Fullyrða að losun gróðurhúsalofttegunda sé vantalin Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 09:57 Rannsóknastöð í Jungfraujoch í svissnesku Ölpunum hefur mælt meiri losun gróðurhúsalofttegundar í Ítalíu en þarlend stjórnvöld gefa upp. Empa.ch Raunveruleg losun öflugra gróðurhúsalofttegunda er meiri en sum ríki sem eiga aðild að Parísarsamkomulaginu gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Breska ríkisútvarpið BBC fullyrðir þetta eftir úttekt sem það gerði. Vitnar BBC til mælinga svissneskra vísindamanna á miklu magni gróðurhúsalofttegunda á norðanverðri Ítalíu. Samkvæmt þeim eru þar losuð á bilinu 60-80 tonn af gróðurhúsalofttegundinni HFC-23. Ítölsk stjórnvöld gefa hins vegar aðeins upp innan við tíu tonn til Kýótó-sáttmálans, undanfara Parísarsamkomulagsins. Ítalska umhverfisstofnunin segir BBC að hún standi við opinberar tölur sínar og hafnar niðurstöðum svissnesku vísindamannanna.Hátt í 15.000 sinnum öflugri en koltvísýringurHFC-23 er svonefnt vetnisflúorkolefni en það er notað við framleiðslu ísskápa og loftræstikerfa. Gastegundin er 14.800 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur miðað við hundrað ára líftíma í lofthjúpi jarðar. Losun vetnisflúorkolefna var metin 3% af heildarlosun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum árið 2015 samkvæmt opinberu losunarbókhaldi sambandsins. BBC segir að óvissa um nákvæma losun einstakra landa eins og Kína, Indlands og fjölda þróunarríkja sé mikil. Í Kína og Indlandi, tveimur af þremur löndum heims sem losa mest, er óvissan um losun sumra gróðurhúsalofttegunda sögð svo mikil að henni getið skeikað um 100% í hvora áttina sem er.Menn losa nú rúmlega 30 milljarða tonna af koltvísýringsígildum á ári.Vísir/GettyAðferðir og bókhald í sífelldri þróunKári Jónsson, sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að losunarbókhald ríkja sé mat á losun og því séu oft frávik frá raunverulegri eða mældri losun að finna í því. Töluverð óvissa geti fylgt mati á losun líkt og úttekt BBC leiði í ljós. Losunarbókhöld landa eigi hins vegar að vera í stöðugri þróun og aðferðafræði við útreikninga endurmetin þegar nýjar og betri upplýsingar komi fram. BBC hefur eftir sérfræðingum að óvissan um losun einstakra ríkja geti ógnað Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt því eiga ríkin sjálf að meta losun sína í bókhaldi og setja sér markmið um að draga úr henni. „Án góðra upplýsinga til grundvallar fellur París í raun um sjálft sig. Það verður aðeins að málfundarfélagi án mikils árangurs,“ segir Glen Peters frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðinni í Osló.Styrkur koltvísýrings ekki meiri í hundruð þúsunda áraÞó að úttekt BBC bendi til þess að veruleg óvissa gæti verið um hlut einstakra ríkja í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni hefur það ekki áhrif á mælingar vísindamanna á styrk þeirra í lofthjúpnum. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er nú yfir 400 hlutum af milljón að jafnaði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 400.000 ár. Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpnum hefur aukist um um það bil 40% frá því fyrir iðnbyltingu. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi er aðalorsök losunar á gróðurhúsalofttegundum. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Raunveruleg losun öflugra gróðurhúsalofttegunda er meiri en sum ríki sem eiga aðild að Parísarsamkomulaginu gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Breska ríkisútvarpið BBC fullyrðir þetta eftir úttekt sem það gerði. Vitnar BBC til mælinga svissneskra vísindamanna á miklu magni gróðurhúsalofttegunda á norðanverðri Ítalíu. Samkvæmt þeim eru þar losuð á bilinu 60-80 tonn af gróðurhúsalofttegundinni HFC-23. Ítölsk stjórnvöld gefa hins vegar aðeins upp innan við tíu tonn til Kýótó-sáttmálans, undanfara Parísarsamkomulagsins. Ítalska umhverfisstofnunin segir BBC að hún standi við opinberar tölur sínar og hafnar niðurstöðum svissnesku vísindamannanna.Hátt í 15.000 sinnum öflugri en koltvísýringurHFC-23 er svonefnt vetnisflúorkolefni en það er notað við framleiðslu ísskápa og loftræstikerfa. Gastegundin er 14.800 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur miðað við hundrað ára líftíma í lofthjúpi jarðar. Losun vetnisflúorkolefna var metin 3% af heildarlosun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum árið 2015 samkvæmt opinberu losunarbókhaldi sambandsins. BBC segir að óvissa um nákvæma losun einstakra landa eins og Kína, Indlands og fjölda þróunarríkja sé mikil. Í Kína og Indlandi, tveimur af þremur löndum heims sem losa mest, er óvissan um losun sumra gróðurhúsalofttegunda sögð svo mikil að henni getið skeikað um 100% í hvora áttina sem er.Menn losa nú rúmlega 30 milljarða tonna af koltvísýringsígildum á ári.Vísir/GettyAðferðir og bókhald í sífelldri þróunKári Jónsson, sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að losunarbókhald ríkja sé mat á losun og því séu oft frávik frá raunverulegri eða mældri losun að finna í því. Töluverð óvissa geti fylgt mati á losun líkt og úttekt BBC leiði í ljós. Losunarbókhöld landa eigi hins vegar að vera í stöðugri þróun og aðferðafræði við útreikninga endurmetin þegar nýjar og betri upplýsingar komi fram. BBC hefur eftir sérfræðingum að óvissan um losun einstakra ríkja geti ógnað Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt því eiga ríkin sjálf að meta losun sína í bókhaldi og setja sér markmið um að draga úr henni. „Án góðra upplýsinga til grundvallar fellur París í raun um sjálft sig. Það verður aðeins að málfundarfélagi án mikils árangurs,“ segir Glen Peters frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðinni í Osló.Styrkur koltvísýrings ekki meiri í hundruð þúsunda áraÞó að úttekt BBC bendi til þess að veruleg óvissa gæti verið um hlut einstakra ríkja í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni hefur það ekki áhrif á mælingar vísindamanna á styrk þeirra í lofthjúpnum. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er nú yfir 400 hlutum af milljón að jafnaði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 400.000 ár. Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpnum hefur aukist um um það bil 40% frá því fyrir iðnbyltingu. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi er aðalorsök losunar á gróðurhúsalofttegundum.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira