„Tilfinningar eftir þennan leik eru allt aðrar, við fundum okkur ekki nógu vel en það verður að segjast að það féll ekki mikið með okkur í dag,“ sagði Sif Atladóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í viðtali við Tómas Þór Þórðarson, blaðamann Vísis í Hollandi eftir 1-2 tap gegn Sviss.
Annan leikinn í röð lenti íslenska liðið í óréttlátri dómgæslu.
„Manni langar að vita hvað gerist á milli leikja, stelpurnar voru að segja mér að viðtölin við svissnesku stelpurnar fyrir leik hefðu einblínt á hversu grófar við vorum og mér fannst það sérstakt. Við vorum varla búnar að kasta boltanum í innkasti og það var aukaspyrna dæmd á okkur. Maður spyr sig hvað er í gangi.“
Mörk Sviss komu sitt hvoru megin við hálfleikinn.
„Það er hægt að skrifa þau á einbeitingarleysi hjá okkur þegar boltanum er sleppt en ég þarf eiginlega að sjá þetta aftur. Þetta er ekki búið í bili, við eigum leikinn gegn Austurríki eftir og við ætlum að klára þann leik.“
Sif þurfti að taka nokkra spretti undir lok leiksins til að bjarga liðinu.
„Ég tók þarna einhverja þrjá 60 metra spretti á nokkrum mínútum, ég held að ef ég hefði tekið einn í viðbót hefði ég farið að æla blóði. Maður gaf allt í þetta enda drullu tapsár og ég skyldi eftir allt inn á vellinum,“ sagði Sif að lokum.
Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur
Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið
Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart.

Mikil óánægja með dómgæsluna á Twitter: Fengu þær dómararéttindin úr kornflexpakka?
Íslendingar furðuðu sig á dómgæslunni í seinni hálfleik í leik Íslands og Sviss en það var hreint út sagt ótrúlegt að Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum.

Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag
Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik.