Fallegasti bikarinn í íþróttaheiminum er alltaf að stækka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 07:00 Stanley-bikarinn. Vísir/Getty Enska blaðið Telegraph hefur valið fallegustu bikarana í íþróttaheiminum og sá glæsilegasti af þeim öllum er örugglega einn sá allra stærsti. Það er nóg af fallegum bikurum í boði í íþróttaheiminum og mesta athygli og virðingu fá þeir sem hefur verið keppt um lengst. Fallegasti bikarinn hjá blaðamönnum Telegraph er Stanley bikarinn en sigurvegarar NHL-deildarinnar í íshokkí fá að lyfta honum. Stanley-bikarinn er líka alltaf að verða stærri og stærri eftir því sem fleiri vinna hann. Nöfn leikmanna sigurvegaranna eru nefnilega grafin á bikarinn. Með sama áframhaldi verður bikarinn í framtíðinni hreinlega orðinn of stór til að lyfta honum. Stanley-bikarinn fékk mestu samkeppnina frá kvennabikarnum í Wimbledon-mótinu í tennis (2. sæti) og „Claret Jug“ bikarnum sem sigurvegari opna breska meistaramótsins í golfi (3. Sæti). Í fjórða sætinu er síðan Áskorendabikarinn í rugbý. Það vekur þó athygli að sjálfur heimsbikarinn í fótboltanum kemst ekki einn á topp tíu í samantekt Telegraph. Efsti fótboltabikarinn Evrópudeildarbikarinn sem er í 5. sæti en Meistaradeildarbikarinn er í 9. sætinu. Kannski eru þeir ensku svolítið hlutdrægir í sínu vali enda hafa Englendingar ekki unnið heimsbikarinn síðan 1966 og enska liðið Manchester United er handhafi Evrópudeildarbikarins. Hver hefur líka sinn smekk og allir geta seint komið sér saman um hinn fullkomna lista yfir flottustu bikarana í íþróttaheiminum í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndir af fallegustu íþróttabikurunum í dag að mati Telegraph.7. sæti - Ryder-bikarinn.Vísir/Getty7. sæti - Webb Ellis bikarinn. HM í rugbý.Vísir/Getty5. sæti - Evrópudeildarbikarinn í fótbolta.Vísir/Getty4. sæti - Challenge bikarinn í rugbý.Vísir/Getty3. sæti - Claret Jug á opna breska í golfi.Vísir/Getty2. sæti - Kvennabikarinn á Wimbledon mótinu í tennis.Vísir/Getty1. sæti - Stanley bikarinn í NHL-deildinni í íshokkó.Vísir/GettyStanley-bikarinn.Vísir/Getty Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Sjá meira
Enska blaðið Telegraph hefur valið fallegustu bikarana í íþróttaheiminum og sá glæsilegasti af þeim öllum er örugglega einn sá allra stærsti. Það er nóg af fallegum bikurum í boði í íþróttaheiminum og mesta athygli og virðingu fá þeir sem hefur verið keppt um lengst. Fallegasti bikarinn hjá blaðamönnum Telegraph er Stanley bikarinn en sigurvegarar NHL-deildarinnar í íshokkí fá að lyfta honum. Stanley-bikarinn er líka alltaf að verða stærri og stærri eftir því sem fleiri vinna hann. Nöfn leikmanna sigurvegaranna eru nefnilega grafin á bikarinn. Með sama áframhaldi verður bikarinn í framtíðinni hreinlega orðinn of stór til að lyfta honum. Stanley-bikarinn fékk mestu samkeppnina frá kvennabikarnum í Wimbledon-mótinu í tennis (2. sæti) og „Claret Jug“ bikarnum sem sigurvegari opna breska meistaramótsins í golfi (3. Sæti). Í fjórða sætinu er síðan Áskorendabikarinn í rugbý. Það vekur þó athygli að sjálfur heimsbikarinn í fótboltanum kemst ekki einn á topp tíu í samantekt Telegraph. Efsti fótboltabikarinn Evrópudeildarbikarinn sem er í 5. sæti en Meistaradeildarbikarinn er í 9. sætinu. Kannski eru þeir ensku svolítið hlutdrægir í sínu vali enda hafa Englendingar ekki unnið heimsbikarinn síðan 1966 og enska liðið Manchester United er handhafi Evrópudeildarbikarins. Hver hefur líka sinn smekk og allir geta seint komið sér saman um hinn fullkomna lista yfir flottustu bikarana í íþróttaheiminum í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndir af fallegustu íþróttabikurunum í dag að mati Telegraph.7. sæti - Ryder-bikarinn.Vísir/Getty7. sæti - Webb Ellis bikarinn. HM í rugbý.Vísir/Getty5. sæti - Evrópudeildarbikarinn í fótbolta.Vísir/Getty4. sæti - Challenge bikarinn í rugbý.Vísir/Getty3. sæti - Claret Jug á opna breska í golfi.Vísir/Getty2. sæti - Kvennabikarinn á Wimbledon mótinu í tennis.Vísir/Getty1. sæti - Stanley bikarinn í NHL-deildinni í íshokkó.Vísir/GettyStanley-bikarinn.Vísir/Getty
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Sjá meira