Kia með sölumet í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2017 11:32 Kia cee´d. Kia setti sölumet í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins en alls seldi suður-kóreski bílaframleiðandinn 251.472 bíla í álfunni sem er 9,5% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Kia hefur aldrei selt fleiri bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili. Markaðshlutdeild Kia jókst úr 2,8% í 3% í Evrópu og hefur aldrei verið hærri. Hybrid og rafbílar voru 7,5% af heildarsölu Kia í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins. ,,Söluaukning Kia hefur aukist þökk sé nýjum módelum sem hafa verið sett á markað á árinu og aukinni framleiðslu á bílum með rafmótor. Hinir nýju Rio og Picanto eru söluhæstir en Niro hefur einnig náð góðri sölu sem og Optima í öllum sínum útfærslum sem GT, Sportwagon og Plug-in Hybrid. Sala á rafbílum og Plug-in Hygbrid bílum jókst um 1% frá sama tíma í fyrra sem er mjög jákvætt. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia selur meira en 250.000 bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili og við erum að sjálfsögðu mjög ánægð og stolt með þann árangur," segir Michael Cole, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors. Á Íslandi hefur Kia átt gríðargóðu gengi að fagna og á fyrstu sex mánuðum ársins seldi Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi 1.576 Kia bifreiðar og var Kia með rúmlega 11% markaðshlutdeild. Mikil aukning hefur átt sér stað í sölu Kia á árinu og sérstaklega til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Kia er önnur mest selda bíltegundin á Íslandi á þessu ári, eins og í fyrra. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent
Kia setti sölumet í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins en alls seldi suður-kóreski bílaframleiðandinn 251.472 bíla í álfunni sem er 9,5% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Kia hefur aldrei selt fleiri bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili. Markaðshlutdeild Kia jókst úr 2,8% í 3% í Evrópu og hefur aldrei verið hærri. Hybrid og rafbílar voru 7,5% af heildarsölu Kia í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins. ,,Söluaukning Kia hefur aukist þökk sé nýjum módelum sem hafa verið sett á markað á árinu og aukinni framleiðslu á bílum með rafmótor. Hinir nýju Rio og Picanto eru söluhæstir en Niro hefur einnig náð góðri sölu sem og Optima í öllum sínum útfærslum sem GT, Sportwagon og Plug-in Hybrid. Sala á rafbílum og Plug-in Hygbrid bílum jókst um 1% frá sama tíma í fyrra sem er mjög jákvætt. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia selur meira en 250.000 bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili og við erum að sjálfsögðu mjög ánægð og stolt með þann árangur," segir Michael Cole, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors. Á Íslandi hefur Kia átt gríðargóðu gengi að fagna og á fyrstu sex mánuðum ársins seldi Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi 1.576 Kia bifreiðar og var Kia með rúmlega 11% markaðshlutdeild. Mikil aukning hefur átt sér stað í sölu Kia á árinu og sérstaklega til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Kia er önnur mest selda bíltegundin á Íslandi á þessu ári, eins og í fyrra.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent