Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 22:56 Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri hnattrænu hlýnun sem á sér nú stað á jörðinni af völdum manna. Vísir/Vilhelm Ekkert bendir til þess að Ísland sé að sigla inn í mikið kuldakast þessa stundina þrátt fyrir vísbendingar um að veiking hafstrauma valdi kuldapolli nærri landinu. Loftslagsfræðingur segir pollinn ekki ná til Íslands. Loftslagsvísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir áberandi kuldapolli sem hefur sést í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi bæði í hitastigsmælingum og loftslagslíkönum til lengri tíma. Vísir greindi frá nýrri rannsókn í gær sem virðist renna stoðum undir kenningar um að þetta kuldafrávik á annars hlýnandi jörðu starfi mögulega að bráðnun íss á norðurskautinu.Minni kólnun og á smærra svæði en á hafísárunumÍ viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að kuldapollurinn sem um ræðir nái ekki að ströndum Íslands. „Það er kannski dálítið langt sagt að þetta sé við Ísland. Þetta er í raun og veru aðallega suðvestur eða suður af Grænlandi,“ sagði Halldór.Sjá einnig:Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Pollurinn hafi verið greinilegur í gögnum um hnattrænan hita fyrir tveimur árum en stafaði þá af óvenjusvölum vetrarvindum frá Kanada sem kældu Atlantshafið á þessum slóðum. Hann er enn til staðar þar. Halldór rifjar upp kuldatímabil á Íslandi á 6. og 7. áratug síðustu aldar en það hafi verið nefnt hafísárin. Þá hafi verið frekar kalt á þessu hafsvæði. Kólnunin sem sjáist nú sunnan af Grænlandi séu mun minni og svæðið sömuleiðis.Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015.NASA/NOAAPollurinn hluti af stærri sögu um breytingar á hafstraumumRannsóknin sem Vísir fjallaði um segir Halldór tengjast vangaveltum um að kuldapollurinn sé hluti af stærri sögu um að kólnun muni mögulega eiga sér stað á norðanverðu Atlantshafi þegar hægir á hringrás í hafinu. Halldór segir að töluvert hafi verið skrifað um þessa hugmynd síðustu árin. Hún sé þó ekki enn viðtekin skýring á kuldafrávikinu í Norður-Atlantshafi. Ástæðan er meðal annars sú að kuldann þar síðustu ár megi skýra með tímabundinni sveiflunni í vetrarkulda frá Kanada. Loftslagslíkön bendi hins vegar til að mikil innspýting ferskvatns í hafið líkt og gerist með bráðnun íss á norðurskautinu um þessar mundir valdi kólnunarpolli af því tagi sem fjallað er um í rannsókninni.Halldór Björnsson er hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirGæti snúið við hlýnun hér tímabundiðHalldór hafnar því hins vegar að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið. Mun meiri ummerki séu um hlýnun á landinu þó að sveiflur séu á milli ára. Þannig sveiflur, eins og hafíssárin og skemmri hlýindaskeið, geti magnað upp og dregið úr hlýnuninni sem á sér nú stað á heimsvísu. Jafnvel geti komið tímabil þar sem tímabundin kólnun snúi hnattrænni hlýnun við hér á landi. Engin merki séu þó um það síðarnefnda nú. „Það er ekkert sem bendir til að akkúrat núna séum við að fara inn í mikið kuldakast,“ segir Halldór.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal Reykjavíkur síðdegis við Halldór Björnsson, loftslagsvísindamann Veðurstofu Íslands. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Ekkert bendir til þess að Ísland sé að sigla inn í mikið kuldakast þessa stundina þrátt fyrir vísbendingar um að veiking hafstrauma valdi kuldapolli nærri landinu. Loftslagsfræðingur segir pollinn ekki ná til Íslands. Loftslagsvísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir áberandi kuldapolli sem hefur sést í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi bæði í hitastigsmælingum og loftslagslíkönum til lengri tíma. Vísir greindi frá nýrri rannsókn í gær sem virðist renna stoðum undir kenningar um að þetta kuldafrávik á annars hlýnandi jörðu starfi mögulega að bráðnun íss á norðurskautinu.Minni kólnun og á smærra svæði en á hafísárunumÍ viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að kuldapollurinn sem um ræðir nái ekki að ströndum Íslands. „Það er kannski dálítið langt sagt að þetta sé við Ísland. Þetta er í raun og veru aðallega suðvestur eða suður af Grænlandi,“ sagði Halldór.Sjá einnig:Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Pollurinn hafi verið greinilegur í gögnum um hnattrænan hita fyrir tveimur árum en stafaði þá af óvenjusvölum vetrarvindum frá Kanada sem kældu Atlantshafið á þessum slóðum. Hann er enn til staðar þar. Halldór rifjar upp kuldatímabil á Íslandi á 6. og 7. áratug síðustu aldar en það hafi verið nefnt hafísárin. Þá hafi verið frekar kalt á þessu hafsvæði. Kólnunin sem sjáist nú sunnan af Grænlandi séu mun minni og svæðið sömuleiðis.Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015.NASA/NOAAPollurinn hluti af stærri sögu um breytingar á hafstraumumRannsóknin sem Vísir fjallaði um segir Halldór tengjast vangaveltum um að kuldapollurinn sé hluti af stærri sögu um að kólnun muni mögulega eiga sér stað á norðanverðu Atlantshafi þegar hægir á hringrás í hafinu. Halldór segir að töluvert hafi verið skrifað um þessa hugmynd síðustu árin. Hún sé þó ekki enn viðtekin skýring á kuldafrávikinu í Norður-Atlantshafi. Ástæðan er meðal annars sú að kuldann þar síðustu ár megi skýra með tímabundinni sveiflunni í vetrarkulda frá Kanada. Loftslagslíkön bendi hins vegar til að mikil innspýting ferskvatns í hafið líkt og gerist með bráðnun íss á norðurskautinu um þessar mundir valdi kólnunarpolli af því tagi sem fjallað er um í rannsókninni.Halldór Björnsson er hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirGæti snúið við hlýnun hér tímabundiðHalldór hafnar því hins vegar að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið. Mun meiri ummerki séu um hlýnun á landinu þó að sveiflur séu á milli ára. Þannig sveiflur, eins og hafíssárin og skemmri hlýindaskeið, geti magnað upp og dregið úr hlýnuninni sem á sér nú stað á heimsvísu. Jafnvel geti komið tímabil þar sem tímabundin kólnun snúi hnattrænni hlýnun við hér á landi. Engin merki séu þó um það síðarnefnda nú. „Það er ekkert sem bendir til að akkúrat núna séum við að fara inn í mikið kuldakast,“ segir Halldór.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal Reykjavíkur síðdegis við Halldór Björnsson, loftslagsvísindamann Veðurstofu Íslands.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira