Gott að eiga eldri vini Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 11:45 Sveppi afslappaður þó að hann verði að fara að keyra af stað í veg fyrir Herjólf. Visir/Laufey Gætir þú hringt aðeins seinna. Ég er að pakka fyrir Vestmannaeyjaferð en get talað við þig á leiðinni til skips,“ segir Sveppi þegar ég falast eftir afmælisviðtali. Hann er á háheiðinni þegar ég slæ á þráðinn aftur og segir þar kjöraðstæður fyrir viðtal. Kveðst vera með hluta af fjölskyldunni í bílnum. „Ég er kominn með ungling, það verður að ferja hann til Eyja en peyjunum var skutlað upp í bústað til ömmu og afa. Þeir hafa það miklu betra þar.“ Þó Sveppi sé landsþekktur skemmtikraftur segist hann ekki ætla að skemmta neinum nema sjálfum sér í þessari ferð. Hann fer á Þjóðhátíð á margra ára fresti. „Ég fór síðast 2007, áður fór ég 2000 og þar áður 1993.“ En ætlar hann ekki að halda upp á fertugsafmælið? „Það verður nú eitthvað voða rólegt. Við verðum hjá vinafólki í Eyjum og það er aldrei að vita nema maður rífi tappann úr einni rauðri og borði góðan mat. Ég er enginn voðalegur afmælisstrákur sko. Held þó alltaf aðeins upp á afmælið, býð einhverjum í mat og svona, bara til að fagna því að tíminn er að líða. Svo verður konan mín fertug í nóvember, þá höldum við kannski partí.“ Sveppi er þekktur fyrir fíflagang og býst við að halda honum áfram þó í gamalli þulu um aldur mannsins standi „fertugur fullþroskaður“. „Ég hræðist aldurinn voða lítið, mér finnst bara gaman að verða fertugur. Svo á ég vin sem er fimmtugur og hann er ágætur og alveg hress. Það er stundum gott að eiga eldri vini, þá sér maður hvernig þetta verður. Ég er að fara til Íbísa að fagna fimmtugsafmælinu hans bráðum sem segir mér að það sé miklu meira stuð að verða fimmtugur.“ Önnur utanlandsferð er í kortunum því Sveppi elskar Rolling Stones og fer reglulega að hlusta á þá. „Þegar Stones ákveður að fara í tónleikaferðalag þá reynum við Ingvar bróðir alltaf að fara á stjá. Stones eru í Evróputúr og við þurfum bara að skjótast til Stokkhólms í október og sjá þá þar. Það verður geggjað.“ Nú er Sveppi beðinn að gera grein fyrir fjölskyldunni. „Unglingurinn hún Þórdís Katla verður fjórtán ára núna í ágúst. Bergur Ingi er tíu ára og svo er einn stubbur fimm ára sem heitir Arnaldur Flóki. Konan heitir Íris Ösp og er Bergþórsdóttir. Hún er fín. (Í lægri tón) Maður segir nú ekkert ljótt um hana meðan hún situr við hliðina á manni, maður verður að halda henni góðri!“ Sveppi heldur áfram akstrinum því hann þarf að ná austur í Landeyjahöfn áður en skipið leggur úr höfn. „Ég óska honum til hamingju með afmælið og kveðst búa til smá greinarstúf um hann. „Það er gott,“ svarar hann. „Þá getur mamma klippt eitthvað út og sett á ísskápinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Gætir þú hringt aðeins seinna. Ég er að pakka fyrir Vestmannaeyjaferð en get talað við þig á leiðinni til skips,“ segir Sveppi þegar ég falast eftir afmælisviðtali. Hann er á háheiðinni þegar ég slæ á þráðinn aftur og segir þar kjöraðstæður fyrir viðtal. Kveðst vera með hluta af fjölskyldunni í bílnum. „Ég er kominn með ungling, það verður að ferja hann til Eyja en peyjunum var skutlað upp í bústað til ömmu og afa. Þeir hafa það miklu betra þar.“ Þó Sveppi sé landsþekktur skemmtikraftur segist hann ekki ætla að skemmta neinum nema sjálfum sér í þessari ferð. Hann fer á Þjóðhátíð á margra ára fresti. „Ég fór síðast 2007, áður fór ég 2000 og þar áður 1993.“ En ætlar hann ekki að halda upp á fertugsafmælið? „Það verður nú eitthvað voða rólegt. Við verðum hjá vinafólki í Eyjum og það er aldrei að vita nema maður rífi tappann úr einni rauðri og borði góðan mat. Ég er enginn voðalegur afmælisstrákur sko. Held þó alltaf aðeins upp á afmælið, býð einhverjum í mat og svona, bara til að fagna því að tíminn er að líða. Svo verður konan mín fertug í nóvember, þá höldum við kannski partí.“ Sveppi er þekktur fyrir fíflagang og býst við að halda honum áfram þó í gamalli þulu um aldur mannsins standi „fertugur fullþroskaður“. „Ég hræðist aldurinn voða lítið, mér finnst bara gaman að verða fertugur. Svo á ég vin sem er fimmtugur og hann er ágætur og alveg hress. Það er stundum gott að eiga eldri vini, þá sér maður hvernig þetta verður. Ég er að fara til Íbísa að fagna fimmtugsafmælinu hans bráðum sem segir mér að það sé miklu meira stuð að verða fimmtugur.“ Önnur utanlandsferð er í kortunum því Sveppi elskar Rolling Stones og fer reglulega að hlusta á þá. „Þegar Stones ákveður að fara í tónleikaferðalag þá reynum við Ingvar bróðir alltaf að fara á stjá. Stones eru í Evróputúr og við þurfum bara að skjótast til Stokkhólms í október og sjá þá þar. Það verður geggjað.“ Nú er Sveppi beðinn að gera grein fyrir fjölskyldunni. „Unglingurinn hún Þórdís Katla verður fjórtán ára núna í ágúst. Bergur Ingi er tíu ára og svo er einn stubbur fimm ára sem heitir Arnaldur Flóki. Konan heitir Íris Ösp og er Bergþórsdóttir. Hún er fín. (Í lægri tón) Maður segir nú ekkert ljótt um hana meðan hún situr við hliðina á manni, maður verður að halda henni góðri!“ Sveppi heldur áfram akstrinum því hann þarf að ná austur í Landeyjahöfn áður en skipið leggur úr höfn. „Ég óska honum til hamingju með afmælið og kveðst búa til smá greinarstúf um hann. „Það er gott,“ svarar hann. „Þá getur mamma klippt eitthvað út og sett á ísskápinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira