Fjórir Íslendingar inn á topp tíu eftir fyrsta dag heimsleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 08:15 Annie Mist Þórisdóttir sigraði á heimsleikunum árið 2011 og 2012. Hún er sá einstaklingur sem oftast hefur unnið grein á leikunum. Mynd/Fésbókarsíða The CrossFit Games Þrjár greinar fóru fram á fyrsta degi heimsleikanna í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum og eru fjórir íslenskir keppendur í toppbaráttunni eftir fyrsta daginn af fjórum. Björgvin Karl Guðmundsson stendur best að vígi af íslenska keppnisfólkinu en hann er í fjórða sætinu í karlaflokki. Björgvin Karl er með 222 stig eða 38 stigum minna en Matthew Fraser sem er í toppsætinu. Björgvin er aftur á móti 24 stigum frá öðru sætinu en þar situr Jonne Koski. Björgvin Karl endaði í 4. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 5. sæti í annarri grein (hjólakross) og svo í 11. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem hét Amanda .45. Þar var á ferðinni tímagrein með 13-11-9-7-5 endurtekningum af upphífingum og hnébeygjum. Þrjár íslenskar konur eru líka inn á topp tíu og sú fjórða situr síðan ekki langt á eftir í sextánda sætinu eftir þessar fyrstu þrjár greinar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst af íslensku stelpunum en hún er í 5. til 6. sæti ásamt Tennil Reed-Beuerlein. Sara er með 204 stig en hún varð í 7. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 6. sæti í annarri grein (Hjólakross) og svo í 12. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem voru upphífingar og hnébeygjur. Tia-Clair Toomey og Samantha Briggs eru jafnar í efsta sætinu með 262 stig hvor eða 58 stigum meira en Ragnheiður Sara. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 8. sæti með 172 stig sem þýðir að ríkjandi meistari er þegar orðin 90 stigum á eftir efstu konum. Katrín Tanja var bara í 44. sæti í þriðju grein dagsins sem byggðist upp á upphífingum og hnébeygjum. Annie Mist Þórisdóttir er síðan í 10. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er í 16. sætinu..@IcelandAnnie continues to move up in the pack in the final women's heat of women's Cyclocross. https://t.co/uZ15QPhelipic.twitter.com/7fFmKndY4X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2017 CrossFit Tengdar fréttir Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit. 3. ágúst 2017 15:03 Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin. 3. ágúst 2017 15:16 Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 13:45 Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Þrjár greinar fóru fram á fyrsta degi heimsleikanna í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum og eru fjórir íslenskir keppendur í toppbaráttunni eftir fyrsta daginn af fjórum. Björgvin Karl Guðmundsson stendur best að vígi af íslenska keppnisfólkinu en hann er í fjórða sætinu í karlaflokki. Björgvin Karl er með 222 stig eða 38 stigum minna en Matthew Fraser sem er í toppsætinu. Björgvin er aftur á móti 24 stigum frá öðru sætinu en þar situr Jonne Koski. Björgvin Karl endaði í 4. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 5. sæti í annarri grein (hjólakross) og svo í 11. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem hét Amanda .45. Þar var á ferðinni tímagrein með 13-11-9-7-5 endurtekningum af upphífingum og hnébeygjum. Þrjár íslenskar konur eru líka inn á topp tíu og sú fjórða situr síðan ekki langt á eftir í sextánda sætinu eftir þessar fyrstu þrjár greinar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst af íslensku stelpunum en hún er í 5. til 6. sæti ásamt Tennil Reed-Beuerlein. Sara er með 204 stig en hún varð í 7. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 6. sæti í annarri grein (Hjólakross) og svo í 12. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem voru upphífingar og hnébeygjur. Tia-Clair Toomey og Samantha Briggs eru jafnar í efsta sætinu með 262 stig hvor eða 58 stigum meira en Ragnheiður Sara. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 8. sæti með 172 stig sem þýðir að ríkjandi meistari er þegar orðin 90 stigum á eftir efstu konum. Katrín Tanja var bara í 44. sæti í þriðju grein dagsins sem byggðist upp á upphífingum og hnébeygjum. Annie Mist Þórisdóttir er síðan í 10. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er í 16. sætinu..@IcelandAnnie continues to move up in the pack in the final women's heat of women's Cyclocross. https://t.co/uZ15QPhelipic.twitter.com/7fFmKndY4X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2017
CrossFit Tengdar fréttir Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit. 3. ágúst 2017 15:03 Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin. 3. ágúst 2017 15:16 Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 13:45 Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit. 3. ágúst 2017 15:03
Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin. 3. ágúst 2017 15:16
Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 13:45
Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. 3. ágúst 2017 09:30