Flott útspil í vinsælasta flokkinn Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2017 12:45 Jeep Compass í sínu rétta umhverfi við vestasta odda meginlands Evrópu í Portúgal. Jeep er eitt þeirra bílafyrirtækja sem gengið hefur hvað best að auka sölu sína á undanförnum árum, ekki bara í heimalandinu Bandaríkjunum heldur einnig í Evrópu og um heim allan. Jeep framleiðir einvörðungu jeppa og jepplinga sem seljast eins og heitar lummur þessa dagana. Jeep á að auki þá rós í hnappagatinu að hafa fyrst allra bílaframleiðenda framleitt hinn eina sanna jeppa, Willis og hóf með því innreið bíla sem færir voru um að glíma við ófærur og opnaði með því leið almennings til að kanna ókunnar lendur óbyggðanna. Var það árið 1946 sem Jeep setti fyrst á markað Willisinn góða. Enn má sjá útlitseinkenni þessa fyrsta jeppa í framleiðslu Jeep bíla nú sjötíu árum seinna og vill Jeep eðlilega halda í þessa gömlu arfleifð sem skapað hefur Jeep þessa sterku ímynd. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að bílar Jeep eru nú fágaðir bílar með heilmikilli tækni og góðum búnaði. Það á sannarlega við nýjasta bíl Jeep, Compass sem kemur nú af annarri kynslóð eftir áratugs endingu fyrstu kynslóðar bílsins, en hann fékk andlitslyftingu árið 2011. Jeep Compass fellur í stærð á milli hins stutta og kubbslega Renegade og hins öllu stærri Cherokee, bíls sem mikið er til af hérlendis og selst ennþá vel hér. Nú er loks komið alvöru umboð hér á landi með Jeep bíla og Ísband í Mosfellsbæ selur að auki alla bíla sem Fiat Chrysler bílasamstæðan býður. Jeep Compass af annarri kynslóð var reyndur í Portúgal um daginn og þar fóru ekki slæm kynni.Jeep Compass er afar fær um að glíma við torfærur, líkt og aðrir bílar frá Jeep.Drifgetan klikkar ekki hjá Jeep Það kemur ef til vill ekki á óvart að Jeep leggi nú mikla áherslu á minni jeppa en eftirspurn eftir slíkum bílum hefur aukist mjög á síðustu árum og ætlar Jeep bílnum Compass talsvert mikla sölu á ýmsum mörkuðum og mun hann víða að einhverju leiti leysa af hinn stærri Cherokee þar sem salan almennt virðist ver að sveiflast frá stærri jeppum í minni jepplinga, sem þó hafa talsverða drifgetu. Talandi um drifgetu, þá mun Jeep seint setja á markað bíla sem ekki eru færir um að glíma við erfiða slóða og með því mun Jeep ekki skemma þá ímynd sína að bjóða eingöngu hæfa bíla til slíks aksturs. Það á einnig við þennan Compass og var á það reynt í Portúgal. Þar var boðið uppá grófan slóða upp fjall nálægt vestasta tanga meginlands Evrópu. Þar fór Compass létt með að klifra upp grófan og á tíðum brattan malarveg og þar sýndi hann sínar bestu hliðar. Það kemur þó ekki í veg fyrir að Compass er afar góður og aksturshæfur bíll á malbikinu og voru lengri leiðir farnar með slíku undirlagi. Athyglivert er að flutningsrýmið í Compass er stærra en í Cherokee og því er hér kominn afar hentugur bíll til ferðalaga.Kraftalegt ytra útlit en fágun inni Útlitslega hefur Jeep lukkast mjög vel við hönnun nýs Compass og er hann nú mun fríðari en forverinn. Allir bílar Jeep er reyndar fremur kubbslaga og kraftalegir, en það getur verið erfitt að teikna ekki stærri bíl en Compass en ná samt að hafa hann kraftalegan. Það hefur Jeep þá tekist með þessum bíl. Hlutföllin í bílnum eru öll svo rétt, axlarlínan flott og svo virðist sem að þakið fljóti ofaná. Til að auka þau áhrif býður Jeep þakið í svörtum lit sama hvaða litur príðir bílinn að öðru leiti og á það við allar dýrari gerðir bílsins, en ekki þá ódýrustu. Það er mjög einkennandi við Jeep bíla nú sem fyrr að hjólaumgjörðin er ferköntuð og eykur það á kraftalegt útlitið en kemur kannski í leiðinni niður á fáguninni. Allt er þetta með vilja gert og virðist falla kaupendum í Bandaríkjunum einkar vel, en víðar en það. Þegar inní Compass er komið er öllu meiri fágun sem blasir við og kom það greinarritara á óvart hvað bíllinn er flottur að innan. Þar er hann lítill eftirbátur dýrari Cherokee og Grand Cherokee jeppunum, bæði hvað varðar efnisval og hönnun. Rými að innan er líka til fyrirmyndar. Compass er 16 cm lengri en Renegade, með 7 cm lengra á milli öxla og með 8 cm meira fótarými fyrir aftursætisfarþega. Enn athygliverðara er að flutningsrýmið í Compass er stærra en í Cherokee og því er hér kominn afar hentugur bíll til ferðalaga.Mikið vélarúrval er í boði í Jeep Compass.4 akstursstillingar og 5 í Trailhawk Þetta öllu meira bil á milli öxla en í Renegade eykur mjög á afturshæfni Compass. Mjög lítils hliðarhalla gætir í beygjum, stýringin er nákvæm og þægileg, en ef yfir einhverju á að kvarta þá eru bremsurnar ferlega viðkvæmar og oft reyndist því hemlun full hastarleg. Slíkt venst þó. Jeep Compass er eins og margur annar Jeep bíllinn með alvöru fjórhjóladrifi og drifgetan eftir því. Að auki eru 4 akstursstillingar í Compass, Auto, Snow, Sand og Mud og í Trailhawk útgáfu bílsins bætist við fimmta akstursstillingin, Rock Mode og fer þá torfæruhæfnin enn batnandi. Ekki sakar að undir lægsta punkt Compass eru 22 cm og það tryggir torfærugetuna. Jeep býður mikið úrval véla í Compass, 1,4 lítra bensínvél í tveimur útgáfum, 140 og 170 hestafla. Þá aflminni má fá með 6 gíra beinskiptingu en þá aflmeiri eingöngu með 9 gíra sjálfskiptingu. Þá er einnig í boði 184 hestafla 2,4 lítra bensínvél. Dísilvélarnar í boði eru 1,6 lítra vél í tveimur útfærslum, 120 og 140 hestafla, sú aflminni má fá með beinskiptingu en þá aflmeiri eingöngu með 9 gíra sjálfskiptingunni. Þá er líka í boði 2,0 lítra og 170 hestafla dísilvél með 9 gíra sjálfskiptingunni. Prófaðar voru aflmeiri 1,4 lítra bensínvélin og aflmeiri 1,6 lítra dísilvélin og reyndust þær báðar vel og skorti bílinn aldrei afl þó svo ekki sé hægt að tala um öskrandi orkubúnt. Það kæmi alls ekki á óvart að þessi vel heppnaði jeppi/jepplingur yrði söluhæsta bílgerð Jeep á næstunni og víst er að einmitt þessi stærð af bílum er sú sem mest eftirspurn er eftir í heiminum í dag og það á einnig við hérlendis.Ekki sakar að undir lægsta punkt Compass eru 22 cm og það tryggir torfærugetuna.Kostir: Torfærugeta, aksturseiginleikar, hljóðláturÓkostir: Viðkvæmar bremsur 1,4 lítra bensínvél, 170 hestöfl FjórhjóladrifEyðsla: 8,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 211 g/km CO2 Hröðun: 7,9 sek. Hámarkshraði: 193 km/klst Verð frá: 7.690.000 kr. Umboð: ÍsbandAlls ekki slorleg innrétting í nýjum Compass. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent
Jeep er eitt þeirra bílafyrirtækja sem gengið hefur hvað best að auka sölu sína á undanförnum árum, ekki bara í heimalandinu Bandaríkjunum heldur einnig í Evrópu og um heim allan. Jeep framleiðir einvörðungu jeppa og jepplinga sem seljast eins og heitar lummur þessa dagana. Jeep á að auki þá rós í hnappagatinu að hafa fyrst allra bílaframleiðenda framleitt hinn eina sanna jeppa, Willis og hóf með því innreið bíla sem færir voru um að glíma við ófærur og opnaði með því leið almennings til að kanna ókunnar lendur óbyggðanna. Var það árið 1946 sem Jeep setti fyrst á markað Willisinn góða. Enn má sjá útlitseinkenni þessa fyrsta jeppa í framleiðslu Jeep bíla nú sjötíu árum seinna og vill Jeep eðlilega halda í þessa gömlu arfleifð sem skapað hefur Jeep þessa sterku ímynd. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að bílar Jeep eru nú fágaðir bílar með heilmikilli tækni og góðum búnaði. Það á sannarlega við nýjasta bíl Jeep, Compass sem kemur nú af annarri kynslóð eftir áratugs endingu fyrstu kynslóðar bílsins, en hann fékk andlitslyftingu árið 2011. Jeep Compass fellur í stærð á milli hins stutta og kubbslega Renegade og hins öllu stærri Cherokee, bíls sem mikið er til af hérlendis og selst ennþá vel hér. Nú er loks komið alvöru umboð hér á landi með Jeep bíla og Ísband í Mosfellsbæ selur að auki alla bíla sem Fiat Chrysler bílasamstæðan býður. Jeep Compass af annarri kynslóð var reyndur í Portúgal um daginn og þar fóru ekki slæm kynni.Jeep Compass er afar fær um að glíma við torfærur, líkt og aðrir bílar frá Jeep.Drifgetan klikkar ekki hjá Jeep Það kemur ef til vill ekki á óvart að Jeep leggi nú mikla áherslu á minni jeppa en eftirspurn eftir slíkum bílum hefur aukist mjög á síðustu árum og ætlar Jeep bílnum Compass talsvert mikla sölu á ýmsum mörkuðum og mun hann víða að einhverju leiti leysa af hinn stærri Cherokee þar sem salan almennt virðist ver að sveiflast frá stærri jeppum í minni jepplinga, sem þó hafa talsverða drifgetu. Talandi um drifgetu, þá mun Jeep seint setja á markað bíla sem ekki eru færir um að glíma við erfiða slóða og með því mun Jeep ekki skemma þá ímynd sína að bjóða eingöngu hæfa bíla til slíks aksturs. Það á einnig við þennan Compass og var á það reynt í Portúgal. Þar var boðið uppá grófan slóða upp fjall nálægt vestasta tanga meginlands Evrópu. Þar fór Compass létt með að klifra upp grófan og á tíðum brattan malarveg og þar sýndi hann sínar bestu hliðar. Það kemur þó ekki í veg fyrir að Compass er afar góður og aksturshæfur bíll á malbikinu og voru lengri leiðir farnar með slíku undirlagi. Athyglivert er að flutningsrýmið í Compass er stærra en í Cherokee og því er hér kominn afar hentugur bíll til ferðalaga.Kraftalegt ytra útlit en fágun inni Útlitslega hefur Jeep lukkast mjög vel við hönnun nýs Compass og er hann nú mun fríðari en forverinn. Allir bílar Jeep er reyndar fremur kubbslaga og kraftalegir, en það getur verið erfitt að teikna ekki stærri bíl en Compass en ná samt að hafa hann kraftalegan. Það hefur Jeep þá tekist með þessum bíl. Hlutföllin í bílnum eru öll svo rétt, axlarlínan flott og svo virðist sem að þakið fljóti ofaná. Til að auka þau áhrif býður Jeep þakið í svörtum lit sama hvaða litur príðir bílinn að öðru leiti og á það við allar dýrari gerðir bílsins, en ekki þá ódýrustu. Það er mjög einkennandi við Jeep bíla nú sem fyrr að hjólaumgjörðin er ferköntuð og eykur það á kraftalegt útlitið en kemur kannski í leiðinni niður á fáguninni. Allt er þetta með vilja gert og virðist falla kaupendum í Bandaríkjunum einkar vel, en víðar en það. Þegar inní Compass er komið er öllu meiri fágun sem blasir við og kom það greinarritara á óvart hvað bíllinn er flottur að innan. Þar er hann lítill eftirbátur dýrari Cherokee og Grand Cherokee jeppunum, bæði hvað varðar efnisval og hönnun. Rými að innan er líka til fyrirmyndar. Compass er 16 cm lengri en Renegade, með 7 cm lengra á milli öxla og með 8 cm meira fótarými fyrir aftursætisfarþega. Enn athygliverðara er að flutningsrýmið í Compass er stærra en í Cherokee og því er hér kominn afar hentugur bíll til ferðalaga.Mikið vélarúrval er í boði í Jeep Compass.4 akstursstillingar og 5 í Trailhawk Þetta öllu meira bil á milli öxla en í Renegade eykur mjög á afturshæfni Compass. Mjög lítils hliðarhalla gætir í beygjum, stýringin er nákvæm og þægileg, en ef yfir einhverju á að kvarta þá eru bremsurnar ferlega viðkvæmar og oft reyndist því hemlun full hastarleg. Slíkt venst þó. Jeep Compass er eins og margur annar Jeep bíllinn með alvöru fjórhjóladrifi og drifgetan eftir því. Að auki eru 4 akstursstillingar í Compass, Auto, Snow, Sand og Mud og í Trailhawk útgáfu bílsins bætist við fimmta akstursstillingin, Rock Mode og fer þá torfæruhæfnin enn batnandi. Ekki sakar að undir lægsta punkt Compass eru 22 cm og það tryggir torfærugetuna. Jeep býður mikið úrval véla í Compass, 1,4 lítra bensínvél í tveimur útgáfum, 140 og 170 hestafla. Þá aflminni má fá með 6 gíra beinskiptingu en þá aflmeiri eingöngu með 9 gíra sjálfskiptingu. Þá er einnig í boði 184 hestafla 2,4 lítra bensínvél. Dísilvélarnar í boði eru 1,6 lítra vél í tveimur útfærslum, 120 og 140 hestafla, sú aflminni má fá með beinskiptingu en þá aflmeiri eingöngu með 9 gíra sjálfskiptingunni. Þá er líka í boði 2,0 lítra og 170 hestafla dísilvél með 9 gíra sjálfskiptingunni. Prófaðar voru aflmeiri 1,4 lítra bensínvélin og aflmeiri 1,6 lítra dísilvélin og reyndust þær báðar vel og skorti bílinn aldrei afl þó svo ekki sé hægt að tala um öskrandi orkubúnt. Það kæmi alls ekki á óvart að þessi vel heppnaði jeppi/jepplingur yrði söluhæsta bílgerð Jeep á næstunni og víst er að einmitt þessi stærð af bílum er sú sem mest eftirspurn er eftir í heiminum í dag og það á einnig við hérlendis.Ekki sakar að undir lægsta punkt Compass eru 22 cm og það tryggir torfærugetuna.Kostir: Torfærugeta, aksturseiginleikar, hljóðláturÓkostir: Viðkvæmar bremsur 1,4 lítra bensínvél, 170 hestöfl FjórhjóladrifEyðsla: 8,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 211 g/km CO2 Hröðun: 7,9 sek. Hámarkshraði: 193 km/klst Verð frá: 7.690.000 kr. Umboð: ÍsbandAlls ekki slorleg innrétting í nýjum Compass.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent