Markahrókur í miðverðinum hjá íslenska landsliðinu Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 21. júlí 2017 06:00 Glódís Perla Viggósdóttir á leið á æfingu í gær. Vísir/Tom Stelpurnar okkar æfðu á æfingasvæði sínu í Harderwijk í gær en í dag ferðast þær svo til Doetinchem þar sem þær mæta Sviss í öðrum leik liðsins á EM í Hollandi á laugardaginn. Leikurinn fer fram á Tjarnarhæðinni sem er heimavöllur 1. deildar liðsins De Graafschap en hann tekur um 12.000 áhorfendur. Íslenska liðið þarf á góðum úrslitum að halda en því hefur ekki gengið vel á móti Sviss í síðustu leikjum. Ísland mætti Sviss árlega frá 2013-2015 og tapaði öllum þremur leikjunum með markatölunni 7-0. Tveir leikirnir voru í undankeppni HM 2015 og einn á Algarve-mótinu. „Við erum með betra lið núna en þegar við höfum spilað við þær áður, að mínu mati. Við eigum mikla möguleika eins og við spilum þennan varnarleik sem við höfum verið að spila í síðustu tveimur leikjum,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins.Glódís Perla Viggósdóttir í leiknum á móti Frakklandi.Vísir/GettyEkki eins góðar Svissneska liðið tapaði í fyrsta leik fyrir Austurríki en austurríska liðið hefur verið á fljúgandi siglinu upp heimslistann undanfarin misseri. Talað er um að austurríska liðið sé núna eins og það svissneska var fyrir nokkrum árum þegar það var alltaf að pakka Íslandi saman. Þá var Sviss það lið sem var að taka mestum framförum. „Ég held að þær séu ekki með alveg sömu gæði og Frakkar og Brasilía þannig möguleikar okkar eru góðir. Þær eru samt með frábært lið og góða einstaklinga og því þurfum við að passa okkur. En ef við spilum svona varnarleik eins og undanfarið eigum við góðan séns,“ segir Glódís Perla sem segir stelpurnar löngu hættar að hugsa um svekkelsið á móti Frakklandi. „Við lögðum Frakkaleikinn fyrir aftan okkur og fórum strax að einbeita okkur að Sviss. Gærdagurinn fór bara í endurheimt og nú er fókusinn á Sviss og leikinn á laugardaginn.“Vísir/TomFrábær samvinna Varnarleikur íslenska liðsins hefur verið virkilega góður upp á síðkastið og var hreint frábær á móti Frakklandi sem er eitt sigurstranglegasta lið mótsins. Frakkarnir fengu eitt alvöru færi á móti íslensku vörninni en ekkert úr opnum leik heldur bara skalla í slá eftir hornspyrnu. Samvinna miðvarðatríósins var hreint mögnuð. „Við náum allar mjög vel saman. Það er alltaf góð samvinna á milli miðvarðanna sama hver miðvarðanna í hópnum eru að spila saman. Allar tölum við saman og hjálpumst að. Sama hver spilar mun þetta alltaf ganga vel,“ segir Glódís. Það eru samt ekki bara þær þrjár aftast sem sjá um að verjast heldur er þetta liðsheildin segir hún. „Liðið verst líka frábærlega saman. Við spiluðum frábæran varnarleik á móti Frökkum frá fremsta manni. Baráttan og viljinn og hvernig við þorðum að fara í allt gekk ótrúlega vel. Við náðum líka að þvinga þær út úr sínum leik. Það er eitthvað sem við verðum að gera á laugardaginn líka ef við ætlum að ná árangri.“Glódís Perla er góð á boltanum.Vísir/GettyGamall markahrókur Þó svo að Glódís Perla hafi það að atvinnu að koma í veg fyrir að aðrir skori mörk eru ekki margir sem vita að hún var eitt sinn framherji. Glódís er uppalin hjá HK/Víkingi og skoraði fyrir liðið fjórtán mörk í ellefu leikjum í 1. deildinni árið 2011. Íslandi hefur gengið illa að skora að undanförnu en stelpurnar okkar eru ekki búnar að skora mark í fjórum leikjum í röð. „Ég var einmitt að skjóta því að Ása [Ásmundi Guðna Haraldssyni aðstoðarþjálfara, innsk. blm.] að það ætti bara að setja mig fram,“ segir Glódís og brosir sínu breiðasta. „Nei, nei. Við munum skora. Í rauninni hef ég engar áhyggjur af þessu. Við erum búnar að fara vel yfir þetta allt saman.“ Stelpurnar fengu heimsókn frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, í fyrradag. Heimsóknin lukkaðist vel þótt forsetinn hafi mætt aðeins of seint. „Hann er frábær náungi. Hann kom alveg ótrúlega hress til móts við okkur og peppaði okkur. Hann var að tala við okkur um alls konar hluti eins og apagarða hérna í kring. Fanndís skammaði hann aðeins fyrir að mæta of seint en það var ótrúlega gaman að fá hann,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Glódís: Það var kominn tími til að Freyr myndi syngja fyrir okkur Glódís Perla Viggósdóttir segir æfingadaga íslenska liðsins hafa heppnast frábærlega. 12. júlí 2017 17:00 Glódís Perla: Fylgdum okkar skipulagi 100% Glódís Perla Viggósdóttir átti stórleik í íslensku vörninni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 18. júlí 2017 21:44 Glódís Perla: Sara Björk gaf mér góð ráð Glódís Perla Viggósdóttir ræðir vistaskiptin til stærsta félagsins í Svíþjóð. 16. júlí 2017 19:00 Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26 Glódís Perla: „Nú er þetta í okkar höndum“ Undirbúningi er lokið og nú er komið að stóru stundinni í Tilburg í kvöld. 18. júlí 2017 11:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Stelpurnar okkar æfðu á æfingasvæði sínu í Harderwijk í gær en í dag ferðast þær svo til Doetinchem þar sem þær mæta Sviss í öðrum leik liðsins á EM í Hollandi á laugardaginn. Leikurinn fer fram á Tjarnarhæðinni sem er heimavöllur 1. deildar liðsins De Graafschap en hann tekur um 12.000 áhorfendur. Íslenska liðið þarf á góðum úrslitum að halda en því hefur ekki gengið vel á móti Sviss í síðustu leikjum. Ísland mætti Sviss árlega frá 2013-2015 og tapaði öllum þremur leikjunum með markatölunni 7-0. Tveir leikirnir voru í undankeppni HM 2015 og einn á Algarve-mótinu. „Við erum með betra lið núna en þegar við höfum spilað við þær áður, að mínu mati. Við eigum mikla möguleika eins og við spilum þennan varnarleik sem við höfum verið að spila í síðustu tveimur leikjum,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins.Glódís Perla Viggósdóttir í leiknum á móti Frakklandi.Vísir/GettyEkki eins góðar Svissneska liðið tapaði í fyrsta leik fyrir Austurríki en austurríska liðið hefur verið á fljúgandi siglinu upp heimslistann undanfarin misseri. Talað er um að austurríska liðið sé núna eins og það svissneska var fyrir nokkrum árum þegar það var alltaf að pakka Íslandi saman. Þá var Sviss það lið sem var að taka mestum framförum. „Ég held að þær séu ekki með alveg sömu gæði og Frakkar og Brasilía þannig möguleikar okkar eru góðir. Þær eru samt með frábært lið og góða einstaklinga og því þurfum við að passa okkur. En ef við spilum svona varnarleik eins og undanfarið eigum við góðan séns,“ segir Glódís Perla sem segir stelpurnar löngu hættar að hugsa um svekkelsið á móti Frakklandi. „Við lögðum Frakkaleikinn fyrir aftan okkur og fórum strax að einbeita okkur að Sviss. Gærdagurinn fór bara í endurheimt og nú er fókusinn á Sviss og leikinn á laugardaginn.“Vísir/TomFrábær samvinna Varnarleikur íslenska liðsins hefur verið virkilega góður upp á síðkastið og var hreint frábær á móti Frakklandi sem er eitt sigurstranglegasta lið mótsins. Frakkarnir fengu eitt alvöru færi á móti íslensku vörninni en ekkert úr opnum leik heldur bara skalla í slá eftir hornspyrnu. Samvinna miðvarðatríósins var hreint mögnuð. „Við náum allar mjög vel saman. Það er alltaf góð samvinna á milli miðvarðanna sama hver miðvarðanna í hópnum eru að spila saman. Allar tölum við saman og hjálpumst að. Sama hver spilar mun þetta alltaf ganga vel,“ segir Glódís. Það eru samt ekki bara þær þrjár aftast sem sjá um að verjast heldur er þetta liðsheildin segir hún. „Liðið verst líka frábærlega saman. Við spiluðum frábæran varnarleik á móti Frökkum frá fremsta manni. Baráttan og viljinn og hvernig við þorðum að fara í allt gekk ótrúlega vel. Við náðum líka að þvinga þær út úr sínum leik. Það er eitthvað sem við verðum að gera á laugardaginn líka ef við ætlum að ná árangri.“Glódís Perla er góð á boltanum.Vísir/GettyGamall markahrókur Þó svo að Glódís Perla hafi það að atvinnu að koma í veg fyrir að aðrir skori mörk eru ekki margir sem vita að hún var eitt sinn framherji. Glódís er uppalin hjá HK/Víkingi og skoraði fyrir liðið fjórtán mörk í ellefu leikjum í 1. deildinni árið 2011. Íslandi hefur gengið illa að skora að undanförnu en stelpurnar okkar eru ekki búnar að skora mark í fjórum leikjum í röð. „Ég var einmitt að skjóta því að Ása [Ásmundi Guðna Haraldssyni aðstoðarþjálfara, innsk. blm.] að það ætti bara að setja mig fram,“ segir Glódís og brosir sínu breiðasta. „Nei, nei. Við munum skora. Í rauninni hef ég engar áhyggjur af þessu. Við erum búnar að fara vel yfir þetta allt saman.“ Stelpurnar fengu heimsókn frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, í fyrradag. Heimsóknin lukkaðist vel þótt forsetinn hafi mætt aðeins of seint. „Hann er frábær náungi. Hann kom alveg ótrúlega hress til móts við okkur og peppaði okkur. Hann var að tala við okkur um alls konar hluti eins og apagarða hérna í kring. Fanndís skammaði hann aðeins fyrir að mæta of seint en það var ótrúlega gaman að fá hann,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Glódís: Það var kominn tími til að Freyr myndi syngja fyrir okkur Glódís Perla Viggósdóttir segir æfingadaga íslenska liðsins hafa heppnast frábærlega. 12. júlí 2017 17:00 Glódís Perla: Fylgdum okkar skipulagi 100% Glódís Perla Viggósdóttir átti stórleik í íslensku vörninni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 18. júlí 2017 21:44 Glódís Perla: Sara Björk gaf mér góð ráð Glódís Perla Viggósdóttir ræðir vistaskiptin til stærsta félagsins í Svíþjóð. 16. júlí 2017 19:00 Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26 Glódís Perla: „Nú er þetta í okkar höndum“ Undirbúningi er lokið og nú er komið að stóru stundinni í Tilburg í kvöld. 18. júlí 2017 11:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Glódís: Það var kominn tími til að Freyr myndi syngja fyrir okkur Glódís Perla Viggósdóttir segir æfingadaga íslenska liðsins hafa heppnast frábærlega. 12. júlí 2017 17:00
Glódís Perla: Fylgdum okkar skipulagi 100% Glódís Perla Viggósdóttir átti stórleik í íslensku vörninni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 18. júlí 2017 21:44
Glódís Perla: Sara Björk gaf mér góð ráð Glódís Perla Viggósdóttir ræðir vistaskiptin til stærsta félagsins í Svíþjóð. 16. júlí 2017 19:00
Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26
Glódís Perla: „Nú er þetta í okkar höndum“ Undirbúningi er lokið og nú er komið að stóru stundinni í Tilburg í kvöld. 18. júlí 2017 11:00