Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 22:12 Friðrik Dór er afar vinsæll tónlistarmaður en svo virðist sem hljóðtæknin hafi komið í veg fyrir að hann næði að blómstra á sviði í sjónvarpinu. Vísir/ Óskar P. Mikil óánægja hefur látið á sér kræla varðandi útsendingu RÚV af Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Landinn hefur látið í sér heyra á Twitter og á Facebook undir myllumerkjunum #Tónaflóð, #RÚV og #Menningarnótt. Aðallega virðist fólk kvarta yfir hljóðstjórninni. Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. Reykjavíkurdætur, SS Sól, Svala Björgvins og Friðrik Dór voru meðal þeirra sem tróðu upp. Svo virðist sem kvöldið hafi verið erfiðast hjá Friðriki Dór og höfðu margir áhyggjur af því að hann væri jafnvel orðinn veikur. Eftir tónleikana kom hann fram í viðtali á RÚV og sagði þetta hafa verið erfitt kvöld. „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg en það er erfitt fyrir alla að moka upp eftir þrefalt rafmagnsleysi á tíu mínútum með ellefu manna band á sviðinu en svona gerist bara. Þetta er bein útsending, allt getur gerst í beinni. Við tókum þetta bara á kassann, keyrðum þetta í gegn og skemmtum okkur vel,“ sagði Friðrik í samtali við RÚV. Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, segir mistökin greinilega hafa verið tæknilegs eðlis og biðlar til fólks um að anda rólega. Þá hefur Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram í handbolta, áhyggjur af Friðriki Þór og segir hann örugglega vera með hálsbólgu.Frikki með hálsbólgu? — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) August 19, 2017 Hilmar Þór Guðmundsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir hljóðstjórnina hjá RÚV vera að drepa Friðrik Dór.Frikki Dór var frábær í Landsbankanum í dag en þessi hljóðstjórn á Arnarhóli er alveg að drepa hann. Skelfilegt hreint út sagt. Laga RÚV! — Hilmar Þór (@hilmartor) August 19, 2017 Árni Helgason, lögmaður, líkir ástandinu við að hlusta á Útvarp Sögu.Þegar tæknimaðurinn ætlaði að setja hljóðið frá bandinu í eyrað en setti óvart í staðinn upptökur af Útvarpi Sögu pic.twitter.com/UoKFtvAqwE — Árni Helgason (@arnih) August 19, 2017Hægt er að fylgjast með tístum hér að neðan. #RUV Tweets Menningarnótt Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Mikil óánægja hefur látið á sér kræla varðandi útsendingu RÚV af Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Landinn hefur látið í sér heyra á Twitter og á Facebook undir myllumerkjunum #Tónaflóð, #RÚV og #Menningarnótt. Aðallega virðist fólk kvarta yfir hljóðstjórninni. Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. Reykjavíkurdætur, SS Sól, Svala Björgvins og Friðrik Dór voru meðal þeirra sem tróðu upp. Svo virðist sem kvöldið hafi verið erfiðast hjá Friðriki Dór og höfðu margir áhyggjur af því að hann væri jafnvel orðinn veikur. Eftir tónleikana kom hann fram í viðtali á RÚV og sagði þetta hafa verið erfitt kvöld. „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg en það er erfitt fyrir alla að moka upp eftir þrefalt rafmagnsleysi á tíu mínútum með ellefu manna band á sviðinu en svona gerist bara. Þetta er bein útsending, allt getur gerst í beinni. Við tókum þetta bara á kassann, keyrðum þetta í gegn og skemmtum okkur vel,“ sagði Friðrik í samtali við RÚV. Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, segir mistökin greinilega hafa verið tæknilegs eðlis og biðlar til fólks um að anda rólega. Þá hefur Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram í handbolta, áhyggjur af Friðriki Þór og segir hann örugglega vera með hálsbólgu.Frikki með hálsbólgu? — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) August 19, 2017 Hilmar Þór Guðmundsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir hljóðstjórnina hjá RÚV vera að drepa Friðrik Dór.Frikki Dór var frábær í Landsbankanum í dag en þessi hljóðstjórn á Arnarhóli er alveg að drepa hann. Skelfilegt hreint út sagt. Laga RÚV! — Hilmar Þór (@hilmartor) August 19, 2017 Árni Helgason, lögmaður, líkir ástandinu við að hlusta á Útvarp Sögu.Þegar tæknimaðurinn ætlaði að setja hljóðið frá bandinu í eyrað en setti óvart í staðinn upptökur af Útvarpi Sögu pic.twitter.com/UoKFtvAqwE — Árni Helgason (@arnih) August 19, 2017Hægt er að fylgjast með tístum hér að neðan. #RUV Tweets
Menningarnótt Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist