Vísaði fréttamanni frá borði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 18:30 Skipstjóri á franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem hleypti tæplega tvö hundruð farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum, segist hafa haft leyfi til þess, þótt hvorki skip né farþegar hafi þá verið tollafgreidd. Hann vísaði fréttamönnum frá borði þegar gengið var nánar að honum vegna málsins. Skemmtiferðaskipið er fyrsta skemmtiferðaskip sem leggst að bryggju á Akranesi að að því tilefni var tekið á móti því við viðhöfn í morgun. „Það var mjög spennandi að leggjast hér upp að, sérstaklega af því að hér er þröngt. Það eru forréttindi fyrir okkur á svo stóru skipi að koma inn í svona litla höfn, ekki aðeins til Reykjavíkur heldur einnig til smærri staða. Farþegarnir fá þá að upplifa nýja reynslu,“ segir Etienne Garcia, skipstjóri skipsins. Skipið er skráð í Frakklandi og eru farþegar þess 181 auk áhafnar. Boðið er upp á siglingar til Jan Mayen, Svalbarða, Grænlands og Íslands. Skipið kom frá Grænlandi í gær og hafði viðkomu á Vestfjörðum. Þegar komið var inn í Veiðileysufjörð var kastað akkeri og öllum farþegunum siglt í land á smærri bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Öll skip sem hingað koma eiga að fara í gegnum tollskoðun áður en farþegar fá að fara frá borði. Á þessu eru þó undanþágur samkvæmt heimildum fréttastofu en staðfest er að svo hafi ekki verið í þessu tilviki og fóru farþegar skipsins frá borði án heimildar yfirvalda.„Svara ekki slíkum spurningum“Voruð þið með heimild fyrir þessu? „Já, auðvitað. Við höfðum heimild frá umhverfis- og ferðamálayfirvöldum,“ segir Garcia.Var skipið tollafgreitt? „Já,“ segir Garcia.Áður en fólk fór frá borði? „Ég svara ekki slíkum spurningum. Hvaða spurningar eru þetta eiginlega?,“ sagði Garcia. Frá Veiðileysufirði var skipinu svo siglt í Hesteyrarfjörð þar sem farþegar fóru aftur frá borði. „Hvers vegna ertu að tala um þetta?,“ spurði Garcia fréttamann.Af því að þú brýtur íslensk og alþjóðleg lög með því að hleypa fólki frá borði úti á landi án tollafgreiðslu. „Öll okkar mál fara í gegnum umboðsmann okkar héðan í frá,“ sagði Garcia. Báðir viðkomustaðir skipsins í viðkvæmri náttúru og innan friðlýsts svæðis á HornströndumVissir þú að svæðið er viðkvæmt og nýtur reglna um vernd? „Já, við vissum það. Við höfðum heimild frá umhverfis...,“ sagði Garcia.Hver gaf þessa heimild? „Umhverfisverndarráð Íslands,“ sagði Garcia. Á þessum tímapunkti var skipstjóri skemmtiferðaskipsins orðinn ósáttur við spurningar fréttastofu. „Ég svara ekki fleiri spurningum. Takk fyrir,“ sagði Garcia. Eftir þetta var fréttamanni og myndatökumanni vísað frá borði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var gert viðvart um málið í gær og hafði samband við skipstjóra skipsins sem viðurkenndi að hafa hleypt farþegum í land. Honum var gert grein fyrir því að slíkt væri með öllu óheilmilt nema að undangenginni tollafgreiðslu. Var skipstjóra gert að sækja þá farþega sem voru komnir í land og taka þá í skipið hið snarasta og varð skipstjórinn við því. Umboðsaðili skipsins hér á landi heitir Gára og baðs framkvæmdastjóri fyrirtækisins undan viðtali í dag. Hann sagði málið í ferli og yrði tekið fyrir á morgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Skipstjóri á franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem hleypti tæplega tvö hundruð farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum, segist hafa haft leyfi til þess, þótt hvorki skip né farþegar hafi þá verið tollafgreidd. Hann vísaði fréttamönnum frá borði þegar gengið var nánar að honum vegna málsins. Skemmtiferðaskipið er fyrsta skemmtiferðaskip sem leggst að bryggju á Akranesi að að því tilefni var tekið á móti því við viðhöfn í morgun. „Það var mjög spennandi að leggjast hér upp að, sérstaklega af því að hér er þröngt. Það eru forréttindi fyrir okkur á svo stóru skipi að koma inn í svona litla höfn, ekki aðeins til Reykjavíkur heldur einnig til smærri staða. Farþegarnir fá þá að upplifa nýja reynslu,“ segir Etienne Garcia, skipstjóri skipsins. Skipið er skráð í Frakklandi og eru farþegar þess 181 auk áhafnar. Boðið er upp á siglingar til Jan Mayen, Svalbarða, Grænlands og Íslands. Skipið kom frá Grænlandi í gær og hafði viðkomu á Vestfjörðum. Þegar komið var inn í Veiðileysufjörð var kastað akkeri og öllum farþegunum siglt í land á smærri bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Öll skip sem hingað koma eiga að fara í gegnum tollskoðun áður en farþegar fá að fara frá borði. Á þessu eru þó undanþágur samkvæmt heimildum fréttastofu en staðfest er að svo hafi ekki verið í þessu tilviki og fóru farþegar skipsins frá borði án heimildar yfirvalda.„Svara ekki slíkum spurningum“Voruð þið með heimild fyrir þessu? „Já, auðvitað. Við höfðum heimild frá umhverfis- og ferðamálayfirvöldum,“ segir Garcia.Var skipið tollafgreitt? „Já,“ segir Garcia.Áður en fólk fór frá borði? „Ég svara ekki slíkum spurningum. Hvaða spurningar eru þetta eiginlega?,“ sagði Garcia. Frá Veiðileysufirði var skipinu svo siglt í Hesteyrarfjörð þar sem farþegar fóru aftur frá borði. „Hvers vegna ertu að tala um þetta?,“ spurði Garcia fréttamann.Af því að þú brýtur íslensk og alþjóðleg lög með því að hleypa fólki frá borði úti á landi án tollafgreiðslu. „Öll okkar mál fara í gegnum umboðsmann okkar héðan í frá,“ sagði Garcia. Báðir viðkomustaðir skipsins í viðkvæmri náttúru og innan friðlýsts svæðis á HornströndumVissir þú að svæðið er viðkvæmt og nýtur reglna um vernd? „Já, við vissum það. Við höfðum heimild frá umhverfis...,“ sagði Garcia.Hver gaf þessa heimild? „Umhverfisverndarráð Íslands,“ sagði Garcia. Á þessum tímapunkti var skipstjóri skemmtiferðaskipsins orðinn ósáttur við spurningar fréttastofu. „Ég svara ekki fleiri spurningum. Takk fyrir,“ sagði Garcia. Eftir þetta var fréttamanni og myndatökumanni vísað frá borði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var gert viðvart um málið í gær og hafði samband við skipstjóra skipsins sem viðurkenndi að hafa hleypt farþegum í land. Honum var gert grein fyrir því að slíkt væri með öllu óheilmilt nema að undangenginni tollafgreiðslu. Var skipstjóra gert að sækja þá farþega sem voru komnir í land og taka þá í skipið hið snarasta og varð skipstjórinn við því. Umboðsaðili skipsins hér á landi heitir Gára og baðs framkvæmdastjóri fyrirtækisins undan viðtali í dag. Hann sagði málið í ferli og yrði tekið fyrir á morgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57