var útspark eða innkast. Þetta var ekki fínn fótbolti. Upplifunin var þannig að t.d. ef að Sif var að taka innkast, þá var bara búið að flauta áður en að Sif væri búin að kasta boltanum og enginn sá afhverju, þannig mér leið nánast eins og að ef einhver hnerraði einhvers staðar þá var aukaspyrna. Við vorum ekki alveg með dómarann á okkar bandi en það er ekki okkar stíll að vera að klaga í dómarann en hann var allavega ekki með okkur í dag,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð vaktina í marki Íslands í 2-1 tapi á móti Sviss á Evrópumótinu í Hollandi. Ísland fékk á sig tvö mörk í leiknum en aðspurð um mörkin fannst henni þau vera mjög álíka. Guðbjörg fór yfir mörkin með Tómasi Þór Þórðarsyni eftir leik. „Þau voru mjög álíka hvor öðru, þær komast upp að endalínu og gefa boltann út og skora. Í fyrra markinu veit ég ekki hvort ég átti að vera sneggri að koma út. Þetta er svo týpískt svona; boltinn fer í olnbogann á mér og niður, ég sá ekki hvernig hann fór inn, ég var með á tilfinningunni að ég hafi náð að halda boltanum réttu megin við línuna en eins og margt annað í þessu móti þá fellur það bara ekki með okkur. Svo átta ég mig ekki á hvað gerðsist í öðru markinu, ég geri mér ekki grein fyrir hvernig ég var staðsett, hvort ég hafi átt að vera framar eða aftar, ég þarf bara að sjá þetta á vídeói,“ sagði Guðbjörg. Leikurinn var kannski ekki alveg sá skemmtilegasti til að horfa á en dómari leiksins eyddi oft miklum tíma í að stoppa leikinn en Guðbjörg var sammála því. „Þetta var erfitt fyrir mann sem spilara, ég er í marki og leikurinn var oft stopp og það er svo erfitt að komast svona lítið í takt við boltann. Í leiknum á móti Frökkum var ég af og til að taka niður fyrirgjafir og var miklu meira inn í leiknum allan tímann, ég held að ég hafi ekki snert boltann fyrsta korterið í leiknum. Þegar að þær skora fyrsta markið er ég varla búin að snerta boltann með höndum. Þá er erfitt að halda fókus og auðvitað vill maður geta bjargað liðinu þegar á því þarf, þannig að mér fannst þetta hrikalega erfiður leikur til að spila og finnst ég einhvernvegin ekki hafa getað gert hrikalega mikið en ég fékk á mig tvö mörk og gerði einhvernveginn ekki neitt. Þannig þetta var erfitt,“ sagði Guðbjörg. Leikmenn Sviss náðu oft í leiknum að plata dómara leiksins í gildrur og fengu ódýrar aukaspyrnur með því að fleygja sér niður á völlinn við litla hrifningu Íslendinga. „Ég er eiginlega bara alveg orðlaus yfir hvernig þessi leikur var - hann var stopp jafn mikið og boltinn var í leik. Ef boltinn var í leik þá var það útaf því að það var útspark eða innkast. Þetta var ekki fínn fótbolti. Upplifunin var þannig að t.d. ef að Sif var að taka innkast, þá var bara búið að flauta áður en að Sif væri búin að kasta boltanum og enginn sá afhverju, þannig mér leið nánast eins og að ef einhver hnerraði einhvers staðar þá var aukaspyrna. Við vorum ekki alveg með dómarann á okkar bandi en það er ekki okkar stíll að vera að klaga í dómarann en hann var allavega ekki með okkur í dag,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira