Sjálfsvíg algengur fylgikvilli netfíknar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 20:00 Netfíkn er orðinn algengur vandi meðal barna og ungmenna hér á landi og tilraunum til sjálfsvígs í kjölfar fíknarinnar fjölgar stöðugt. Þetta segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum er varða netfíkn. „Eftir því sem fólk situr lengur við og er meira fyrir framan tölvuna þá náttúrulega versna einkennin og það einangrar sig alltaf meira og meira og verður meira fyrir barðinu á því sem það er að gera. Það einangrast frá vinum og fjölskyldu og dettur út úr skóla, hættir að geta unnið. Þegar það er svo komið yfir ákveðinn aldur þá allt í einu er það orðið fullorðið, en ekkert í lífinu passar við það að vera fullorðinn,” segir Eyjólfur. Hann segir sjálfsvígstilraunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum. „Alveg helling. Alveg mjög mjög mikið og það er mikið um það talað í þeim hringjum sem ég vinn í með öðrum sálfræðingum. Þar er mikið um það talað hversu stórt vandamál það er orðið hjá þeim sem til dæmis eldri sem sjá enga leið aðra en að enda lífið.” Eyjólfur segir netfíknina erfiða viðureignar enda sé ekki hægt að komast hjá notkun snjalltækja. Hins vegar sé alltaf lausn í sjónmáli. Hann kallar eftir frekari umræðu. „Fyrst og fremst er það vitundarvakning. Það er það sem við að mörgu leyti treystum og trúum á. Tækin eru komin til að vera og eftir því sem við lærum hægt og rólega að nota þau og stýra hvernig við notum þau þá í raun og veru þurfi þetta til framtíðar ekki að vera svona stórt vandamál.” Hann hvetur foreldra til þess að vera meðvitað um tölvunotkun barna sinna, og jafnvel taka þátt í henni með þeim. Samkvæmt upplýsingum frá BUGL leita börn og ungmenni í vaxandi mæli á deildina vegna vandamála er varða tölvunotkun, en ekki eru til tölur um hversu margir leita þangað vegna netfíknar. Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Netfíkn er orðinn algengur vandi meðal barna og ungmenna hér á landi og tilraunum til sjálfsvígs í kjölfar fíknarinnar fjölgar stöðugt. Þetta segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum er varða netfíkn. „Eftir því sem fólk situr lengur við og er meira fyrir framan tölvuna þá náttúrulega versna einkennin og það einangrar sig alltaf meira og meira og verður meira fyrir barðinu á því sem það er að gera. Það einangrast frá vinum og fjölskyldu og dettur út úr skóla, hættir að geta unnið. Þegar það er svo komið yfir ákveðinn aldur þá allt í einu er það orðið fullorðið, en ekkert í lífinu passar við það að vera fullorðinn,” segir Eyjólfur. Hann segir sjálfsvígstilraunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum. „Alveg helling. Alveg mjög mjög mikið og það er mikið um það talað í þeim hringjum sem ég vinn í með öðrum sálfræðingum. Þar er mikið um það talað hversu stórt vandamál það er orðið hjá þeim sem til dæmis eldri sem sjá enga leið aðra en að enda lífið.” Eyjólfur segir netfíknina erfiða viðureignar enda sé ekki hægt að komast hjá notkun snjalltækja. Hins vegar sé alltaf lausn í sjónmáli. Hann kallar eftir frekari umræðu. „Fyrst og fremst er það vitundarvakning. Það er það sem við að mörgu leyti treystum og trúum á. Tækin eru komin til að vera og eftir því sem við lærum hægt og rólega að nota þau og stýra hvernig við notum þau þá í raun og veru þurfi þetta til framtíðar ekki að vera svona stórt vandamál.” Hann hvetur foreldra til þess að vera meðvitað um tölvunotkun barna sinna, og jafnvel taka þátt í henni með þeim. Samkvæmt upplýsingum frá BUGL leita börn og ungmenni í vaxandi mæli á deildina vegna vandamála er varða tölvunotkun, en ekki eru til tölur um hversu margir leita þangað vegna netfíknar.
Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira