Lars bauð öllu starfsfólki landsliðsins út að borða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2017 12:00 Lars þakkar fyrir sig eftir leikinn gegn Frökkum í 8-liða úrslitum á EM 2016. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, kom í stutta heimsókn til Íslands vegna leiks Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli á föstudaginn. Um kvöldið bauð Lars öllu starfsfólki landsliðsins til kvöldverðar á Hilton/Nordica ásamt mökum. Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður landsliðsins, sagði frá þessu á Facebook. „Það var skemmtileg stund, mikið hlegið og fíflast á kostnað ,,sumra“ eins og ævinlega. Lars er sterkur persónuleiki og það var augljóst að hann saknar Íslands (og okkar allra). Það kæmi mér ekki á óvart að hann heimsækti Íslands reglulega næstu árin,“ skrifar Þorgrímur við mynd af þeim Lars. „Tíminn með Lars var einstaklega lærdómsríkur og eins og flestum er ljóst lyfti hann ýmsu um hærra plan - sem var löngu tímabært. Og Helene Fors, eiginkona hans, er einstaklega elskuleg og hefur þægilega nærveru. Ísland stendur í þakkarskuld við þetta flotta fólk.“ Lars tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011. Undir hans stjórn komst Ísland í umspil um sæti á HM 2014 en laut í lægra haldi fyrir Króatíu. Íslenska liðið spilaði frábærlega í næstu undankeppni og tryggði sér farseðilinn á EM í Frakklandi. Þar kom Ísland öllum á óvart og komst alla leið í 8-liða úrslit. Lars hætti með íslenska liðið eftir EM en í febrúar á þessu ári tók hann við norska landsliðinu. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars missti af Heimi sem er á Þjóðhátíð Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson talast við eftir hvern leik með íslenska landsliðinu. 5. ágúst 2017 09:00 Ég fagna að sjálfsögðu enn með íslenska liðinu Lars Lagerbäck kom í stutta heimsókn til Íslands í tengslum við Super Match á Laugardalsvelli í gær. Hann segist sakna landsins og þykir miður að hafa ekki séð leik með íslenska landsliðinu eftir að hann hætti. 5. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, kom í stutta heimsókn til Íslands vegna leiks Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli á föstudaginn. Um kvöldið bauð Lars öllu starfsfólki landsliðsins til kvöldverðar á Hilton/Nordica ásamt mökum. Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður landsliðsins, sagði frá þessu á Facebook. „Það var skemmtileg stund, mikið hlegið og fíflast á kostnað ,,sumra“ eins og ævinlega. Lars er sterkur persónuleiki og það var augljóst að hann saknar Íslands (og okkar allra). Það kæmi mér ekki á óvart að hann heimsækti Íslands reglulega næstu árin,“ skrifar Þorgrímur við mynd af þeim Lars. „Tíminn með Lars var einstaklega lærdómsríkur og eins og flestum er ljóst lyfti hann ýmsu um hærra plan - sem var löngu tímabært. Og Helene Fors, eiginkona hans, er einstaklega elskuleg og hefur þægilega nærveru. Ísland stendur í þakkarskuld við þetta flotta fólk.“ Lars tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011. Undir hans stjórn komst Ísland í umspil um sæti á HM 2014 en laut í lægra haldi fyrir Króatíu. Íslenska liðið spilaði frábærlega í næstu undankeppni og tryggði sér farseðilinn á EM í Frakklandi. Þar kom Ísland öllum á óvart og komst alla leið í 8-liða úrslit. Lars hætti með íslenska liðið eftir EM en í febrúar á þessu ári tók hann við norska landsliðinu.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars missti af Heimi sem er á Þjóðhátíð Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson talast við eftir hvern leik með íslenska landsliðinu. 5. ágúst 2017 09:00 Ég fagna að sjálfsögðu enn með íslenska liðinu Lars Lagerbäck kom í stutta heimsókn til Íslands í tengslum við Super Match á Laugardalsvelli í gær. Hann segist sakna landsins og þykir miður að hafa ekki séð leik með íslenska landsliðinu eftir að hann hætti. 5. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Lars missti af Heimi sem er á Þjóðhátíð Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson talast við eftir hvern leik með íslenska landsliðinu. 5. ágúst 2017 09:00
Ég fagna að sjálfsögðu enn með íslenska liðinu Lars Lagerbäck kom í stutta heimsókn til Íslands í tengslum við Super Match á Laugardalsvelli í gær. Hann segist sakna landsins og þykir miður að hafa ekki séð leik með íslenska landsliðinu eftir að hann hætti. 5. ágúst 2017 06:00