Hin verstu hugsanlegu örlög Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Foreldrar vinkonu minnar fóru nýlega í frí. Þau báðu mig að passa heimilið og köttinn í fjarveru sinni, sem ég gerði. Kettinum varð ekki alvarlega meint af viðveru minni, nartaði í fullt af rækjum, og innbú foreldranna er í svo gott sem fullkomnu ásigkomulagi. Svo skilaði ég af mér ketti og húsi. Í beinu framhaldi, bara nú í vikunni, óskuðu foreldrar annarrar vinkonu eftir þjónustu minni. Þau voru líka á leið í frí og köttinn vantaði pössun. Ég féllst auðvitað á það, vegna þess að ég er vel upp alin, og hef viðamikla reynslu af sambærilegum verkefnum. Og þá fór ég að pæla mikið í, skiljiði, þessari algjörlega klassísku hugmynd um geðillu og óhugnanlegu konuna í mölétna náttsloppnum sem öskrar á börn, býr ein í dimmu húsi og á þrettán ketti. Þetta er fjörgömul staðalímynd og vegna þess að ég var orðin einhvers konar kattarfóstra í hjáverkum, og auk þess einhleyp, þá lá beint við að bera mig saman við þessa konu. Í gríni, náttúrulega. En í kjölfarið fór ég að hugsa svolítið stíft um þessa konu. Konan með kettina er nefnilega einhvers konar táknmynd alls sem öðrum konum er kennt að hræðast. Aðallega vegna þess að konan með kettina er einhleyp. Henni mistókst að finna mann og eignast börn. Hún brást einhvern veginn tilgangi sínum, samofnum hugmyndinni um fjölskyldu, og það eru eiginlega verstu hugsanleg örlög fyrir konu. Grínsamanburðurinn við kattarkonuna varð mér kvíðvænlegur. Sem er fáránlegt vegna þess að virði mitt og ídentítet er auðvitað annað og meira en hugsanlegur kærasti og hvítvoðungur einhvern tímann á lífsleiðinni. Þannig að nú ætla ég að passa kött. Óhrædd í mölétnum slopp, einhleyp og yggld á svip. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Foreldrar vinkonu minnar fóru nýlega í frí. Þau báðu mig að passa heimilið og köttinn í fjarveru sinni, sem ég gerði. Kettinum varð ekki alvarlega meint af viðveru minni, nartaði í fullt af rækjum, og innbú foreldranna er í svo gott sem fullkomnu ásigkomulagi. Svo skilaði ég af mér ketti og húsi. Í beinu framhaldi, bara nú í vikunni, óskuðu foreldrar annarrar vinkonu eftir þjónustu minni. Þau voru líka á leið í frí og köttinn vantaði pössun. Ég féllst auðvitað á það, vegna þess að ég er vel upp alin, og hef viðamikla reynslu af sambærilegum verkefnum. Og þá fór ég að pæla mikið í, skiljiði, þessari algjörlega klassísku hugmynd um geðillu og óhugnanlegu konuna í mölétna náttsloppnum sem öskrar á börn, býr ein í dimmu húsi og á þrettán ketti. Þetta er fjörgömul staðalímynd og vegna þess að ég var orðin einhvers konar kattarfóstra í hjáverkum, og auk þess einhleyp, þá lá beint við að bera mig saman við þessa konu. Í gríni, náttúrulega. En í kjölfarið fór ég að hugsa svolítið stíft um þessa konu. Konan með kettina er nefnilega einhvers konar táknmynd alls sem öðrum konum er kennt að hræðast. Aðallega vegna þess að konan með kettina er einhleyp. Henni mistókst að finna mann og eignast börn. Hún brást einhvern veginn tilgangi sínum, samofnum hugmyndinni um fjölskyldu, og það eru eiginlega verstu hugsanleg örlög fyrir konu. Grínsamanburðurinn við kattarkonuna varð mér kvíðvænlegur. Sem er fáránlegt vegna þess að virði mitt og ídentítet er auðvitað annað og meira en hugsanlegur kærasti og hvítvoðungur einhvern tímann á lífsleiðinni. Þannig að nú ætla ég að passa kött. Óhrædd í mölétnum slopp, einhleyp og yggld á svip.