Porsche hættir þolakstri og snýr sér að Formula E Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2017 09:45 Bílar frá Porsche og Audi í þolakstri. Það fór eins og í stefndi að Porsche lýsti því yfir að fyrirtækið hyggðist hætta þátttöku í þolaksturskeppnum og muni snúa sér alfarið að þátttöku í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni. Þessi stefnubreyting er samstíga breyttu viðhorfi og framleiðslu Porsche, sem og móðurfyrirtæki þess, Volkswagen sem alla áherslu leggaj nú á þróun og framleiðslu rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Það er ekki eins og Porsche hætti þátttöku sinni í þolakstri með skít og skömm, þvert á móti, en Porsche hefur til að mynda unnið Le Mans þolaksturskeppnina nú þrjú ár í röð og vann þolakstursmótaröðina árið 2015 og 2016. Porsche hefur þegar hafið hönnun síns fyrsta keppnisbíls í Formula E. Mercedes Benz hefur einnig lýst yfir þátttöku í Formula E keppnisröðinni svo þar á bæ fer keppni harðnandi með þessum tveimur öflugu bílaframleiðendum. Audi ætlar líka að taka þátt í Formula E og kemur það ekki á óvart þar sem fyrirtækið tilheyrir einnig Volkswagen Group, líkt og Porsche. Fyrir eru í Formula E mótaröðinni stórir og þekktir framleiðendur eins og BMW, Renault, Jaguar og Citroën. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir
Það fór eins og í stefndi að Porsche lýsti því yfir að fyrirtækið hyggðist hætta þátttöku í þolaksturskeppnum og muni snúa sér alfarið að þátttöku í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni. Þessi stefnubreyting er samstíga breyttu viðhorfi og framleiðslu Porsche, sem og móðurfyrirtæki þess, Volkswagen sem alla áherslu leggaj nú á þróun og framleiðslu rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Það er ekki eins og Porsche hætti þátttöku sinni í þolakstri með skít og skömm, þvert á móti, en Porsche hefur til að mynda unnið Le Mans þolaksturskeppnina nú þrjú ár í röð og vann þolakstursmótaröðina árið 2015 og 2016. Porsche hefur þegar hafið hönnun síns fyrsta keppnisbíls í Formula E. Mercedes Benz hefur einnig lýst yfir þátttöku í Formula E keppnisröðinni svo þar á bæ fer keppni harðnandi með þessum tveimur öflugu bílaframleiðendum. Audi ætlar líka að taka þátt í Formula E og kemur það ekki á óvart þar sem fyrirtækið tilheyrir einnig Volkswagen Group, líkt og Porsche. Fyrir eru í Formula E mótaröðinni stórir og þekktir framleiðendur eins og BMW, Renault, Jaguar og Citroën.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir