Draumkennd stemming á tónleikum í Fríkirkjunni Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. ágúst 2017 10:15 Ösp er flutt heim eftir fimm ára búsetu í London. Vísir/GVA Ég var að að gefa út plötu núna í júní og er loksins að fara að halda útgáfutónleika. Þeir verða í kvöld klukkan níu í Fríkirkjunni. Þetta eru lög sem ég hef verið að semja á síðustu svona sjö árum líklega, frá því að ég byrjaði að semja og mestmegnis á meðan ég bjó úti í London. Ég var sem sagt að flytja heim eftir fimm ár þar,“ segir Ösp Eldjárn söngkona, sem heldur nú loks upp á útgáfu plötu sinnar Tales from a poplar tree. Þegar blaðamaður nær á hana er hún á fullu að undirbúa tónleikana sína ásamt Erni Eldjárn bróður sínum, en hann mun spila með henni á tónleikunum ásamt þeim Helgu Ragnarsdóttur, Veleria Pozzo og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. „Þetta er þjóðlagaskotið-eitthvað?... við skulum bara kalla þetta draumkennt folk – það er „niche“ hugtak sem ég var að búa til, það er flott. Og þetta verður spilað í bland við ábreiður sem ég og Örn höfum verið að taka í gegnum tíðina. Það verður rosalega „mellow“ stemming,“ segir Ösp en eftir tónleikana heldur hún í litla tónleikaferð um verslunarmannahelgina þar sem hún kemur víða við. „Ítölsk vinkona mín sem ég bjó með í London er að koma í tveggja vikna heimsókn í smá frí. Þannig að ég ákvað að henda í smá tónleikaferð, en hún er fiðluleikari og söngkona sem spilar til dæmis með mér á plötunni. Eftir Fríkirkjuna förum við út á land – fyrst í Havarí í Berufirði og erum þar á fimmtudagskvöldið. Við verðum svo í Mývatnssveit á laugardaginn með tvenna tónleika – klukkan fimm í kirkjunni, sem verður mitt prógramm, og svo klukkan tíu á barnum sem verða þá aðeins hressari tónleikar. Svo síðast er það Ungó, gamla leikhúsið í Dalvík, á sunnudeginum.“ Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan tíu í kvöld og má splæsa í miða á tix.is. Plötuna Tales from a poplar tree má síðan kaupa í öllum betri plötubúðum. Tónlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Ég var að að gefa út plötu núna í júní og er loksins að fara að halda útgáfutónleika. Þeir verða í kvöld klukkan níu í Fríkirkjunni. Þetta eru lög sem ég hef verið að semja á síðustu svona sjö árum líklega, frá því að ég byrjaði að semja og mestmegnis á meðan ég bjó úti í London. Ég var sem sagt að flytja heim eftir fimm ár þar,“ segir Ösp Eldjárn söngkona, sem heldur nú loks upp á útgáfu plötu sinnar Tales from a poplar tree. Þegar blaðamaður nær á hana er hún á fullu að undirbúa tónleikana sína ásamt Erni Eldjárn bróður sínum, en hann mun spila með henni á tónleikunum ásamt þeim Helgu Ragnarsdóttur, Veleria Pozzo og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. „Þetta er þjóðlagaskotið-eitthvað?... við skulum bara kalla þetta draumkennt folk – það er „niche“ hugtak sem ég var að búa til, það er flott. Og þetta verður spilað í bland við ábreiður sem ég og Örn höfum verið að taka í gegnum tíðina. Það verður rosalega „mellow“ stemming,“ segir Ösp en eftir tónleikana heldur hún í litla tónleikaferð um verslunarmannahelgina þar sem hún kemur víða við. „Ítölsk vinkona mín sem ég bjó með í London er að koma í tveggja vikna heimsókn í smá frí. Þannig að ég ákvað að henda í smá tónleikaferð, en hún er fiðluleikari og söngkona sem spilar til dæmis með mér á plötunni. Eftir Fríkirkjuna förum við út á land – fyrst í Havarí í Berufirði og erum þar á fimmtudagskvöldið. Við verðum svo í Mývatnssveit á laugardaginn með tvenna tónleika – klukkan fimm í kirkjunni, sem verður mitt prógramm, og svo klukkan tíu á barnum sem verða þá aðeins hressari tónleikar. Svo síðast er það Ungó, gamla leikhúsið í Dalvík, á sunnudeginum.“ Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan tíu í kvöld og má splæsa í miða á tix.is. Plötuna Tales from a poplar tree má síðan kaupa í öllum betri plötubúðum.
Tónlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira