Páll Óskar tekur ekki þátt í Gleðigöngunni í ár Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 22:32 Páll Óskar hefur sett svip sinn á gleðigönguna undanfarin ár. Í fyrra kom hann fram sem silfurlitaður einhyrningur á silfurlituðum einhyrningi. Vísir/Hanna Páll Óskar Hjálmtýsson verður ekki með atriði í Gleðigöngu Hinsegin daga í ár. Óhætt er að segja að vagnar Palla, eins og flestir landsmenn þekkja hann, hafi sett svip sinn á gönguna undanfarin ár. Í viðtali við mbl.is segir Palli að útskýringin sé einfaldlega sú að hann sé of upptekinn. Hann hefur tekið þátt í göngunni nær óslitið frá árinu 1999 þegar fyrsta gleðigangan var gengin hér álandi og til ársins 2006 sat hann í skipulagsnefnd Hinsegin daga. „Ef ég er að gera svona stóran skúlptúr eins og ég hef gert undanfarin ár þá venjulega byrja ég að vinna þessa skúlptúra í apríl, síðasta lagi í maí, og nú bara ber svo við að ég er grínlaust í 400% vinnu,“ segir Palli í samtali við Mbl. Undanfarin ár hafa vagnar Palla verið gríðarstórir. Á síðasta ári keyrði hann á risavöxnum einhyrningi, árið þar áður var hann á stóru bleiku víkingaskipi og árið 2014 var það stór, hvítur svanur. Allir vagnarnir hafa haft einhverja djúpa merkingu og táknað stöðu hinsegin fólks í samfélaginu.Árið 2015 keyrði Palli í gegnum miðbæ Reykjavíkur á hvítum svani.Vísir/VilhelmSjá einnig: Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll er önnum kafinn við ýmis verkefni þessa daganna. Hann er meðal annars að vinna að útgáfu nýrrar plötu sem hann hyggst keyra persónulega í hús fyrir þá sem hafa pantað hana í forsölu og mun hann trylla lýðinni í Eyjum á Þjóðhátíð og víðar á landinu um verslunarmannahelgina. Þá er undirbúningur hafinn við uppsetningu Borgarleikhússins á Rocky Horror þar sem hann mun stíga aftur í hælaða skó Frank N Furter, sem hann lék eftirminnilega í uppsetningu Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1990. Hann segist ekki hafa getað komið stórum vagni inn í dagskrána þetta árið en hyggst mæta tvíefldur til leiks að ári. „Eftir að hafa verið með svona risastór atriði í göngunni undanfarin ár, sem hafa bara farið stækkandi ef eitthvað er, gæti ég ekki farið í þessa göngu með einhvern lítinn pickup trukk af því ég hafði ekki tíma fyrir meira,“ segir Palli. „Ég vil frekar sleppa því að taka þátt en að minnka „standardinn“.“ Hinsegin Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson verður ekki með atriði í Gleðigöngu Hinsegin daga í ár. Óhætt er að segja að vagnar Palla, eins og flestir landsmenn þekkja hann, hafi sett svip sinn á gönguna undanfarin ár. Í viðtali við mbl.is segir Palli að útskýringin sé einfaldlega sú að hann sé of upptekinn. Hann hefur tekið þátt í göngunni nær óslitið frá árinu 1999 þegar fyrsta gleðigangan var gengin hér álandi og til ársins 2006 sat hann í skipulagsnefnd Hinsegin daga. „Ef ég er að gera svona stóran skúlptúr eins og ég hef gert undanfarin ár þá venjulega byrja ég að vinna þessa skúlptúra í apríl, síðasta lagi í maí, og nú bara ber svo við að ég er grínlaust í 400% vinnu,“ segir Palli í samtali við Mbl. Undanfarin ár hafa vagnar Palla verið gríðarstórir. Á síðasta ári keyrði hann á risavöxnum einhyrningi, árið þar áður var hann á stóru bleiku víkingaskipi og árið 2014 var það stór, hvítur svanur. Allir vagnarnir hafa haft einhverja djúpa merkingu og táknað stöðu hinsegin fólks í samfélaginu.Árið 2015 keyrði Palli í gegnum miðbæ Reykjavíkur á hvítum svani.Vísir/VilhelmSjá einnig: Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll er önnum kafinn við ýmis verkefni þessa daganna. Hann er meðal annars að vinna að útgáfu nýrrar plötu sem hann hyggst keyra persónulega í hús fyrir þá sem hafa pantað hana í forsölu og mun hann trylla lýðinni í Eyjum á Þjóðhátíð og víðar á landinu um verslunarmannahelgina. Þá er undirbúningur hafinn við uppsetningu Borgarleikhússins á Rocky Horror þar sem hann mun stíga aftur í hælaða skó Frank N Furter, sem hann lék eftirminnilega í uppsetningu Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1990. Hann segist ekki hafa getað komið stórum vagni inn í dagskrána þetta árið en hyggst mæta tvíefldur til leiks að ári. „Eftir að hafa verið með svona risastór atriði í göngunni undanfarin ár, sem hafa bara farið stækkandi ef eitthvað er, gæti ég ekki farið í þessa göngu með einhvern lítinn pickup trukk af því ég hafði ekki tíma fyrir meira,“ segir Palli. „Ég vil frekar sleppa því að taka þátt en að minnka „standardinn“.“
Hinsegin Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira