Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Tómas Þór Þórðarson í Doetinchem skrifar 22. júlí 2017 19:42 Dagný Brynjarsdóttir í leiknum í kvöld. vísir/getty Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark Íslands á móti Sviss í 2-1 tapinu á Tjarnarhæðinni í kvöld en stelpurnar okkar eru án stiga eftir tvo leiki á Evrópumótinu. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með sínu fyrsta marki í síðustu fimm leikjum en fékk svo á sig tvö og tapaði leiknum. „Þetta var ógeðslega svekkjandi. Eftir að við skorum fyrsta markið var þetta í okkar höndum en svo hleypum við þeim inn í leikinn. Við gerum þetta erfitt fyrir okkur og fáum á okkur tvö mörk,“ sagði Dagný við Vísi eftir leik.Viðtalið má sjá hér að neðan.„Við erum ekki vanar að fá á okkur mörk eftir fyrigjafir en ef ég á að segja alveg eins og er man ég ekki það vel eftir mörkunum þeirra. Við þurfum bara að skoða það sem við gerðum ekki vel í dag og bæta það fyrir næsta leik.“ Dagný var tækluð svakalega í byrjun leiks af Lauru Dickermann, fyrirliða Sviss. Sú svissneska stimplaði Dagnýju með sólanum og hefði átt að fá rautt spjald. „Ég er með takkafar á öllum rifbeinunum. Svona leyfði dómarinn leiknum að ganga. Það er eiginlega ótrúlegt að enginn í þessum leik hafi fengið rautt spjald. Mér fannst dómarinn aðeins vera að missa tökin á honum,“ sagði Dagný sem var ósátt með dómarann. „Við erum góðar í loftinu en það er dæmt brot á okkur sama hvað við gerum. Vonandi fáum við almennilega dómara í næsta leik.“ Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan í leiknum en Dagný var ekki alveg búin að melta það svona snemma eftir leik. „Ég er ekkert búin að hugsa út í það. Ég verð bara að horfa á leikinn aftur og sjá hvernig þetta er. Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur eins og við gerðum í byrjun. Við þurfum bara að horfa á leikinn og sjá hvað við getum gert betur,“ sagði hún en hvernig var að spila á móti liði sem fór svona mikið í grasið og komst upp með það? „Auðvitað er það erfitt. Maður áttar sig ekki á því hvernig maður á að vinna boltann þegar þær eru bara komnar í grasið um leið og einhver snertir þær. Vonandi verða dómarar í næsta leik sem að sjá þetta. Ég hefði viljað sjá spjald fyrir leikaraskap fljótlega,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15 Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28 Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08 Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark Íslands á móti Sviss í 2-1 tapinu á Tjarnarhæðinni í kvöld en stelpurnar okkar eru án stiga eftir tvo leiki á Evrópumótinu. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með sínu fyrsta marki í síðustu fimm leikjum en fékk svo á sig tvö og tapaði leiknum. „Þetta var ógeðslega svekkjandi. Eftir að við skorum fyrsta markið var þetta í okkar höndum en svo hleypum við þeim inn í leikinn. Við gerum þetta erfitt fyrir okkur og fáum á okkur tvö mörk,“ sagði Dagný við Vísi eftir leik.Viðtalið má sjá hér að neðan.„Við erum ekki vanar að fá á okkur mörk eftir fyrigjafir en ef ég á að segja alveg eins og er man ég ekki það vel eftir mörkunum þeirra. Við þurfum bara að skoða það sem við gerðum ekki vel í dag og bæta það fyrir næsta leik.“ Dagný var tækluð svakalega í byrjun leiks af Lauru Dickermann, fyrirliða Sviss. Sú svissneska stimplaði Dagnýju með sólanum og hefði átt að fá rautt spjald. „Ég er með takkafar á öllum rifbeinunum. Svona leyfði dómarinn leiknum að ganga. Það er eiginlega ótrúlegt að enginn í þessum leik hafi fengið rautt spjald. Mér fannst dómarinn aðeins vera að missa tökin á honum,“ sagði Dagný sem var ósátt með dómarann. „Við erum góðar í loftinu en það er dæmt brot á okkur sama hvað við gerum. Vonandi fáum við almennilega dómara í næsta leik.“ Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan í leiknum en Dagný var ekki alveg búin að melta það svona snemma eftir leik. „Ég er ekkert búin að hugsa út í það. Ég verð bara að horfa á leikinn aftur og sjá hvernig þetta er. Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur eins og við gerðum í byrjun. Við þurfum bara að horfa á leikinn og sjá hvað við getum gert betur,“ sagði hún en hvernig var að spila á móti liði sem fór svona mikið í grasið og komst upp með það? „Auðvitað er það erfitt. Maður áttar sig ekki á því hvernig maður á að vinna boltann þegar þær eru bara komnar í grasið um leið og einhver snertir þær. Vonandi verða dómarar í næsta leik sem að sjá þetta. Ég hefði viljað sjá spjald fyrir leikaraskap fljótlega,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15 Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28 Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08 Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira
Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15
Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28
Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08
Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32