Óli Stefán: Auðvelt að vera þjálfari hjá liði í velgengni Smári Jökull Jónsson skrifar 31. júlí 2017 21:36 Óli Stefán Flóventsson er þjálfari Grindavíkur. Vísir/Andri Marínó “Þetta er svona týpískur leikur fyrir okkar stöðu í augnablikinu. Við eigum fantabyrjun, þeir bjarga á línu strax í upphafi og eiga skot í slá. Þegar augnablikið er svona eins og núna þá fellur það ekki alveg með okkur,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Víkingum í Pepsi-deildinni í kvöld. Grindavík er ennþá í 3.sæti deildarinnar en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð eftir frábæra byrjun á mótinu þar sem þeir töpuðu aðeins einum af sínum fyrstu tíu leikjum. “Þeir skora frekar ódýr mörk sem á að vera auðvelt að koma í veg fyrir. Við erum bara á þannig kafla núna og þurfum að vera duglegir að vinna til að komast út úr því,” bætti Óli Stefán við. Grindvíkingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik en komu mjög daufir til leiks í síðari hálfleiknum og þá tóku Víkingar völdin. “Ég var svolítið svekktur með viðbrögð minna manna í hálfleik. Ég hrósaði þeim í leikhléi því það var kraftur og vilji í því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik og mér fannst við líklegir. Svo dettur takturinn úr þessu hjá okkur.” “Víkingarnir voru ekkert það mikið betri en við í seinni háfleik en þeir fundu þennan seinni bolta sem til dæmis kom þeim yfir. Það hefur svolítið einkennt okkur að við höfum unnið fyrir þessum seinni bolta og þessu klafsi, við höfum lagt allt í það og uppskorið eftir því en það bar ekki á því í seinni hálfleik í dag,” sagði Óli Stefán. Óli sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir stuttu að liðið þyrfti aðeins eitt stig í viðbót til að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. Síðan þá hafa þrír leikir tapast og ekkert stig komið í hús. Eru þessi orð þjálfarans eitthvað að trufla Grindvíkinga? “Alls ekki. Þú getur unnið á alls konar hátt úr markmiðum. Þau eru bara leið fyrir okkur að vinna eftir og trufla okkur ekkert. Umtalið fór svolítið mikið í þetta og við setjum hlutina upp sem er svolítið þægilegt fyrir ykkur að tala um.” “Eitt stig, þrjú eða tíu. Þau koma á endanum og við þurfum bara að finna leiðir út úr þessum slæma kafla sem við erum í núna. Ég hef talað um það að þegar við erum í mótbyr þá lærum við mest. Það er auðvelt að vera þjálfari hjá liði í velgengni en það reynir á í mótbyr og við erum að upplifa það,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindvíkinga að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Víkingur R. 1-2 | Þriðja tap Grindavíkur í röð Víkingar frá Reykjavík unnu afar kærkominn sigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld. Sigurinn er sá fyrsti í Pepsi-deildinni í júlí og lyftir þeim upp í 7.sæti deildarinnar. Grindavík er enn í 3.sæti. 31. júlí 2017 22:30 Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu. 9. júlí 2017 19:20 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
“Þetta er svona týpískur leikur fyrir okkar stöðu í augnablikinu. Við eigum fantabyrjun, þeir bjarga á línu strax í upphafi og eiga skot í slá. Þegar augnablikið er svona eins og núna þá fellur það ekki alveg með okkur,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Víkingum í Pepsi-deildinni í kvöld. Grindavík er ennþá í 3.sæti deildarinnar en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð eftir frábæra byrjun á mótinu þar sem þeir töpuðu aðeins einum af sínum fyrstu tíu leikjum. “Þeir skora frekar ódýr mörk sem á að vera auðvelt að koma í veg fyrir. Við erum bara á þannig kafla núna og þurfum að vera duglegir að vinna til að komast út úr því,” bætti Óli Stefán við. Grindvíkingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik en komu mjög daufir til leiks í síðari hálfleiknum og þá tóku Víkingar völdin. “Ég var svolítið svekktur með viðbrögð minna manna í hálfleik. Ég hrósaði þeim í leikhléi því það var kraftur og vilji í því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik og mér fannst við líklegir. Svo dettur takturinn úr þessu hjá okkur.” “Víkingarnir voru ekkert það mikið betri en við í seinni háfleik en þeir fundu þennan seinni bolta sem til dæmis kom þeim yfir. Það hefur svolítið einkennt okkur að við höfum unnið fyrir þessum seinni bolta og þessu klafsi, við höfum lagt allt í það og uppskorið eftir því en það bar ekki á því í seinni hálfleik í dag,” sagði Óli Stefán. Óli sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir stuttu að liðið þyrfti aðeins eitt stig í viðbót til að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. Síðan þá hafa þrír leikir tapast og ekkert stig komið í hús. Eru þessi orð þjálfarans eitthvað að trufla Grindvíkinga? “Alls ekki. Þú getur unnið á alls konar hátt úr markmiðum. Þau eru bara leið fyrir okkur að vinna eftir og trufla okkur ekkert. Umtalið fór svolítið mikið í þetta og við setjum hlutina upp sem er svolítið þægilegt fyrir ykkur að tala um.” “Eitt stig, þrjú eða tíu. Þau koma á endanum og við þurfum bara að finna leiðir út úr þessum slæma kafla sem við erum í núna. Ég hef talað um það að þegar við erum í mótbyr þá lærum við mest. Það er auðvelt að vera þjálfari hjá liði í velgengni en það reynir á í mótbyr og við erum að upplifa það,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindvíkinga að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Víkingur R. 1-2 | Þriðja tap Grindavíkur í röð Víkingar frá Reykjavík unnu afar kærkominn sigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld. Sigurinn er sá fyrsti í Pepsi-deildinni í júlí og lyftir þeim upp í 7.sæti deildarinnar. Grindavík er enn í 3.sæti. 31. júlí 2017 22:30 Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu. 9. júlí 2017 19:20 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Víkingur R. 1-2 | Þriðja tap Grindavíkur í röð Víkingar frá Reykjavík unnu afar kærkominn sigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld. Sigurinn er sá fyrsti í Pepsi-deildinni í júlí og lyftir þeim upp í 7.sæti deildarinnar. Grindavík er enn í 3.sæti. 31. júlí 2017 22:30
Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu. 9. júlí 2017 19:20