Katrín Tanja og Sara sýna hvar þær æfðu fyrir heimsleikana í Crossfit | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 16:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Vísir/Samsett/CrossFit Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. Í þeim flotta hópi eru meðal annars tvær öflugar íslenskar stelpur en Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana annað árið í röð og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þriðja sætinu annað árið í röð. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu varð önnur en í fjórða sæti var hin breska Sam Briggs sem vann heimsleikana árið 2013. Fulltrúar Crossfit leikanna heimsóttu þær Katrínu Tönju, Söru, Toomey og Briggs þar sem þær voru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir heimsleikana. Nú er hægt að horfa á myndband með viðtölum við þær fjórar auk þess hægt að fylgjast með þeim undirbúa sig fyrir átökin. Heimsleikarnir fara fram í Madison í Wisconsin-fylki og standa yfir frá 3. til 6. ágúst. Leikarnir eru aðeins seinna í ár en undanfarin ár þegar þeir voru í Carson í Kaliforníu-fylki. Það er fróðlegt að sjá og heyra muninn á æfingaaðstöðu og æfingum bestu crossfit-kvenna heimsins á síðasta ári. Sam Briggs var heima hjá sér í Manchester en Tia-Clair Toomey flaug til San Diego við landamæri Bandríkjanna og Mexíkó. Íslensku stelpurnar urðu að undirbúa sig fyrir hitann, rakann og allar þær krefjandi aðstæður sem bíða þeirra í keppninni. Þær voru því ekki heima á Íslandi heldur fóru þær til Bandaríkjanna og fundu sér báðar flotta staði sem þær tala báðar vel um þá í umræddu myndbandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði á Cape Cod eða Þorskhöfða en það er stór L-laga höfði sem tilheyrir Barnstable-sýslu í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir æfði aftur á móti Cookeville í Tennessee-fylki sem er í suðausturhluta Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með fjórum bestu crossfit-konum heimsins árið 2016. Hvar þær lenda árið 2017 verður síðan að koma í ljós. CrossFit Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. Í þeim flotta hópi eru meðal annars tvær öflugar íslenskar stelpur en Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana annað árið í röð og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þriðja sætinu annað árið í röð. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu varð önnur en í fjórða sæti var hin breska Sam Briggs sem vann heimsleikana árið 2013. Fulltrúar Crossfit leikanna heimsóttu þær Katrínu Tönju, Söru, Toomey og Briggs þar sem þær voru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir heimsleikana. Nú er hægt að horfa á myndband með viðtölum við þær fjórar auk þess hægt að fylgjast með þeim undirbúa sig fyrir átökin. Heimsleikarnir fara fram í Madison í Wisconsin-fylki og standa yfir frá 3. til 6. ágúst. Leikarnir eru aðeins seinna í ár en undanfarin ár þegar þeir voru í Carson í Kaliforníu-fylki. Það er fróðlegt að sjá og heyra muninn á æfingaaðstöðu og æfingum bestu crossfit-kvenna heimsins á síðasta ári. Sam Briggs var heima hjá sér í Manchester en Tia-Clair Toomey flaug til San Diego við landamæri Bandríkjanna og Mexíkó. Íslensku stelpurnar urðu að undirbúa sig fyrir hitann, rakann og allar þær krefjandi aðstæður sem bíða þeirra í keppninni. Þær voru því ekki heima á Íslandi heldur fóru þær til Bandaríkjanna og fundu sér báðar flotta staði sem þær tala báðar vel um þá í umræddu myndbandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði á Cape Cod eða Þorskhöfða en það er stór L-laga höfði sem tilheyrir Barnstable-sýslu í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir æfði aftur á móti Cookeville í Tennessee-fylki sem er í suðausturhluta Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með fjórum bestu crossfit-konum heimsins árið 2016. Hvar þær lenda árið 2017 verður síðan að koma í ljós.
CrossFit Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira