Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth Rich Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2017 15:13 Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Vísir/EPA Einkaspæjari sem vann fyrir fjölskyldu Seth Rich segir Fox News hafa búið til ummæli í umfjöllun um morð Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins. Rod Wheeler rannsakaði morð Rich fyrir fjölskyldu hans og segir Fox hafa búið til ummæli um að Rich hafi átt í samskiptum við Wikileaks skömmu áður en hann hafi verið myrtur. Þar að auki hafi ummæli um að einhver, mögulega flokkurinn eða Hillary Clinton, hafi reynt að stöðva rannsóknina, verið haft eftir honum. Hann segist ekki hafa sagt það. Lögreglan telur að Rich hafi verið myrtur í ráni en morðinginn hefur ekki fundist.Vinsælar samsæriskenningar Þá segir Wheeler, samkvæmt frétt NPR, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi þrýst á Fox News að birta fréttina. Wheeler höfðaði í dag mál gegn Fox New. Morð Seth Rich var mikið til umfjöllunar á Fox, en fjölskylda hans hefur mótmælt fréttaflutningnum harðlega. Sean Hannity fór þar fremstur í flokki en umrædd frétt var dregin til baka viku eftir að hún var birt. Eftir það sagði Hannity að hann myndi ekki segja frekari fréttir af málinu vegna beiðni fjölskyldu Rich. Samsæriskenningar hafa verið á kreiki um að hann hafi verið myrtur af útsendurum Demókrataflokksins eða Clinton. Það á að hafa verið gert vegna þess að Rich hafi látið Wikileaks frá tölvupósta úr kerfi flokksins, sem voru birtir af Wikileaks tveimur vikum eftir að Rich var myrtur. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og netöryggisfyrirtæki segja þó að yfirvöld í Rússlandi hafi stolið póstunum og komið þeim í hendur Wikileaks.Fékk skilaboð um þrýsting frá forsetanum Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Þar að auki var haft eftir heimildarmanni innan Alríkislögreglu Bandaríkjanna að tölvupóstar sem staðfestu það hefðu verið fundnir á fartölvu Rich. Í kjölfar þess sagði FBI við CNN að þeir hefðu aldrei verið með umrædda tölvu í sínum fórum. Wheeler tók einnig fyrir að þetta væri rétt og sagði fréttamann Fox hafa sagt sér frá því að Rich hefði verið í samskiptum við Wikileaks. Hann hefði ekki sagt það við fréttamanninn.Business Insider hefur komið höndum yfir kæru Wheeler gagnvart Fox News. Þar heldur Wheeler því fram að hann hafi fengið skilaboð frá fréttamanninum um að forsetinn hefði lesið greinina, sem þá var ekki búið að birta, og hann vildi fá hana birta. Wheeler segir trúverðugleika sinn hafa orðið fyrir verulegum skaða og þar af leiðandi eigi hann erfiðara með að vinna sem einkaspæjari. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Einkaspæjari sem vann fyrir fjölskyldu Seth Rich segir Fox News hafa búið til ummæli í umfjöllun um morð Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins. Rod Wheeler rannsakaði morð Rich fyrir fjölskyldu hans og segir Fox hafa búið til ummæli um að Rich hafi átt í samskiptum við Wikileaks skömmu áður en hann hafi verið myrtur. Þar að auki hafi ummæli um að einhver, mögulega flokkurinn eða Hillary Clinton, hafi reynt að stöðva rannsóknina, verið haft eftir honum. Hann segist ekki hafa sagt það. Lögreglan telur að Rich hafi verið myrtur í ráni en morðinginn hefur ekki fundist.Vinsælar samsæriskenningar Þá segir Wheeler, samkvæmt frétt NPR, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi þrýst á Fox News að birta fréttina. Wheeler höfðaði í dag mál gegn Fox New. Morð Seth Rich var mikið til umfjöllunar á Fox, en fjölskylda hans hefur mótmælt fréttaflutningnum harðlega. Sean Hannity fór þar fremstur í flokki en umrædd frétt var dregin til baka viku eftir að hún var birt. Eftir það sagði Hannity að hann myndi ekki segja frekari fréttir af málinu vegna beiðni fjölskyldu Rich. Samsæriskenningar hafa verið á kreiki um að hann hafi verið myrtur af útsendurum Demókrataflokksins eða Clinton. Það á að hafa verið gert vegna þess að Rich hafi látið Wikileaks frá tölvupósta úr kerfi flokksins, sem voru birtir af Wikileaks tveimur vikum eftir að Rich var myrtur. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og netöryggisfyrirtæki segja þó að yfirvöld í Rússlandi hafi stolið póstunum og komið þeim í hendur Wikileaks.Fékk skilaboð um þrýsting frá forsetanum Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Þar að auki var haft eftir heimildarmanni innan Alríkislögreglu Bandaríkjanna að tölvupóstar sem staðfestu það hefðu verið fundnir á fartölvu Rich. Í kjölfar þess sagði FBI við CNN að þeir hefðu aldrei verið með umrædda tölvu í sínum fórum. Wheeler tók einnig fyrir að þetta væri rétt og sagði fréttamann Fox hafa sagt sér frá því að Rich hefði verið í samskiptum við Wikileaks. Hann hefði ekki sagt það við fréttamanninn.Business Insider hefur komið höndum yfir kæru Wheeler gagnvart Fox News. Þar heldur Wheeler því fram að hann hafi fengið skilaboð frá fréttamanninum um að forsetinn hefði lesið greinina, sem þá var ekki búið að birta, og hann vildi fá hana birta. Wheeler segir trúverðugleika sinn hafa orðið fyrir verulegum skaða og þar af leiðandi eigi hann erfiðara með að vinna sem einkaspæjari.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira