Porsche hættir þolakstri og snýr sér að Formula E Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2017 09:45 Bílar frá Porsche og Audi í þolakstri. Það fór eins og í stefndi að Porsche lýsti því yfir að fyrirtækið hyggðist hætta þátttöku í þolaksturskeppnum og muni snúa sér alfarið að þátttöku í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni. Þessi stefnubreyting er samstíga breyttu viðhorfi og framleiðslu Porsche, sem og móðurfyrirtæki þess, Volkswagen sem alla áherslu leggaj nú á þróun og framleiðslu rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Það er ekki eins og Porsche hætti þátttöku sinni í þolakstri með skít og skömm, þvert á móti, en Porsche hefur til að mynda unnið Le Mans þolaksturskeppnina nú þrjú ár í röð og vann þolakstursmótaröðina árið 2015 og 2016. Porsche hefur þegar hafið hönnun síns fyrsta keppnisbíls í Formula E. Mercedes Benz hefur einnig lýst yfir þátttöku í Formula E keppnisröðinni svo þar á bæ fer keppni harðnandi með þessum tveimur öflugu bílaframleiðendum. Audi ætlar líka að taka þátt í Formula E og kemur það ekki á óvart þar sem fyrirtækið tilheyrir einnig Volkswagen Group, líkt og Porsche. Fyrir eru í Formula E mótaröðinni stórir og þekktir framleiðendur eins og BMW, Renault, Jaguar og Citroën. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent
Það fór eins og í stefndi að Porsche lýsti því yfir að fyrirtækið hyggðist hætta þátttöku í þolaksturskeppnum og muni snúa sér alfarið að þátttöku í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni. Þessi stefnubreyting er samstíga breyttu viðhorfi og framleiðslu Porsche, sem og móðurfyrirtæki þess, Volkswagen sem alla áherslu leggaj nú á þróun og framleiðslu rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Það er ekki eins og Porsche hætti þátttöku sinni í þolakstri með skít og skömm, þvert á móti, en Porsche hefur til að mynda unnið Le Mans þolaksturskeppnina nú þrjú ár í röð og vann þolakstursmótaröðina árið 2015 og 2016. Porsche hefur þegar hafið hönnun síns fyrsta keppnisbíls í Formula E. Mercedes Benz hefur einnig lýst yfir þátttöku í Formula E keppnisröðinni svo þar á bæ fer keppni harðnandi með þessum tveimur öflugu bílaframleiðendum. Audi ætlar líka að taka þátt í Formula E og kemur það ekki á óvart þar sem fyrirtækið tilheyrir einnig Volkswagen Group, líkt og Porsche. Fyrir eru í Formula E mótaröðinni stórir og þekktir framleiðendur eins og BMW, Renault, Jaguar og Citroën.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent