Guðbjörg: Finnst eins og Sviss sé búið að toppa Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 12:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir spjallar við fréttamenn fyrir æfingu landsliðsins í dag. vísir/tom „Að sjálfsögðu er ég byrjuð að undirbúa mig,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, en stelpurnar okkar mæta sterku liði Sviss á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á laugardaginn. „Það er langt síðan undirbúningur hófst en maður er svo einfaldur sem leikmaður að allur fókus var bara settur á Frakkland. Ég fékk svo klippur frá Óla markvarðaþjálfara í gær um Sviss og er nú að undirbúa mig fyrir það.“ Svissneska liðið var það fyrsta sem stelpurnar mættu undir stjórn Freys Alexanderssonar en sá leikur fór illa. Sviss vann 2-0 sem var síst of stór sigur og þegar liðin mættust aftur í undankeppni HM 2015 kom annar svissneskur sigur. „Við eigum möguleika í öllum fótboltaleikjum. Við mættum geggjuðu liði Frakklands í fyrradag en sýndum að við gáum fengið stig,“ segir Guðbjörg. „Sviss er búið að vera á geggjaðri uppleið síðustu ár en mér finnst líta út eins og þær séu búnar að toppa. Síðustu leikir hafa ekkert verið frábærir hjá þeim. Við höfum séð ákveðna veikleika í þeirra liði sem við verðum að reyna að nýta okkur.“ Sviss er með frábært skyndisóknarlið þannig íslensku stelpurnar verða að passa sig með boltann þegar þær færa sig framar á völlinn. „Við lærðum af síðustu leikjum á móti þeim. Við vorum að fá á okkur mörk þegar við vorum ekki með skipulagðan varnarleik. Nánast öll mörin sem þær skora eru úr skyndisóknum. Þetta er eitt besta skyndisóknarlið í heimi,“ segir markvörðurinn. „Það er samt ekki sama flæði í spilinu hjá þeim þegar við verjumst allar fyrir aftan boltann. Við þurfum síðan að passa vel upp á boltann þegar við færum okkur framar og ljúka sóknum með skoti.“ Margir fjölskyldumeðlimir Guðbjargar eru mættir til Hollands til að fylgjast með sinni konu og stelpunum okkar. Stuðningurinn er mikilvægur. „Bæði nánasta fjölskylda mín og stórfjölskyldan eru mætt sem og vinir og kunningjar. Þannig er það hjá flestum leikmönnum. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir eru með okkur og hvað það er mikil stemning í stúkunni,“ segir Guðbjörg. „Eins og síðustu fimm mínúturnar þegar við vorum búnar meira að segja að fá á okkur mark var allt vitlaust. Það gefur manni ótrúlega mikið adrenalín. Maður heldur kannski að maður sé þreyttur en svo heyrir maður svona lætir og það gefur manni mörg prósent extra,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Hún þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir, segir Gunnhildur Yrsa. 20. júlí 2017 11:30 Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. 20. júlí 2017 08:00 Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. 20. júlí 2017 10:00 Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
„Að sjálfsögðu er ég byrjuð að undirbúa mig,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, en stelpurnar okkar mæta sterku liði Sviss á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á laugardaginn. „Það er langt síðan undirbúningur hófst en maður er svo einfaldur sem leikmaður að allur fókus var bara settur á Frakkland. Ég fékk svo klippur frá Óla markvarðaþjálfara í gær um Sviss og er nú að undirbúa mig fyrir það.“ Svissneska liðið var það fyrsta sem stelpurnar mættu undir stjórn Freys Alexanderssonar en sá leikur fór illa. Sviss vann 2-0 sem var síst of stór sigur og þegar liðin mættust aftur í undankeppni HM 2015 kom annar svissneskur sigur. „Við eigum möguleika í öllum fótboltaleikjum. Við mættum geggjuðu liði Frakklands í fyrradag en sýndum að við gáum fengið stig,“ segir Guðbjörg. „Sviss er búið að vera á geggjaðri uppleið síðustu ár en mér finnst líta út eins og þær séu búnar að toppa. Síðustu leikir hafa ekkert verið frábærir hjá þeim. Við höfum séð ákveðna veikleika í þeirra liði sem við verðum að reyna að nýta okkur.“ Sviss er með frábært skyndisóknarlið þannig íslensku stelpurnar verða að passa sig með boltann þegar þær færa sig framar á völlinn. „Við lærðum af síðustu leikjum á móti þeim. Við vorum að fá á okkur mörk þegar við vorum ekki með skipulagðan varnarleik. Nánast öll mörin sem þær skora eru úr skyndisóknum. Þetta er eitt besta skyndisóknarlið í heimi,“ segir markvörðurinn. „Það er samt ekki sama flæði í spilinu hjá þeim þegar við verjumst allar fyrir aftan boltann. Við þurfum síðan að passa vel upp á boltann þegar við færum okkur framar og ljúka sóknum með skoti.“ Margir fjölskyldumeðlimir Guðbjargar eru mættir til Hollands til að fylgjast með sinni konu og stelpunum okkar. Stuðningurinn er mikilvægur. „Bæði nánasta fjölskylda mín og stórfjölskyldan eru mætt sem og vinir og kunningjar. Þannig er það hjá flestum leikmönnum. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir eru með okkur og hvað það er mikil stemning í stúkunni,“ segir Guðbjörg. „Eins og síðustu fimm mínúturnar þegar við vorum búnar meira að segja að fá á okkur mark var allt vitlaust. Það gefur manni ótrúlega mikið adrenalín. Maður heldur kannski að maður sé þreyttur en svo heyrir maður svona lætir og það gefur manni mörg prósent extra,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Hún þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir, segir Gunnhildur Yrsa. 20. júlí 2017 11:30 Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. 20. júlí 2017 08:00 Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. 20. júlí 2017 10:00 Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Hún þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir, segir Gunnhildur Yrsa. 20. júlí 2017 11:30
Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. 20. júlí 2017 08:00
Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. 20. júlí 2017 10:00
Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. 20. júlí 2017 06:00