Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Pink Iceland er meðal fyrirtækja sem bjóða ferðamönnum að gifta sig á Íslandi. Mynd/Kristín María „Það er heilmikið vesen fyrir fólk að ætla að gifta sig hérna, það gerist ekki einn, tveir og þrír, það er mikil pappírsvinna í kringum það. Fólk leggur talsvert á sig til að fá giftingu hér á Íslandi,“ segir Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. „Það hefur alltaf verið eitthvað um óskir erlendra aðila undanfarin ár að gifta sig og þetta hefur aukist með auknum ferðamannastraumi,“ segir Egill. Hann segir þetta þó ekki óviðráðanlegan fjölda hjá sér að minnsta kosti. Það vakti athygli í fréttunum fyrir helgi þegar brúðgumi frá Bandaríkjunum gifti sig á stuttermabolnum á Íslandi eftir að farangurinn hans týndist. Það par er eitt af mörgum sem hefur komið til Íslands gagngert í ár til að gifta sig. „Þetta eykst eiginlega ár frá ári, mögulega á þetta sömu uppsprettu og þessi aukni ferðamannastraumur,“ segir Steinar Harðarson hjá Siðmennt. „Það er mjög oft sem beðið er um að athafnir fari fram á einhverjum fallegum stöðum þar sem náttúran er í bakgrunni,“ segir Steinar. Steinar nefnir að meðal vinsælla staða séu svæðið við Gullfoss, Reynisfjara, Skógafoss og Jökulsárlón. „Þetta er mjög mikið á fallegum náttúrustöðum á Suðurlandi og jafnvel á Snæfellsnesi og í nágrenni Vatnajökuls,“ segir Steinar. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Suðurlandi fjölgar hjónavígslum erlendra aðila stöðugt. Framan af voru það mest Þjóðverjar og Bretar að giftast, en nú eru þjóðernin fleiri og mikið um að Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Rússar giftist hér á landi. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup Skálholtsumdæmis, finnur einnig fyrir aukningu. „Það er alveg hreinlega aukning, ég er fyrst og fremst á Þingvöllum og sé að það er þannig þar,“ segir Kristján. Kristján telur að bæði sé aukning í borgaralegum og kirkjuathöfnum. Hann segir að fólk einblíni á að gifta sig í fallegu umhverfi. „Fólk er ekki bara að leita að íslenskum litlum kirkjum, þótt sumum finnist þær krúttlegar, þetta snýst meira um tengsl við náttúruna. Athafnir eru í ýmsum kirkjum sem eru vinsælar en það er líka vegna þess að þær standa einhvers staðar á fallegu landi.“ Kristján telur að athafnir sem þessar geti haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á kirkjur í litlum sóknum. „Ég tel víst að ef fólk skilur eftir fé til kirkna þá sé það auðvitað plús. Eins og í Þingvallakirkju, þá segi ég við fólkið að það skuli gjarnan gefa kirkjunni og það eru tekjur sem koma inn. Það hefur örugglega jákvæð áhrif.“ Egill segir einnig að eitthvað sé um það að erlendir aðilar sem gifti sig í kirkjum hér á landi gefi kirkjunni peninga eftir það. Það breyti þó ekki fjárhag kirkna enda gifti sig ekki allir í sömu kirkjunni.Vinsælir staðir fyrir hjónavígslur: Gullfoss Reynisfjara Skógafoss Seljalandsfoss Hjálparfoss Kleifarvatn Dyrhólaey Jökulsárlón Kirkjufell Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
„Það er heilmikið vesen fyrir fólk að ætla að gifta sig hérna, það gerist ekki einn, tveir og þrír, það er mikil pappírsvinna í kringum það. Fólk leggur talsvert á sig til að fá giftingu hér á Íslandi,“ segir Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. „Það hefur alltaf verið eitthvað um óskir erlendra aðila undanfarin ár að gifta sig og þetta hefur aukist með auknum ferðamannastraumi,“ segir Egill. Hann segir þetta þó ekki óviðráðanlegan fjölda hjá sér að minnsta kosti. Það vakti athygli í fréttunum fyrir helgi þegar brúðgumi frá Bandaríkjunum gifti sig á stuttermabolnum á Íslandi eftir að farangurinn hans týndist. Það par er eitt af mörgum sem hefur komið til Íslands gagngert í ár til að gifta sig. „Þetta eykst eiginlega ár frá ári, mögulega á þetta sömu uppsprettu og þessi aukni ferðamannastraumur,“ segir Steinar Harðarson hjá Siðmennt. „Það er mjög oft sem beðið er um að athafnir fari fram á einhverjum fallegum stöðum þar sem náttúran er í bakgrunni,“ segir Steinar. Steinar nefnir að meðal vinsælla staða séu svæðið við Gullfoss, Reynisfjara, Skógafoss og Jökulsárlón. „Þetta er mjög mikið á fallegum náttúrustöðum á Suðurlandi og jafnvel á Snæfellsnesi og í nágrenni Vatnajökuls,“ segir Steinar. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Suðurlandi fjölgar hjónavígslum erlendra aðila stöðugt. Framan af voru það mest Þjóðverjar og Bretar að giftast, en nú eru þjóðernin fleiri og mikið um að Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Rússar giftist hér á landi. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup Skálholtsumdæmis, finnur einnig fyrir aukningu. „Það er alveg hreinlega aukning, ég er fyrst og fremst á Þingvöllum og sé að það er þannig þar,“ segir Kristján. Kristján telur að bæði sé aukning í borgaralegum og kirkjuathöfnum. Hann segir að fólk einblíni á að gifta sig í fallegu umhverfi. „Fólk er ekki bara að leita að íslenskum litlum kirkjum, þótt sumum finnist þær krúttlegar, þetta snýst meira um tengsl við náttúruna. Athafnir eru í ýmsum kirkjum sem eru vinsælar en það er líka vegna þess að þær standa einhvers staðar á fallegu landi.“ Kristján telur að athafnir sem þessar geti haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á kirkjur í litlum sóknum. „Ég tel víst að ef fólk skilur eftir fé til kirkna þá sé það auðvitað plús. Eins og í Þingvallakirkju, þá segi ég við fólkið að það skuli gjarnan gefa kirkjunni og það eru tekjur sem koma inn. Það hefur örugglega jákvæð áhrif.“ Egill segir einnig að eitthvað sé um það að erlendir aðilar sem gifti sig í kirkjum hér á landi gefi kirkjunni peninga eftir það. Það breyti þó ekki fjárhag kirkna enda gifti sig ekki allir í sömu kirkjunni.Vinsælir staðir fyrir hjónavígslur: Gullfoss Reynisfjara Skógafoss Seljalandsfoss Hjálparfoss Kleifarvatn Dyrhólaey Jökulsárlón Kirkjufell Þingvellir
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?