Ég þurfti stundum að fara djúpt inn í sálina Magnús Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2017 10:00 Mikael og Marína sendu nýverið frá sér sína fyrstu hljómplötu, Beint heim. Við erum bara að stoppa í Borgarnesi á leiðinni norður,“ segir Marína Ósk Þórólfsdóttir bjartri röddu þegar náðist í hana seinni partinn í gær en í kvöld standa fyrir dyrum útgáfutónleikar Beint heim, fyrstu hljómplötu hennar og Mikaels Mána Ásmundssonar. Marína segir að þau hafi kynnst á Konservatoríinu í Amsterdam þar sem þau voru bæði við nám, hann í gítarleik en hún í söng. „Þarna lágu leiðir okkar saman tónlistarlega því við byrjuðum að spila saman fljótlega eftir að við kynntumst og það varð einfaldlega ekki aftur snúið. Þetta var í september 2014 og strax svona mánuði síðar vorum við farin að æfa saman vikulega.“ En hvernig tónlist skyldu þau vera að spila? „Við erum djassdúett en það sem við gerðum á þessari plötu er samt aðeins öðruvísi. Við tókum átta gömul djasslög, sum hver eru vel þekkt en önnur ekki, og settum þau í svona aðeins nýjan búning sem er nær nútímanum. Hugsuðum útsetningarnar meira út frá því hvernig þau myndu hljóma ef við hefðum samið þau sjálf og tengdum það líka við þá tónlist sem við ólumst upp við. Það eru ekkert allir sem tengja við djass en við erum samt á því að það ætti alveg breiður hópur að tengja við þessa tónlist því hún er í aðgengilegum stíl þó svo að aðalinnihaldið sé djassinn eftir sem áður.“ Marína segir að hún og Mikael hafi í raun alist upp við mjög ólíka tónlist. „Við ólumst í raun upp við alveg gjörólíkar tónlistarstefnur en við svona leituðumst við að sameinast í djassinum. Mikael var Jimy Hendrix, Nick Drake og Bob Dylan aðdáandi á sínum yngri árum en ég var meira svona píanóútgáfur af fallegum lögum og akústisk einlæg tónlist litaði mig mjög mikið eins og t.d. Eva Cassidy.“ En hvaðan eru þá lögin komin sem er að finna á plötunni? „Þetta eru eldgömul djasslög, sum alveg frá þriðja áratugnum, en önnur meira inn í swing tímabilið. En nálgunin er svo annað mál. Mikael nálgaðist til að mynda All Blues eftir Miles Davis út frá þeirri vangaveltu hvernig það myndi hljóma ef Nick Drake myndi spila það? Hvernig myndi hann nálgast það? Svarið er að finna í titillaginu Beint heim, en textarnir eru allir frumsamdir en ekki þýddir.“ En hvernig var að semja söngtexta í fyrsta sinn? „Þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt ferli. Ég þurfti stundum að fara djúpt inn í sálina, sem er stundum erfitt, en það kom líka margt skemmtilegt úr því og mér þykir mjög vænt um það allt í dag.“ Marína segir að það sé spennandi fyrir unga tónlistarmenn að koma heim í djasssenuna. „Ég var ekki mikið á djasssenunni áður en ég fór út í nám þannig að þetta er aðeins nýtt fyrir mér hérna heima. En það er gaman að sjá hvað það er mikið af frambærilegum og flottum djasslistamönnum á Íslandi í dag. Núna erum við farin að huga að því að vinna meira efni sem verður þá jafnvel allt frumsamið.“ Fyrst eru þau þó á Græna hattinum á Akureyri í kvöld kl. 21 með fyrri útgáfu tónleikana en svo þá seinni í Reykjavík 23. ágúst á Græna herberginu við Lækjargötu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við erum bara að stoppa í Borgarnesi á leiðinni norður,“ segir Marína Ósk Þórólfsdóttir bjartri röddu þegar náðist í hana seinni partinn í gær en í kvöld standa fyrir dyrum útgáfutónleikar Beint heim, fyrstu hljómplötu hennar og Mikaels Mána Ásmundssonar. Marína segir að þau hafi kynnst á Konservatoríinu í Amsterdam þar sem þau voru bæði við nám, hann í gítarleik en hún í söng. „Þarna lágu leiðir okkar saman tónlistarlega því við byrjuðum að spila saman fljótlega eftir að við kynntumst og það varð einfaldlega ekki aftur snúið. Þetta var í september 2014 og strax svona mánuði síðar vorum við farin að æfa saman vikulega.“ En hvernig tónlist skyldu þau vera að spila? „Við erum djassdúett en það sem við gerðum á þessari plötu er samt aðeins öðruvísi. Við tókum átta gömul djasslög, sum hver eru vel þekkt en önnur ekki, og settum þau í svona aðeins nýjan búning sem er nær nútímanum. Hugsuðum útsetningarnar meira út frá því hvernig þau myndu hljóma ef við hefðum samið þau sjálf og tengdum það líka við þá tónlist sem við ólumst upp við. Það eru ekkert allir sem tengja við djass en við erum samt á því að það ætti alveg breiður hópur að tengja við þessa tónlist því hún er í aðgengilegum stíl þó svo að aðalinnihaldið sé djassinn eftir sem áður.“ Marína segir að hún og Mikael hafi í raun alist upp við mjög ólíka tónlist. „Við ólumst í raun upp við alveg gjörólíkar tónlistarstefnur en við svona leituðumst við að sameinast í djassinum. Mikael var Jimy Hendrix, Nick Drake og Bob Dylan aðdáandi á sínum yngri árum en ég var meira svona píanóútgáfur af fallegum lögum og akústisk einlæg tónlist litaði mig mjög mikið eins og t.d. Eva Cassidy.“ En hvaðan eru þá lögin komin sem er að finna á plötunni? „Þetta eru eldgömul djasslög, sum alveg frá þriðja áratugnum, en önnur meira inn í swing tímabilið. En nálgunin er svo annað mál. Mikael nálgaðist til að mynda All Blues eftir Miles Davis út frá þeirri vangaveltu hvernig það myndi hljóma ef Nick Drake myndi spila það? Hvernig myndi hann nálgast það? Svarið er að finna í titillaginu Beint heim, en textarnir eru allir frumsamdir en ekki þýddir.“ En hvernig var að semja söngtexta í fyrsta sinn? „Þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt ferli. Ég þurfti stundum að fara djúpt inn í sálina, sem er stundum erfitt, en það kom líka margt skemmtilegt úr því og mér þykir mjög vænt um það allt í dag.“ Marína segir að það sé spennandi fyrir unga tónlistarmenn að koma heim í djasssenuna. „Ég var ekki mikið á djasssenunni áður en ég fór út í nám þannig að þetta er aðeins nýtt fyrir mér hérna heima. En það er gaman að sjá hvað það er mikið af frambærilegum og flottum djasslistamönnum á Íslandi í dag. Núna erum við farin að huga að því að vinna meira efni sem verður þá jafnvel allt frumsamið.“ Fyrst eru þau þó á Græna hattinum á Akureyri í kvöld kl. 21 með fyrri útgáfu tónleikana en svo þá seinni í Reykjavík 23. ágúst á Græna herberginu við Lækjargötu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira