Gulli Jóns: Fáum ekki mann nema vera vissir um að hann styrki liðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júlí 2017 17:10 Gunnlaugur Jónsson vísir/ernir Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, segir það hafa verið vonbrigði að tapa fyrir FH í dag, en er þokkalega ánægður með frammistöðu sinna manna. Skagamenn töpuðu 2-0 í fyrsta leik 12. umferðar Pepsi deildar karla í Kaplakrika í dag. „Við erum kannski ekki alveg nógu ákveðnir í varnarleiknum í fyrri hálfleik, þeir eru að opna okkur í báðum mörkunum ansi illa. Engu að síður, erum við að fá ágætis sóknir í fyrri hálfleik, og það sem ég er kannski ánægðastur með er að við komum virkilega ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, tilbúnir að ná þessu marki sem við þurftum til þess að brjóta upp leikinn.“ „Það voru vonbrigði að ná því ekki (að setja mark á leikinn) og svo undir lok leiksins þá ná þeir meiri völdum og því sem fór,“ sagði Gunnlaugur en hans lið átti fínan kafla í seinni hálfleik þar sem þeir hefðu getað sett eitt mark og hleypt lífi í leikinn. ÍA situr á botni deildarinnar, tveimur stigum frá liði ÍBV, sem á eftir að leika sinn leik í 12. umferðinni. Það er samt engan bilbug að finna á Gunnlaugi. „Staðan er náttúrulega ekkert glæsileg, en við verðum að hafa trú á þessu, og við höfum fulla trú á þessu. Það eru 10 leikir eftir, 30 stig í pottinum, við verðum einfaldlega bara að koma í næsta leik, það er bara þannig. Það er Valur, kannski ekki auðveldasti andstæðingurinn, en við höfum trú á því að við getum náð í úrslit þar, við höfum trú á því að við munum ná að halda þessu liði í efstu deild. Á meðan það er séns á því þá munum við ekki hætta. Verkefnið er vissulega krefjandi en þessi hópur hefur sýnt það margoft að við höfum farið niður í dýpstu dali og komum alltaf upp og það munum við gera aftur, og við munum gera það á þessu ári.“ „Við erum bara að skoða markaðinn, við tökum ekki mann nema við séum alveg 100% á því að hann muni styrkja þetta lið. Það er þannig lagað ekkert stress, við erum að leita, það eru enn þá nokkrir dagar eftir og við sjáum hvað gerist,“ sagði Gunnlaugur aðspurður um viðskipti ÍA í félagaskiptaglugganum, en þau hafa engin verið þrátt fyrir að glugginn hafi verið opinn síðan síðasta laugardag. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistararnir settu tvö mörk á fyrsta hálftímanum og það var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. 22. júlí 2017 17:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, segir það hafa verið vonbrigði að tapa fyrir FH í dag, en er þokkalega ánægður með frammistöðu sinna manna. Skagamenn töpuðu 2-0 í fyrsta leik 12. umferðar Pepsi deildar karla í Kaplakrika í dag. „Við erum kannski ekki alveg nógu ákveðnir í varnarleiknum í fyrri hálfleik, þeir eru að opna okkur í báðum mörkunum ansi illa. Engu að síður, erum við að fá ágætis sóknir í fyrri hálfleik, og það sem ég er kannski ánægðastur með er að við komum virkilega ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, tilbúnir að ná þessu marki sem við þurftum til þess að brjóta upp leikinn.“ „Það voru vonbrigði að ná því ekki (að setja mark á leikinn) og svo undir lok leiksins þá ná þeir meiri völdum og því sem fór,“ sagði Gunnlaugur en hans lið átti fínan kafla í seinni hálfleik þar sem þeir hefðu getað sett eitt mark og hleypt lífi í leikinn. ÍA situr á botni deildarinnar, tveimur stigum frá liði ÍBV, sem á eftir að leika sinn leik í 12. umferðinni. Það er samt engan bilbug að finna á Gunnlaugi. „Staðan er náttúrulega ekkert glæsileg, en við verðum að hafa trú á þessu, og við höfum fulla trú á þessu. Það eru 10 leikir eftir, 30 stig í pottinum, við verðum einfaldlega bara að koma í næsta leik, það er bara þannig. Það er Valur, kannski ekki auðveldasti andstæðingurinn, en við höfum trú á því að við getum náð í úrslit þar, við höfum trú á því að við munum ná að halda þessu liði í efstu deild. Á meðan það er séns á því þá munum við ekki hætta. Verkefnið er vissulega krefjandi en þessi hópur hefur sýnt það margoft að við höfum farið niður í dýpstu dali og komum alltaf upp og það munum við gera aftur, og við munum gera það á þessu ári.“ „Við erum bara að skoða markaðinn, við tökum ekki mann nema við séum alveg 100% á því að hann muni styrkja þetta lið. Það er þannig lagað ekkert stress, við erum að leita, það eru enn þá nokkrir dagar eftir og við sjáum hvað gerist,“ sagði Gunnlaugur aðspurður um viðskipti ÍA í félagaskiptaglugganum, en þau hafa engin verið þrátt fyrir að glugginn hafi verið opinn síðan síðasta laugardag.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistararnir settu tvö mörk á fyrsta hálftímanum og það var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. 22. júlí 2017 17:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistararnir settu tvö mörk á fyrsta hálftímanum og það var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. 22. júlí 2017 17:00